Louis van Gaal til bjargar Hollendingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2017 13:45 Louis van Gaal stýrði síðast liði Manchester United. Vísir/Getty Hollendingar eru enn að ná sér eftir að hafa tapað tvisvar fyrir Íslendingum í undankeppni EM 2016 en landsliðið er nú í hættu á að missa af öðru stórmótinu í röð. Holland tapaði 2-0 á móti Búlgaríu í undankeppni HM um helgina og er nú í fjórða sæti í sínum riðli. Það þarf hollenskt kraftaverk til að bjarga málunum og Hollendingar ákváðu að gera stóra breytingu. Hollenska knattspyrnusambandið rak þjálfarann Danny Blind eftir leikinn og hefur nú leitað til eins síns farsælasta þjálfara til að finna rétta manninn til að taka við landsliðinu sínu. Louis van Gaal hefur verið atvinnulaus síðan að hann hætti með Manchester United síðasta vor en hann hefur sjálfur stýrt hollenska landsliðinu í tvígang, fyrst 2000 til 2002 og svo aftur 2012 til 2014. Louis van Gaal mun vera ráðgjafi hollenska sambandsins í leitinni að næsta þjálfara en það fylgir þó sögunni að Van Gaal er samt sem áður einn af þeim sem gætu hreppt starfið. Van Gaal hefur gríðarlega reynslu og hefur unnið á mörgum stöðum. Hann ætti því að hafa miklar skoðanir hvaða leið eigi að fara. Stefna hollenska sambandsins eins og staðan er í dag er að ráða erlendan þjálfara. Hollendingar hafa ekki verið með erlendan þjálfara síðan að Austurríkismaðurinn Ernst Happel stýrði liðinu frá 1977 til 1978. Blind var búinn að þjálfa liðið síðan 2015 en Guus Hiddink hætti með liðið eftir eitt ár í starfinu. Nú er bara að sjá hvort Louis van Gaal komi til bjargar Hollendingum. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hollendingar steinlágu í Búlgaríu | Níu Grikkir náðu stigi í Brussel Hollenska landsliðið tapaði óvænt stigum gegn Búlgaríu á útivelli í kvöld en eftir leikinn er Holland sex stigum frá Frökkum í efsta sæti eftir fimm umferðir. 25. mars 2017 21:45 Landsliðsþjálfari Hollands íhugar að segja upp eftir óvænt tap Það er mikil pressa á Danny Blind, þjálfara hollenska landsliðsins, eftir 0-2 tap gegn Búlgaríu í gær en það stefnir allt í að Holland missi af öðru stórmótinu í röð. 26. mars 2017 13:30 Daley Blind stoltur af pabba sínum sem var rekinn Danny Blind var látinn taka pokann sinn eftir 2-0 tap á móti Búlgaríu. 27. mars 2017 07:30 Blind rekinn eftir tapið í Búlgaríu Hollenska knattspyrnusambandið staðfesti rétt í þessu að ákveðið hefði verið að segja upp samningi Danny Blind sem þjálfara hollenska landsliðsins í knattspyrnu 26. mars 2017 19:35 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira
Hollendingar eru enn að ná sér eftir að hafa tapað tvisvar fyrir Íslendingum í undankeppni EM 2016 en landsliðið er nú í hættu á að missa af öðru stórmótinu í röð. Holland tapaði 2-0 á móti Búlgaríu í undankeppni HM um helgina og er nú í fjórða sæti í sínum riðli. Það þarf hollenskt kraftaverk til að bjarga málunum og Hollendingar ákváðu að gera stóra breytingu. Hollenska knattspyrnusambandið rak þjálfarann Danny Blind eftir leikinn og hefur nú leitað til eins síns farsælasta þjálfara til að finna rétta manninn til að taka við landsliðinu sínu. Louis van Gaal hefur verið atvinnulaus síðan að hann hætti með Manchester United síðasta vor en hann hefur sjálfur stýrt hollenska landsliðinu í tvígang, fyrst 2000 til 2002 og svo aftur 2012 til 2014. Louis van Gaal mun vera ráðgjafi hollenska sambandsins í leitinni að næsta þjálfara en það fylgir þó sögunni að Van Gaal er samt sem áður einn af þeim sem gætu hreppt starfið. Van Gaal hefur gríðarlega reynslu og hefur unnið á mörgum stöðum. Hann ætti því að hafa miklar skoðanir hvaða leið eigi að fara. Stefna hollenska sambandsins eins og staðan er í dag er að ráða erlendan þjálfara. Hollendingar hafa ekki verið með erlendan þjálfara síðan að Austurríkismaðurinn Ernst Happel stýrði liðinu frá 1977 til 1978. Blind var búinn að þjálfa liðið síðan 2015 en Guus Hiddink hætti með liðið eftir eitt ár í starfinu. Nú er bara að sjá hvort Louis van Gaal komi til bjargar Hollendingum.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hollendingar steinlágu í Búlgaríu | Níu Grikkir náðu stigi í Brussel Hollenska landsliðið tapaði óvænt stigum gegn Búlgaríu á útivelli í kvöld en eftir leikinn er Holland sex stigum frá Frökkum í efsta sæti eftir fimm umferðir. 25. mars 2017 21:45 Landsliðsþjálfari Hollands íhugar að segja upp eftir óvænt tap Það er mikil pressa á Danny Blind, þjálfara hollenska landsliðsins, eftir 0-2 tap gegn Búlgaríu í gær en það stefnir allt í að Holland missi af öðru stórmótinu í röð. 26. mars 2017 13:30 Daley Blind stoltur af pabba sínum sem var rekinn Danny Blind var látinn taka pokann sinn eftir 2-0 tap á móti Búlgaríu. 27. mars 2017 07:30 Blind rekinn eftir tapið í Búlgaríu Hollenska knattspyrnusambandið staðfesti rétt í þessu að ákveðið hefði verið að segja upp samningi Danny Blind sem þjálfara hollenska landsliðsins í knattspyrnu 26. mars 2017 19:35 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira
Hollendingar steinlágu í Búlgaríu | Níu Grikkir náðu stigi í Brussel Hollenska landsliðið tapaði óvænt stigum gegn Búlgaríu á útivelli í kvöld en eftir leikinn er Holland sex stigum frá Frökkum í efsta sæti eftir fimm umferðir. 25. mars 2017 21:45
Landsliðsþjálfari Hollands íhugar að segja upp eftir óvænt tap Það er mikil pressa á Danny Blind, þjálfara hollenska landsliðsins, eftir 0-2 tap gegn Búlgaríu í gær en það stefnir allt í að Holland missi af öðru stórmótinu í röð. 26. mars 2017 13:30
Daley Blind stoltur af pabba sínum sem var rekinn Danny Blind var látinn taka pokann sinn eftir 2-0 tap á móti Búlgaríu. 27. mars 2017 07:30
Blind rekinn eftir tapið í Búlgaríu Hollenska knattspyrnusambandið staðfesti rétt í þessu að ákveðið hefði verið að segja upp samningi Danny Blind sem þjálfara hollenska landsliðsins í knattspyrnu 26. mars 2017 19:35