Landsliðsþjálfari Argentínu segir vinnubrögð FIFA furðuleg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2017 16:00 Lionel Messi lét þennan aðstoðardómara heyra það. Vísir/Getty Um fátt annað er talað í Argentínu en fjögurra leikja bannið sem Lionel Messi var skyndilega settur í af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, í gær. Þetta var tilkynnt aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik liðsins gegn Bólívíu í undankeppni HM 2018. Argentína tapaði leiknum, 2-0, og datt niður í fimmta sæti riðilsins í Suður-Ameríku, en fjögur efstu liðin fara beint á HM. Sjá einnig: Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Edgardo Bauza, landsliðsþjálfari Argentínu, furðaði sig mjög á tímasetningunni á banni Messi og vinnubrögðum Messi. Messi er gefið að sök að hafa úthúðað aðstoðardómara í sigri Argentínu á Síle á fimmtudag. „Þegar orðrómurinn um þetta fór að breiða úr sér fórum við að hafa meiri áhyggjur af þessu. Það virðist furðulegt að það sé hægt að ganga frá öllu saman á einum degi, án þess að við höfum tíma til að áfrýja,“ sagði Bauza. „Nú er formlegt áfrýjunarferli farið af stað,“ bætti hann við. Gerard Pique, liðsfélagi Messi hjá Barcelona og leikmaður spænska landsliðsins, var einnig hissa á niðurstöðu FIFA. „Ég er ekki rétti aðilinn til að ræða þær ákvarðanir sem FIFA tekur en mér sýnist það forkastanlegt að Messi hafi fengið fjögurra leikja bann.“ Fjórar umferðir eru eftir af undankeppninni í Suður-Ameríku og að öllu óbreyttu ætti Messi að ná síðasta leik Argentínu í riðlakeppninni, gegn Ekvador þann 10. október næstkomandi. Sjá einnig: Brassar langfyrstir að tryggja sér sæti á HM og settu met Brasilía er nú þegar búið að tryggja sér farseðilinn til Rússlands en aðeins fjögur stig skilja að liðin í 2.-6. sæti riðilsins - Kólumbíu, Úrúgvæ, Síle, Argentínu og Ekvador. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Messi er Barca og Barca er Messi“ Neymar er alveg viss um að Lionel Messi verður áfram hjá Barcelona en samningaviðræður ganga erfiðlega. 28. mars 2017 23:30 Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Argentínumenn eru komnir í vandræði í undankeppni HM 2018 eftir 2-0 ósigur fyrir Bólivíumönnum í kvöld. 28. mars 2017 22:31 Messi dæmdur í fjögurra leikja bann Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. 28. mars 2017 14:57 Brassar langfyrstir að tryggja sér sæti á HM og settu met Brasilía er ekki búið að tapa í þrettán leikjum í röð í undankeppni Suður-Ameríku. 29. mars 2017 07:30 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Um fátt annað er talað í Argentínu en fjögurra leikja bannið sem Lionel Messi var skyndilega settur í af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, í gær. Þetta var tilkynnt aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik liðsins gegn Bólívíu í undankeppni HM 2018. Argentína tapaði leiknum, 2-0, og datt niður í fimmta sæti riðilsins í Suður-Ameríku, en fjögur efstu liðin fara beint á HM. Sjá einnig: Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Edgardo Bauza, landsliðsþjálfari Argentínu, furðaði sig mjög á tímasetningunni á banni Messi og vinnubrögðum Messi. Messi er gefið að sök að hafa úthúðað aðstoðardómara í sigri Argentínu á Síle á fimmtudag. „Þegar orðrómurinn um þetta fór að breiða úr sér fórum við að hafa meiri áhyggjur af þessu. Það virðist furðulegt að það sé hægt að ganga frá öllu saman á einum degi, án þess að við höfum tíma til að áfrýja,“ sagði Bauza. „Nú er formlegt áfrýjunarferli farið af stað,“ bætti hann við. Gerard Pique, liðsfélagi Messi hjá Barcelona og leikmaður spænska landsliðsins, var einnig hissa á niðurstöðu FIFA. „Ég er ekki rétti aðilinn til að ræða þær ákvarðanir sem FIFA tekur en mér sýnist það forkastanlegt að Messi hafi fengið fjögurra leikja bann.“ Fjórar umferðir eru eftir af undankeppninni í Suður-Ameríku og að öllu óbreyttu ætti Messi að ná síðasta leik Argentínu í riðlakeppninni, gegn Ekvador þann 10. október næstkomandi. Sjá einnig: Brassar langfyrstir að tryggja sér sæti á HM og settu met Brasilía er nú þegar búið að tryggja sér farseðilinn til Rússlands en aðeins fjögur stig skilja að liðin í 2.-6. sæti riðilsins - Kólumbíu, Úrúgvæ, Síle, Argentínu og Ekvador.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Messi er Barca og Barca er Messi“ Neymar er alveg viss um að Lionel Messi verður áfram hjá Barcelona en samningaviðræður ganga erfiðlega. 28. mars 2017 23:30 Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Argentínumenn eru komnir í vandræði í undankeppni HM 2018 eftir 2-0 ósigur fyrir Bólivíumönnum í kvöld. 28. mars 2017 22:31 Messi dæmdur í fjögurra leikja bann Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. 28. mars 2017 14:57 Brassar langfyrstir að tryggja sér sæti á HM og settu met Brasilía er ekki búið að tapa í þrettán leikjum í röð í undankeppni Suður-Ameríku. 29. mars 2017 07:30 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
„Messi er Barca og Barca er Messi“ Neymar er alveg viss um að Lionel Messi verður áfram hjá Barcelona en samningaviðræður ganga erfiðlega. 28. mars 2017 23:30
Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Argentínumenn eru komnir í vandræði í undankeppni HM 2018 eftir 2-0 ósigur fyrir Bólivíumönnum í kvöld. 28. mars 2017 22:31
Messi dæmdur í fjögurra leikja bann Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. 28. mars 2017 14:57
Brassar langfyrstir að tryggja sér sæti á HM og settu met Brasilía er ekki búið að tapa í þrettán leikjum í röð í undankeppni Suður-Ameríku. 29. mars 2017 07:30