Aron Einar: Við verðum að axla ábyrgð inni á vellinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2017 13:45 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, á von á því að lið Kósóvó freisti þess að sækja hratt á íslenska liðið þegar þau mætast í undankeppni HM 2018 í Shkoder í Albaníu annað kvöld. Aron Einar ræddi við Vísi skömmu fyrir æfingu landsliðsins á Loro Borici-leikvanginum í hádeginu. Þar voru aðstæður til fyrirmyndar og völlurinn leit afar vel út. Kósóvó er að taka þátt í sinni fyrstu undankeppni stórmóts enda stutt síðan að knattspyrnusamband landsins fékk inngöngu í FIFA og leyfi til að taka þátt í alþjóðlegum keppnum. Af þeim sökum er lið Kósóvó nokkuð óskrifað blað. „Við reiknum með því að þeir komi hratt á okkur og við höfum að hafa varann á á fyrstu tíu mínútunum,“ sagði Aron Einar. „Svo gæti verið að þeir detti niður og beiti skyndisóknum en það er erfitt að segja til um það.“ „Þetta er svo nýtt lið og þjálfarinn að gera allt nýtt. Þeir fengu þrjá nýja leikmenn fyrir þennan leik - allt framherja - og það getur verið að þjálfarinn ákveði að breyta öllu. Þá þurfum við leikmenn sem eru inni á vellinum að axla ábyrgð og lesa það. Nýta okkur okkar reynslu.“ Hann segir að það sé öðruvísi að undirbúa sig fyrir leik gegn Kósóvó en mörgum öðrum liðum. „En við getum nýtt okkur það líka. Það er margt í þessu.“ Aron Einar segir að stemningin í hópi Íslands sé góð, eins og alltaf. „Það er alltaf gaman á æfingum. Þegar þú ert með mann eins og Sigga Dúllu í hóp þá er ekki annað hægt en að brosa,“ sagði brosmildur Aron Einar við Vísi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, á von á því að lið Kósóvó freisti þess að sækja hratt á íslenska liðið þegar þau mætast í undankeppni HM 2018 í Shkoder í Albaníu annað kvöld. Aron Einar ræddi við Vísi skömmu fyrir æfingu landsliðsins á Loro Borici-leikvanginum í hádeginu. Þar voru aðstæður til fyrirmyndar og völlurinn leit afar vel út. Kósóvó er að taka þátt í sinni fyrstu undankeppni stórmóts enda stutt síðan að knattspyrnusamband landsins fékk inngöngu í FIFA og leyfi til að taka þátt í alþjóðlegum keppnum. Af þeim sökum er lið Kósóvó nokkuð óskrifað blað. „Við reiknum með því að þeir komi hratt á okkur og við höfum að hafa varann á á fyrstu tíu mínútunum,“ sagði Aron Einar. „Svo gæti verið að þeir detti niður og beiti skyndisóknum en það er erfitt að segja til um það.“ „Þetta er svo nýtt lið og þjálfarinn að gera allt nýtt. Þeir fengu þrjá nýja leikmenn fyrir þennan leik - allt framherja - og það getur verið að þjálfarinn ákveði að breyta öllu. Þá þurfum við leikmenn sem eru inni á vellinum að axla ábyrgð og lesa það. Nýta okkur okkar reynslu.“ Hann segir að það sé öðruvísi að undirbúa sig fyrir leik gegn Kósóvó en mörgum öðrum liðum. „En við getum nýtt okkur það líka. Það er margt í þessu.“ Aron Einar segir að stemningin í hópi Íslands sé góð, eins og alltaf. „Það er alltaf gaman á æfingum. Þegar þú ert með mann eins og Sigga Dúllu í hóp þá er ekki annað hægt en að brosa,“ sagði brosmildur Aron Einar við Vísi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Sjá meira