Sport

Þjálfari sakaður um að leggja fatlaða íþróttamenn í einelti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bretar náðu frábærum árangri í Ríó. Hér er ein af hetjum þeirra, Hannah Russell.
Bretar náðu frábærum árangri í Ríó. Hér er ein af hetjum þeirra, Hannah Russell. vísir/getty
Breska sundsambandið hefur hafið rannsókn á meintu einelti sundþjálfara í garð fatlaðra sundmanna.

Fjölmargir fatlaðir sundmenn hafa kvartað yfir þjálfaranum sem þeir segja að leggi íþróttamennina í einelti.

Þetta eru sláandi tíðindi fyrir breska sundsambandið sem náði sínum besta árangri frá upphafi á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó síðasta sumar.

Foreldri tjáði BBC að þjálfarinn hefði gert lítið úr sundkrökkunum og gagnrýnt þá of harkalega. Það væri nýr tónn í þjálfuninni.

„Okkur var tjáð nú snérist íþróttaiðkunin ekki lengur um velferð íþróttamannanna heldur að ná í verðlaun. Andrúmsloftið á æfingunum snérist mikið um ótta,“ sagði foreldrið.

Breska sundsambandið ætlar ekki að tjá sig fyrr en það hefur lokið sinni rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×