Messi var auk þess sektaður um tíu þúsund svissneska franka. Hann fær bannið og sektina fyrir að láta aðstoðardómara heyra það í leik Argentínu og Síle í undankeppni HM síðasta fimmtudag. Messi skoraði eina mark leiksins og tryggði Argentínu lífsnauðsynlegan sigur. FIFA segir frá.
Messi þarf ekki að hafa mikla áhyggjur af þessari sekt sem eru rúm 1,1 milljón íslenskra króna en Argentína gæti lent í miklum vandræðum án hans í undankeppninni.
Argentínska landsliðið er langt frá því að vera öruggt með sæti á HM. Liðið er í þriðja sæti í Suður-Ameríkuriðlinum en fjórar efstu þjóðirnar fara beint á HM og liðið í fimmta sæti fer í umspil.
Argentína hefur aðeins unnið 6 af 13 leikjum sínum og er bara tveimur stigum á undan Síle sem er í sjötta sæti riðilsins.
Fyrsti leikurinn sem Messi missir af er á móti Bólivíu í kvöld.
Fimm leikir eru eftir í riðlinum og missir Messi því af öllum leikjum nema lokaleiknum sem er á móti Ekvador á útivelli. Sá leikur fer þó ekki fram fyrr en 10. október og Messi spilar því ekki keppnislandsleik næstu sex mánuði.
Eins og sjá má hér fyrir neðan þá hefur argentínska landsliðinu gengið mjög illa án Messi í undankeppninni til þessa en hann hefur misst af sjö leikjum. Með hann innanborðs hafa Argentínumenn unnið 5 af 6 leikjum en aðeins 1 af 7 án hans.
Lionel Messi has been suspended for 4 official matches by FIFA. Argentina has been better in World Cup Qualifying with Messi in the lineup. pic.twitter.com/xSTkI9pBId
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 28, 2017