Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sögðu á blaðamannafundi í morgun að aðstæður á vellinum væru frábærar, að völlurinn væri rennisléttur og grasið gott. Þess fyrir utan viðrar vel í Albaníu í dag og ætti því að vera allt til reiðu fyrir frábæran leik annað kvöld.
Myndasyrpu frá strákunum okkar að æfa í Skhoder í dag má sjá hér að neðan.







