Síðasti landsleikurinn með Albaníu gegn Íslandi en er fyrirliði Kósóvó í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2017 11:30 Ujkani á blaðamannafundi Kósóvó í gær. Vísir/Getty Markvörðurinn og fyrirliðinn Samir Ujkani er í hópi þeirra leikmanna Kósóvó sem eiga leiki að baki með A-landsliði nágrannaríkisins Albaníu. Ujkani verður í marki Kósóvó sem mætir Íslandi í undankeppni HM 2018 í Shkoder í kvöld. Ujkani á 20 landsleiki að baki með Albaníu en síðasti leikur hans með því liði var einmitt gegn Íslandi þann 12. október 2012, er Ísland vann góðan 2-1 sigur í Tirana með glæsilegu marki Gylfa Þórs Sigurðssonar beint úr aukaspyrnu á 81. mínútu. Ujkani er fæddur í Kósóvó og þegar knattspyrnusamband landsins var viðurkennt af FIFA og heimilt að spila vináttulandsleiki var ríkisborgurum Kósóvó heimilt að sækja um að spila með landsliðinu, þó svo að þeir ættu leiki að baki með öðrum landsliðum. Ujkani er ekki sá eini sem leiki að baki með landsliði Albaníu en sóknarmaðurinn Besart Berisha, sem gæti spilað sinn fyrsta landsleik með Kósóvó í kvöld, spilaði einnig með albanska landsliðinu á árum áður. Alls eiga átta leikmenn í landsliðshópi Kósóvó A-landsleik að baki með öðrum þjóðum víða um Evrópu. „Ég man vel eftir báðum leikjunum gegn Íslandi,“ sagði Ujkani á blaðamannafundi Kósóvó í Shkoder í gær. „Við höfum skoðað íslenska liðið vel og vitum hvað býr í því. Þetta eru sérstaklega öflugir skotmenn og við þurfum að varast langskotin þeirra.“ Ujkani er 28 ára sem spilaði með yngri liðum Anderlecht áður en hann fór til Palermo árið 2007. Síðan þá hefur hann spilað á Ítalíu og er nú á mála hjá Pisa í B-deildinni. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stórefnilegur framherji Kósóvó bíður enn eftir leikheimild Donis Avdijaj er á mála hjá þýska stórliðinu Schalke og þykir afar efnilegur sóknarmaður. 24. mars 2017 09:30 Við öllu búnir gegn Kósóvó Ísland þarf á þremur stigum að halda þegar liðið mætir Kósóvó í nágrannaríkinu Albaníu í kvöld. Um fremur óþekktan andstæðing er að ræða og renna strákarnir okkar því að nokkru leyti blint í sjóinn í kvöld. Fjarvera lykilm 24. mars 2017 06:30 Heimir: Jafntefli yrði vonbrigði Landsliðsþjálfarinn segir að allt annað en sigur á móti Kósovó yrðu vonbrigði fyrir strákana okkar. 23. mars 2017 10:15 Strákarnir æfðu á iðagrænu grasi í Shkoder | Myndir Strákarnir okkar æfðu í Skhoder í Albaníu í dag fyrir leikinn á móti Kósovó annað kvöld. 23. mars 2017 15:00 Þjálfari Kósóvó: Meiri líkur á íslenskum sigri Albert Bunjaki hrósaði íslenska landsliðinu á blaðamannafundi landsliðs Kósóvó í dag. 23. mars 2017 17:48 Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira
Markvörðurinn og fyrirliðinn Samir Ujkani er í hópi þeirra leikmanna Kósóvó sem eiga leiki að baki með A-landsliði nágrannaríkisins Albaníu. Ujkani verður í marki Kósóvó sem mætir Íslandi í undankeppni HM 2018 í Shkoder í kvöld. Ujkani á 20 landsleiki að baki með Albaníu en síðasti leikur hans með því liði var einmitt gegn Íslandi þann 12. október 2012, er Ísland vann góðan 2-1 sigur í Tirana með glæsilegu marki Gylfa Þórs Sigurðssonar beint úr aukaspyrnu á 81. mínútu. Ujkani er fæddur í Kósóvó og þegar knattspyrnusamband landsins var viðurkennt af FIFA og heimilt að spila vináttulandsleiki var ríkisborgurum Kósóvó heimilt að sækja um að spila með landsliðinu, þó svo að þeir ættu leiki að baki með öðrum landsliðum. Ujkani er ekki sá eini sem leiki að baki með landsliði Albaníu en sóknarmaðurinn Besart Berisha, sem gæti spilað sinn fyrsta landsleik með Kósóvó í kvöld, spilaði einnig með albanska landsliðinu á árum áður. Alls eiga átta leikmenn í landsliðshópi Kósóvó A-landsleik að baki með öðrum þjóðum víða um Evrópu. „Ég man vel eftir báðum leikjunum gegn Íslandi,“ sagði Ujkani á blaðamannafundi Kósóvó í Shkoder í gær. „Við höfum skoðað íslenska liðið vel og vitum hvað býr í því. Þetta eru sérstaklega öflugir skotmenn og við þurfum að varast langskotin þeirra.“ Ujkani er 28 ára sem spilaði með yngri liðum Anderlecht áður en hann fór til Palermo árið 2007. Síðan þá hefur hann spilað á Ítalíu og er nú á mála hjá Pisa í B-deildinni.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stórefnilegur framherji Kósóvó bíður enn eftir leikheimild Donis Avdijaj er á mála hjá þýska stórliðinu Schalke og þykir afar efnilegur sóknarmaður. 24. mars 2017 09:30 Við öllu búnir gegn Kósóvó Ísland þarf á þremur stigum að halda þegar liðið mætir Kósóvó í nágrannaríkinu Albaníu í kvöld. Um fremur óþekktan andstæðing er að ræða og renna strákarnir okkar því að nokkru leyti blint í sjóinn í kvöld. Fjarvera lykilm 24. mars 2017 06:30 Heimir: Jafntefli yrði vonbrigði Landsliðsþjálfarinn segir að allt annað en sigur á móti Kósovó yrðu vonbrigði fyrir strákana okkar. 23. mars 2017 10:15 Strákarnir æfðu á iðagrænu grasi í Shkoder | Myndir Strákarnir okkar æfðu í Skhoder í Albaníu í dag fyrir leikinn á móti Kósovó annað kvöld. 23. mars 2017 15:00 Þjálfari Kósóvó: Meiri líkur á íslenskum sigri Albert Bunjaki hrósaði íslenska landsliðinu á blaðamannafundi landsliðs Kósóvó í dag. 23. mars 2017 17:48 Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira
Stórefnilegur framherji Kósóvó bíður enn eftir leikheimild Donis Avdijaj er á mála hjá þýska stórliðinu Schalke og þykir afar efnilegur sóknarmaður. 24. mars 2017 09:30
Við öllu búnir gegn Kósóvó Ísland þarf á þremur stigum að halda þegar liðið mætir Kósóvó í nágrannaríkinu Albaníu í kvöld. Um fremur óþekktan andstæðing er að ræða og renna strákarnir okkar því að nokkru leyti blint í sjóinn í kvöld. Fjarvera lykilm 24. mars 2017 06:30
Heimir: Jafntefli yrði vonbrigði Landsliðsþjálfarinn segir að allt annað en sigur á móti Kósovó yrðu vonbrigði fyrir strákana okkar. 23. mars 2017 10:15
Strákarnir æfðu á iðagrænu grasi í Shkoder | Myndir Strákarnir okkar æfðu í Skhoder í Albaníu í dag fyrir leikinn á móti Kósovó annað kvöld. 23. mars 2017 15:00
Þjálfari Kósóvó: Meiri líkur á íslenskum sigri Albert Bunjaki hrósaði íslenska landsliðinu á blaðamannafundi landsliðs Kósóvó í dag. 23. mars 2017 17:48