Minn tími mun koma Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2017 06:00 Sverrir Ingi er þolinmóður og veit að hans tækifæri mun koma. nordicphotos/getty Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason hefur fengið sannkallaða eldskírn á fyrstu vikum sínum í spænsku 1. deildinni. Sverrir Ingi samdi við Granada í upphafi árs og hefur síðan þá spilað hverja einustu mínútu í hverjum leik. Granada stendur þó í harðri fallbaráttu og er sem stendur í næstneðsta sæti þegar tíu umferðir eru eftir af tímabilinu. „Auðvitað er staðan erfið. Ég vissi þegar ég samdi að það yrði erfitt verkefni að halda liðinu uppi en það er enn nóg eftir og vonandi tekst okkur að vinna nokkra leiki á lokakaflanum og halda vonum okkar á lífi,“ sagði Sverrir Ingi við Fréttablaðið í gær. Viðtalið var tekið rétt fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Parma á Ítalíu um hádegisbil. Síðar um daginn flaug hópurinn yfir til Albaníu en þar fer fram leikur Kósóvó og Íslands í undankeppni HM 2018 á föstudagskvöld.Besta lið heims í heimsókn Sverrir Ingi segir að það hafi ekki komið honum á óvart að fá jafn mikið traust og hann hefur fengið frá þjálfara Granada. „Ég fékk þau skilaboð strax að ég myndi fara beint inn í liðið. Það hefur verið bras á liðinu og bæði þjálfarinn og forráðamenn félagsins vildu þetta.“ Granada fór ágætlega af stað á nýju ári en hefur gefið eftir. Nú síðast tapaði liðið fyrir Sporting Gijon, 3-1, í miklum fallslag en Sverrir Ingi skoraði sitt fyrsta mark í spænsku úrvalsdeildinni í umræddum leik. Eftir landsleikjahléið tekur við öllu stærra verkefni er Granada fær stjörnum prýtt lið Barcelona í heimsókn. „Við gerum okkur auðvitað grein fyrir því hversu erfitt það verður. Að mínu mati eru þarna bestu leikmenn heims og besta lið heims. En við verðum að fara inn í leikinn með það hugarfar að við verðum að fá eitthvað út úr honum. Vonandi tekst okkur að stela sigri eða punkti, það myndi gera mikið fyrir okkur.“Engin vonbrigði Sverrir Ingi hefur nýtt þau tækifæri sem hann hefur fengið með landsliðinu vel og verið til að mynda duglegur að skora í æfingaleikjum. Hann gerir þó engar kröfur um sæti í byrjunarliðinu, þó svo að miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson hafi lítið spilað með sínum liðum að undanförnu. „Ég hef margoft sagt að þeir sem hafa verið í íslensku vörninni hafa verið frábærir. Ég er 23 ára miðvörður og veit að minn tími mun koma. Ég verð líka klár ef kallið kemur en það verða alls engin vonbrigði ef það kemur ekki.“ Hann segist hafa lært mikið af því að spila með reynsluboltunum í íslensku vörninni. „Þeir þekkja þennan alþjóðabolta vel eftir að hafa spilað í fremstu röð í mörg ár. Þeir hafa hjálpað mér mikið.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00 Kjartan Henry: Afskrifaði aldrei landsliðið "Ég er late bloomer,“ segir landsliðsframherjinn Kjartan Henry Finnbogason. 22. mars 2017 23:00 Kári var rifbeinsbrotinn: Kominn með grænt ljós Kári Árnason vildi ekki taka neinar áhættur í aðdraganda leiksins gegn Kósóvó á föstudag. 22. mars 2017 13:30 Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30 Gylfi: Ætli ég gefi ekki frekar stoðsendingu en að skora Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið þrálátlega orðaður við ensk lið, allra helst Everton, síðustu daga og vikur. Hann segist lítið velta slíkum fréttum fyrir sér. 22. mars 2017 19:00 Rúrik: Staðráðinn í að gefast ekki upp Rúrik Gíslason er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann missti af öllu landsliðsárinu 2016. 22. mars 2017 15:00 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Sjá meira
Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason hefur fengið sannkallaða eldskírn á fyrstu vikum sínum í spænsku 1. deildinni. Sverrir Ingi samdi við Granada í upphafi árs og hefur síðan þá spilað hverja einustu mínútu í hverjum leik. Granada stendur þó í harðri fallbaráttu og er sem stendur í næstneðsta sæti þegar tíu umferðir eru eftir af tímabilinu. „Auðvitað er staðan erfið. Ég vissi þegar ég samdi að það yrði erfitt verkefni að halda liðinu uppi en það er enn nóg eftir og vonandi tekst okkur að vinna nokkra leiki á lokakaflanum og halda vonum okkar á lífi,“ sagði Sverrir Ingi við Fréttablaðið í gær. Viðtalið var tekið rétt fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Parma á Ítalíu um hádegisbil. Síðar um daginn flaug hópurinn yfir til Albaníu en þar fer fram leikur Kósóvó og Íslands í undankeppni HM 2018 á föstudagskvöld.Besta lið heims í heimsókn Sverrir Ingi segir að það hafi ekki komið honum á óvart að fá jafn mikið traust og hann hefur fengið frá þjálfara Granada. „Ég fékk þau skilaboð strax að ég myndi fara beint inn í liðið. Það hefur verið bras á liðinu og bæði þjálfarinn og forráðamenn félagsins vildu þetta.“ Granada fór ágætlega af stað á nýju ári en hefur gefið eftir. Nú síðast tapaði liðið fyrir Sporting Gijon, 3-1, í miklum fallslag en Sverrir Ingi skoraði sitt fyrsta mark í spænsku úrvalsdeildinni í umræddum leik. Eftir landsleikjahléið tekur við öllu stærra verkefni er Granada fær stjörnum prýtt lið Barcelona í heimsókn. „Við gerum okkur auðvitað grein fyrir því hversu erfitt það verður. Að mínu mati eru þarna bestu leikmenn heims og besta lið heims. En við verðum að fara inn í leikinn með það hugarfar að við verðum að fá eitthvað út úr honum. Vonandi tekst okkur að stela sigri eða punkti, það myndi gera mikið fyrir okkur.“Engin vonbrigði Sverrir Ingi hefur nýtt þau tækifæri sem hann hefur fengið með landsliðinu vel og verið til að mynda duglegur að skora í æfingaleikjum. Hann gerir þó engar kröfur um sæti í byrjunarliðinu, þó svo að miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson hafi lítið spilað með sínum liðum að undanförnu. „Ég hef margoft sagt að þeir sem hafa verið í íslensku vörninni hafa verið frábærir. Ég er 23 ára miðvörður og veit að minn tími mun koma. Ég verð líka klár ef kallið kemur en það verða alls engin vonbrigði ef það kemur ekki.“ Hann segist hafa lært mikið af því að spila með reynsluboltunum í íslensku vörninni. „Þeir þekkja þennan alþjóðabolta vel eftir að hafa spilað í fremstu röð í mörg ár. Þeir hafa hjálpað mér mikið.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00 Kjartan Henry: Afskrifaði aldrei landsliðið "Ég er late bloomer,“ segir landsliðsframherjinn Kjartan Henry Finnbogason. 22. mars 2017 23:00 Kári var rifbeinsbrotinn: Kominn með grænt ljós Kári Árnason vildi ekki taka neinar áhættur í aðdraganda leiksins gegn Kósóvó á föstudag. 22. mars 2017 13:30 Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30 Gylfi: Ætli ég gefi ekki frekar stoðsendingu en að skora Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið þrálátlega orðaður við ensk lið, allra helst Everton, síðustu daga og vikur. Hann segist lítið velta slíkum fréttum fyrir sér. 22. mars 2017 19:00 Rúrik: Staðráðinn í að gefast ekki upp Rúrik Gíslason er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann missti af öllu landsliðsárinu 2016. 22. mars 2017 15:00 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Sjá meira
Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00
Kjartan Henry: Afskrifaði aldrei landsliðið "Ég er late bloomer,“ segir landsliðsframherjinn Kjartan Henry Finnbogason. 22. mars 2017 23:00
Kári var rifbeinsbrotinn: Kominn með grænt ljós Kári Árnason vildi ekki taka neinar áhættur í aðdraganda leiksins gegn Kósóvó á föstudag. 22. mars 2017 13:30
Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30
Gylfi: Ætli ég gefi ekki frekar stoðsendingu en að skora Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið þrálátlega orðaður við ensk lið, allra helst Everton, síðustu daga og vikur. Hann segist lítið velta slíkum fréttum fyrir sér. 22. mars 2017 19:00
Rúrik: Staðráðinn í að gefast ekki upp Rúrik Gíslason er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann missti af öllu landsliðsárinu 2016. 22. mars 2017 15:00