Minn tími mun koma Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2017 06:00 Sverrir Ingi er þolinmóður og veit að hans tækifæri mun koma. nordicphotos/getty Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason hefur fengið sannkallaða eldskírn á fyrstu vikum sínum í spænsku 1. deildinni. Sverrir Ingi samdi við Granada í upphafi árs og hefur síðan þá spilað hverja einustu mínútu í hverjum leik. Granada stendur þó í harðri fallbaráttu og er sem stendur í næstneðsta sæti þegar tíu umferðir eru eftir af tímabilinu. „Auðvitað er staðan erfið. Ég vissi þegar ég samdi að það yrði erfitt verkefni að halda liðinu uppi en það er enn nóg eftir og vonandi tekst okkur að vinna nokkra leiki á lokakaflanum og halda vonum okkar á lífi,“ sagði Sverrir Ingi við Fréttablaðið í gær. Viðtalið var tekið rétt fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Parma á Ítalíu um hádegisbil. Síðar um daginn flaug hópurinn yfir til Albaníu en þar fer fram leikur Kósóvó og Íslands í undankeppni HM 2018 á föstudagskvöld.Besta lið heims í heimsókn Sverrir Ingi segir að það hafi ekki komið honum á óvart að fá jafn mikið traust og hann hefur fengið frá þjálfara Granada. „Ég fékk þau skilaboð strax að ég myndi fara beint inn í liðið. Það hefur verið bras á liðinu og bæði þjálfarinn og forráðamenn félagsins vildu þetta.“ Granada fór ágætlega af stað á nýju ári en hefur gefið eftir. Nú síðast tapaði liðið fyrir Sporting Gijon, 3-1, í miklum fallslag en Sverrir Ingi skoraði sitt fyrsta mark í spænsku úrvalsdeildinni í umræddum leik. Eftir landsleikjahléið tekur við öllu stærra verkefni er Granada fær stjörnum prýtt lið Barcelona í heimsókn. „Við gerum okkur auðvitað grein fyrir því hversu erfitt það verður. Að mínu mati eru þarna bestu leikmenn heims og besta lið heims. En við verðum að fara inn í leikinn með það hugarfar að við verðum að fá eitthvað út úr honum. Vonandi tekst okkur að stela sigri eða punkti, það myndi gera mikið fyrir okkur.“Engin vonbrigði Sverrir Ingi hefur nýtt þau tækifæri sem hann hefur fengið með landsliðinu vel og verið til að mynda duglegur að skora í æfingaleikjum. Hann gerir þó engar kröfur um sæti í byrjunarliðinu, þó svo að miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson hafi lítið spilað með sínum liðum að undanförnu. „Ég hef margoft sagt að þeir sem hafa verið í íslensku vörninni hafa verið frábærir. Ég er 23 ára miðvörður og veit að minn tími mun koma. Ég verð líka klár ef kallið kemur en það verða alls engin vonbrigði ef það kemur ekki.“ Hann segist hafa lært mikið af því að spila með reynsluboltunum í íslensku vörninni. „Þeir þekkja þennan alþjóðabolta vel eftir að hafa spilað í fremstu röð í mörg ár. Þeir hafa hjálpað mér mikið.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00 Kjartan Henry: Afskrifaði aldrei landsliðið "Ég er late bloomer,“ segir landsliðsframherjinn Kjartan Henry Finnbogason. 22. mars 2017 23:00 Kári var rifbeinsbrotinn: Kominn með grænt ljós Kári Árnason vildi ekki taka neinar áhættur í aðdraganda leiksins gegn Kósóvó á föstudag. 22. mars 2017 13:30 Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30 Gylfi: Ætli ég gefi ekki frekar stoðsendingu en að skora Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið þrálátlega orðaður við ensk lið, allra helst Everton, síðustu daga og vikur. Hann segist lítið velta slíkum fréttum fyrir sér. 22. mars 2017 19:00 Rúrik: Staðráðinn í að gefast ekki upp Rúrik Gíslason er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann missti af öllu landsliðsárinu 2016. 22. mars 2017 15:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Fleiri fréttir Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Sjá meira
Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason hefur fengið sannkallaða eldskírn á fyrstu vikum sínum í spænsku 1. deildinni. Sverrir Ingi samdi við Granada í upphafi árs og hefur síðan þá spilað hverja einustu mínútu í hverjum leik. Granada stendur þó í harðri fallbaráttu og er sem stendur í næstneðsta sæti þegar tíu umferðir eru eftir af tímabilinu. „Auðvitað er staðan erfið. Ég vissi þegar ég samdi að það yrði erfitt verkefni að halda liðinu uppi en það er enn nóg eftir og vonandi tekst okkur að vinna nokkra leiki á lokakaflanum og halda vonum okkar á lífi,“ sagði Sverrir Ingi við Fréttablaðið í gær. Viðtalið var tekið rétt fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Parma á Ítalíu um hádegisbil. Síðar um daginn flaug hópurinn yfir til Albaníu en þar fer fram leikur Kósóvó og Íslands í undankeppni HM 2018 á föstudagskvöld.Besta lið heims í heimsókn Sverrir Ingi segir að það hafi ekki komið honum á óvart að fá jafn mikið traust og hann hefur fengið frá þjálfara Granada. „Ég fékk þau skilaboð strax að ég myndi fara beint inn í liðið. Það hefur verið bras á liðinu og bæði þjálfarinn og forráðamenn félagsins vildu þetta.“ Granada fór ágætlega af stað á nýju ári en hefur gefið eftir. Nú síðast tapaði liðið fyrir Sporting Gijon, 3-1, í miklum fallslag en Sverrir Ingi skoraði sitt fyrsta mark í spænsku úrvalsdeildinni í umræddum leik. Eftir landsleikjahléið tekur við öllu stærra verkefni er Granada fær stjörnum prýtt lið Barcelona í heimsókn. „Við gerum okkur auðvitað grein fyrir því hversu erfitt það verður. Að mínu mati eru þarna bestu leikmenn heims og besta lið heims. En við verðum að fara inn í leikinn með það hugarfar að við verðum að fá eitthvað út úr honum. Vonandi tekst okkur að stela sigri eða punkti, það myndi gera mikið fyrir okkur.“Engin vonbrigði Sverrir Ingi hefur nýtt þau tækifæri sem hann hefur fengið með landsliðinu vel og verið til að mynda duglegur að skora í æfingaleikjum. Hann gerir þó engar kröfur um sæti í byrjunarliðinu, þó svo að miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson hafi lítið spilað með sínum liðum að undanförnu. „Ég hef margoft sagt að þeir sem hafa verið í íslensku vörninni hafa verið frábærir. Ég er 23 ára miðvörður og veit að minn tími mun koma. Ég verð líka klár ef kallið kemur en það verða alls engin vonbrigði ef það kemur ekki.“ Hann segist hafa lært mikið af því að spila með reynsluboltunum í íslensku vörninni. „Þeir þekkja þennan alþjóðabolta vel eftir að hafa spilað í fremstu röð í mörg ár. Þeir hafa hjálpað mér mikið.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00 Kjartan Henry: Afskrifaði aldrei landsliðið "Ég er late bloomer,“ segir landsliðsframherjinn Kjartan Henry Finnbogason. 22. mars 2017 23:00 Kári var rifbeinsbrotinn: Kominn með grænt ljós Kári Árnason vildi ekki taka neinar áhættur í aðdraganda leiksins gegn Kósóvó á föstudag. 22. mars 2017 13:30 Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30 Gylfi: Ætli ég gefi ekki frekar stoðsendingu en að skora Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið þrálátlega orðaður við ensk lið, allra helst Everton, síðustu daga og vikur. Hann segist lítið velta slíkum fréttum fyrir sér. 22. mars 2017 19:00 Rúrik: Staðráðinn í að gefast ekki upp Rúrik Gíslason er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann missti af öllu landsliðsárinu 2016. 22. mars 2017 15:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Fleiri fréttir Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Sjá meira
Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00
Kjartan Henry: Afskrifaði aldrei landsliðið "Ég er late bloomer,“ segir landsliðsframherjinn Kjartan Henry Finnbogason. 22. mars 2017 23:00
Kári var rifbeinsbrotinn: Kominn með grænt ljós Kári Árnason vildi ekki taka neinar áhættur í aðdraganda leiksins gegn Kósóvó á föstudag. 22. mars 2017 13:30
Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30
Gylfi: Ætli ég gefi ekki frekar stoðsendingu en að skora Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið þrálátlega orðaður við ensk lið, allra helst Everton, síðustu daga og vikur. Hann segist lítið velta slíkum fréttum fyrir sér. 22. mars 2017 19:00
Rúrik: Staðráðinn í að gefast ekki upp Rúrik Gíslason er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann missti af öllu landsliðsárinu 2016. 22. mars 2017 15:00