Þúsund hugmyndir til að bæta borgina: Parísarhjól og stytta af Jóni Páli Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. mars 2017 19:00 Á sex árum hefur borgin framkvæmt sex hundruð hugmyndir borgarbúa í gegnum verkefnið Hverfið mitt. Nú í mars hafa borgarbúar getað sent inn hugmyndir að nýframkvæmdum eða viðhaldi í borginni á síðuna Hverfið mitt en borist hafa tæplega þúsund hugmyndir sem kosið verður á milli í haust. Flestar hugmyndir snúa að viðhaldi, skipulagi eða uppbyggingu í borginni en sumar eru ansi frumlegar.Til að mynda hugmyndin um hjólabáta á tjörninni við Hjómskálann. Flutningsmaður tillögunnar mælir með rómantískri útgáfu á kvöldin - eða gondóla-stemningu. Annar hugmyndasmiður vill fá styttu af Jóni Páli Sigmarssyni í miðborgina, í fullri stærð að hnykla vöðvana. Einkennisorð kraftajötunsins „ekkert mál fyrir Jón Pál,“ eiga að standa á styttunni.via GIPHYEnn ein hugmyndin er að hafa parísarhjól við Hallgrímskirkju og gera þannig staðinn enn meira aðlaðandi fyrir ferðamenn, hægt væri að taka góðar ljósmyndir og njóta útsýnisins alla leið til Akraness. Og svo er það hugmyndin um risavaxinn sprellikarl á grænu svæði í Breiðholti. Þannig gætu sprellarar kíkt við, togað í spottann og séð kallinn veifa höndum og fótum öllum til mikillar ánægju. Þess má geta að þeir sem luma á góðri hugmynd hafa fram að miðnætti í kvöld að senda hana inn. Sonja Wiium, verkefnastjóri Hverfið mitt segir að nú muni taka við tveggja vikna ferli þar sem íbúar geta farið inn á vefinn og gefið hugmyndum vægi og deilt þeim. „Þannig getur fólk líka komið hugmyndum sínum áfram. Því vinsældir skipta máli þegar hugmyndirnar fara í kosninguna - hvort þær nái yfirhöfuð að komast alla leið þangað," segir hún. Fyrir utan vinsældir þurfa hugmyndir einnig að vera innan fjárhagsramma. „Þær þurfa einnig að samræmast skipulaginu, við getum ekki sett eitthvað einhvers staðar. Einnig þurfa þær að vera á borgarlandi og ekki mega ekki krefjast of flókins samráðs við lögreglu," segir Sonja en segir þó gaman að fá góðar hugmyndir og flestar nái þær í gegn.grafík/tótlagrafík/tótla Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Hlýnar um helgina Veður Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Á sex árum hefur borgin framkvæmt sex hundruð hugmyndir borgarbúa í gegnum verkefnið Hverfið mitt. Nú í mars hafa borgarbúar getað sent inn hugmyndir að nýframkvæmdum eða viðhaldi í borginni á síðuna Hverfið mitt en borist hafa tæplega þúsund hugmyndir sem kosið verður á milli í haust. Flestar hugmyndir snúa að viðhaldi, skipulagi eða uppbyggingu í borginni en sumar eru ansi frumlegar.Til að mynda hugmyndin um hjólabáta á tjörninni við Hjómskálann. Flutningsmaður tillögunnar mælir með rómantískri útgáfu á kvöldin - eða gondóla-stemningu. Annar hugmyndasmiður vill fá styttu af Jóni Páli Sigmarssyni í miðborgina, í fullri stærð að hnykla vöðvana. Einkennisorð kraftajötunsins „ekkert mál fyrir Jón Pál,“ eiga að standa á styttunni.via GIPHYEnn ein hugmyndin er að hafa parísarhjól við Hallgrímskirkju og gera þannig staðinn enn meira aðlaðandi fyrir ferðamenn, hægt væri að taka góðar ljósmyndir og njóta útsýnisins alla leið til Akraness. Og svo er það hugmyndin um risavaxinn sprellikarl á grænu svæði í Breiðholti. Þannig gætu sprellarar kíkt við, togað í spottann og séð kallinn veifa höndum og fótum öllum til mikillar ánægju. Þess má geta að þeir sem luma á góðri hugmynd hafa fram að miðnætti í kvöld að senda hana inn. Sonja Wiium, verkefnastjóri Hverfið mitt segir að nú muni taka við tveggja vikna ferli þar sem íbúar geta farið inn á vefinn og gefið hugmyndum vægi og deilt þeim. „Þannig getur fólk líka komið hugmyndum sínum áfram. Því vinsældir skipta máli þegar hugmyndirnar fara í kosninguna - hvort þær nái yfirhöfuð að komast alla leið þangað," segir hún. Fyrir utan vinsældir þurfa hugmyndir einnig að vera innan fjárhagsramma. „Þær þurfa einnig að samræmast skipulaginu, við getum ekki sett eitthvað einhvers staðar. Einnig þurfa þær að vera á borgarlandi og ekki mega ekki krefjast of flókins samráðs við lögreglu," segir Sonja en segir þó gaman að fá góðar hugmyndir og flestar nái þær í gegn.grafík/tótlagrafík/tótla
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Hlýnar um helgina Veður Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira