Framfarir í flughermum Árni Stefán Árnason skrifar 22. mars 2017 13:00 Mjög miklar framfarir hafa orðið í heimi flugherma undanfarin misseri og áhugamálið nýtur sívaxandi vinsælda hér og erlendis. Í áhugamálinu felst að fljúga flugvélum í/með tölvum þar sem hermt er eftir raunverulegum aðstæðum. Sú tækni hefur ná miklum framförum. Mjög nákvæmar eftirlíkingar hafa verið framleiddar af vinsælustu loftförum heims frá einkaflugvélum til farþegaþotna. Eftirlíking af raunveðri er mjög nákvæm. Sama á við um allt landslag og fjölmarga flugvelli, jafnt alþjóðaflugvelli sem minni flugvelli. Þá gefst kostur á talsambandi við flugumferðarstjórn. Gríðarlega eftirspurn er eftir flugmönnum í dag og virðast flugskólar vart hafa undan að útskrifa nemendur. Margir þessara nemenda og starfandi flugmanna nota flugherma til að læra og/eða viðhalda þekkingu sinni. T.d. er hægt að kynnast flugvöllum, sem maður hefur aldrei flogið á með flughermi. Um næstu helgi heldur t.d. Flugskólinn Keilir kynningu á starfsemi sinni að Ásbrú. Höfundur leggur stund á þetta áhugamál af nokkurri ákefð og nýtist menntun í atvinnu-, blindflugi og sem flugkennari vel til þess. Fyrir einhverjum misserum skrifaði ég fjöllesinn pistil um sama efni en framfarir frá þeim tíma hafa orðið slíkar að ég hef áhuga á að taka saman það helsta fyrir þá, sem eru að stíga sín fyrstu skref og nýtist jafnvel þeim lengra komnu líka. Margir Íslendingar leggja stund á áhugamálið og upplýsingar streyma svo hratt inn um nýjungar að erfitt getur reynst að halda sér við bara á þeim vettvangi. Þar sem ég er í miðri göngu í þessum „frumskógi“ með áætlanir um að koma upp fullkominni eftirlíkingu af Airbus A320 flughermi langar mig að deila því helsta, af skipulagi, til þeirra sem eru á sömu eða svipaðri göngu og ég. Á mínu ferðalagi hef ég uppgötvað að vélbúnaður (íhlutir í tölvu) skiptir höfuðmáli ætli maður sér að njóta hins endanlega markmiðs, fljúga fullkomnustu gerðum flugvéla, í fullkomnustu gerð af umhverfi með fullkomnustu gerð af veðureftirlýkingu. Vélbúnaður minn samanstendur af eftirfarandi: Móðurborð sem styður Intel i7 6700K 4.0 ~ 4.2 GHz örgjörvar, ssd hörðum diski fyrir stýrikerfi, flughermi og viðbætur, nvidia geforce 1080 skjákort og harður diskur sem geymir skrár. Í turninum er 650 watta aflgjafi og í honum eru 3 kæliviftur ásamt öflugri örgjörvarviftu og kælikerfi. Ég nota þrjá 27" skjái í meðalgæðaflokki til að birta stjórnklefann og umhverfið. Framangreindar upplýsingar þekkja allar fagverslanir og eflaust má komast af með vélbúnað, sem er ekki jafnöflugur. Hafa ber þó í huga að stöðugar framfarir í þróun hugbúnaðar krefjast nýjustu tækni vélbúnaðar. Stýrikerfið er Windows 10 64 bit home edition. Flughermirinn sem ég hef kosið að nota vegna tæknilegs fullkomleika, áreiðanleika, þróunar og viðhalds framleiðanda er Prepared 3D v3 seldur á netinu og er auðveldur í uppsetningu. Mikilvægt er að lesa notendahandbókina vandlega áður en þessi flughermir er notaður. Svokölluð „academic license“ (útgáfa) hentar flestum vel og er verðið hófstillt. Aðrir flughermar, sem skylda er að benda á, en val á þeim er smekksatriði og sérviska. Það eru Microsoft flight Simulator X steam edition og X plane. Hægt er að kaupa ofsalega mikið af viðbótum við alla framangreinda flugherma. Með viðbótum er átt við sérframleidd loftför, umhverfi og veður sem fylgir flugherminum sjálfum ekki. Gæðin eru misjöfn. Nokkrir aðilar skera sig þó úr og í þessum pistli mun ég einungis segja frá þeim. Áhugaverðustu viðbæturnar eru að mínu mati: Loftförin Carenado sérhæfa sig í litlum upp í meðalstór tveggja hreyfla loftför og eru flest þeirra mjög góð. Majestic software framleiðir Bombardier Q400 sem Flugfélag Íslands notar í innanlandsflug. Fligtsim labs hafa nýlega sett á markað loftfar, sem fengið hefur frábæra dóma, Airbus A320. Ég hef ekki prófað það ennþá þar sem ég er á námskeiði fyrir Majestic software Q400. PMDG eru löngu orðnir þekkir fyrir frábær loftför á sanngjörnu verði og framleiða meðal annars hina sívinsælu Boeing 737-800 NGX auk þess sem þeir hafa nýlega hafið sölu á nýrri útgáfa af Boeing 747 sem beðið var eftir með mikilli eftirvæntingu en ég hef þó ekki prófað. Þá ráðleggingu vil ég þó gefa áhugasömum að sanka ekki að sér loftförum heldur læra almennilega á eitt áður en maður færir sig yfir á það næsta. Vilji maður vanda sig getur það tekið marga daga/vikur/mánuði að ná góðu valdi á einu loftfari allt eftir þeim tíma sem maður gefur sér og hversu vandlega maður les notendahandbækurnar. Ég er lítið gefinn fyrir fikt, að hoppa á milli loftfara sem ég kann ekki nema yfirborðslega á þ.e. að taka það á loft og lenda. Flestir framleiðendur hafa lagt mikla vinnu í hönnun loftfara sinna og fylgja þeim stundum þykkar notendahandbækur, skrifaðar til að lesa þær! Öll þessi loftför eru fáanleg, sem niðurhalanleg þegar gengið hefur verið frá kaupum á þeim. Fjöldi online verslana er mikill og býður það seinni tíma að fjalla um þær. Öll framangreind loftför er hægt að kaupa á framangreindum tenglum eða á tilvísun á aðra tengla hjá viðkomandi framleiðanda. Algert grundvallaratriði er að mínu mati, sem gildir á öllum sviðum lærdóms, vilji maður njóta eiginlega loftfaranna, er að lesa notendahandbókina og helst sækja námskeið á viðkomandi loftfar. Geri maður það ekki nýtur maður máski ekki nema brots af því sem annars væri mögulegt. Ég er t.d. á margra klst. online námskeiði núna um Q400 hjá Airline2Sim.com og námskeiðin heita Majestic Dash 8 Q400 Cadet training og Majestic Dash 8 Q400 First Officer. Þetta eru margar klst af kennslu, hver annari skemmtilegri. Sýnishorn. Stjórntæki Ég ætla ekki að kafa djúpt í stjórntæki að þessum sinni. Stýripinni af hefðbundinni gerð, fáanlegur í flestum tölvuverslunum nægja til að byrja með. Vilji menn þróa sig í þeim efnum er hægt að fá stjórntæki sem eru nákvæm eftirlíking stjórntækja sem eru við notkun í raunflugi í dag. Leiðsögutækni Í stuttu máli þá mæli ég með áskrift að gagnagrunni Navigraph. Þar eru aðgengileg fyrir siglingatæki allra eða flestra þessara loftfara upplýsingar sem raunverulega eru notaðar í farþega og einkaflugi og þú getur yfirfært í viðkomandi loftfar og ert því í raun að nýta þér upplýsingar sem flugmenn um allan heim í raunflugi eru að nota. Umhverfi Með umhverfisþættinum er, sem fyrr segir, átt við eftirlíkingu af móður jörð og þeim flugvöllum sem byggðir hafa verið. Fyrstan er þar að nefna framleiðandann ORBX sem framleiðir mjög nákvæma eftirlíkingu af landslagi jarðarinnar og auk þess allmarga flugvelli. Aðrir vandaðir framleiðir flugvalla eru Aerosoft og t.d. Fly tampa svo einhverjir séu nefndir. Veður Veður spilar mjög stóran þátt í öllu mínu flugi þar sem ég er með blindflugsáráttu og fíkn fyrir slæmu veðri í flugi. Ég nota eingöngu veðurhermir frá HiFi technologies og þessar tvær vörur frá þeim: AS16 FOR P3D FULL og Active Sky Cloud Art. Þegar ég uppgötvaði þennan veðurhermi gerbreyttist öll upplifun mín. Þessi hugbúnaður framkallar veður samkvæmt nýjustu staðarupplýsingum frá veðurstofum og sjón er sögu ríkari þegar maður er að koma inn í ský, er í þeim eða að koma úr þeim í aðflugi. Vindurinn feykir þér auk þess til og frá og þú þarft að hafa þig allan við ef þú vilt að flugið heppnist. Aðrar upplýsingar Það er vel þess virði, fyrir þá, sem vilja viðhalda þekkingu sinni, að fylgjast með vefsíðum, sem reglulega flytja fréttir af því nýjasta í þessum heimi. Þar nefni ég helstar þessar slóðir en fjöldi þeirra er mikill og gildir þar að nota leitarvélar. Þessar heimsæki ég daglega og eru þær áreiðanlegar. Sjá líka facbook síður. PCPilot.net FSElite.net FlusiNews.de Ég hvet alla þá sem vilja bæta við þessar upplýsingar og koma slíkum upplýsingum á framfæri hér í innleggjum. Að lokum er hér að neðan stutt myndband um flugvöllinn í Oslo, sem sýnir raunveruleikann sem við blasir. Hvet áhugasama til að gúggla „flightsimulator“ til að kynnast þessu nánar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mjög miklar framfarir hafa orðið í heimi flugherma undanfarin misseri og áhugamálið nýtur sívaxandi vinsælda hér og erlendis. Í áhugamálinu felst að fljúga flugvélum í/með tölvum þar sem hermt er eftir raunverulegum aðstæðum. Sú tækni hefur ná miklum framförum. Mjög nákvæmar eftirlíkingar hafa verið framleiddar af vinsælustu loftförum heims frá einkaflugvélum til farþegaþotna. Eftirlíking af raunveðri er mjög nákvæm. Sama á við um allt landslag og fjölmarga flugvelli, jafnt alþjóðaflugvelli sem minni flugvelli. Þá gefst kostur á talsambandi við flugumferðarstjórn. Gríðarlega eftirspurn er eftir flugmönnum í dag og virðast flugskólar vart hafa undan að útskrifa nemendur. Margir þessara nemenda og starfandi flugmanna nota flugherma til að læra og/eða viðhalda þekkingu sinni. T.d. er hægt að kynnast flugvöllum, sem maður hefur aldrei flogið á með flughermi. Um næstu helgi heldur t.d. Flugskólinn Keilir kynningu á starfsemi sinni að Ásbrú. Höfundur leggur stund á þetta áhugamál af nokkurri ákefð og nýtist menntun í atvinnu-, blindflugi og sem flugkennari vel til þess. Fyrir einhverjum misserum skrifaði ég fjöllesinn pistil um sama efni en framfarir frá þeim tíma hafa orðið slíkar að ég hef áhuga á að taka saman það helsta fyrir þá, sem eru að stíga sín fyrstu skref og nýtist jafnvel þeim lengra komnu líka. Margir Íslendingar leggja stund á áhugamálið og upplýsingar streyma svo hratt inn um nýjungar að erfitt getur reynst að halda sér við bara á þeim vettvangi. Þar sem ég er í miðri göngu í þessum „frumskógi“ með áætlanir um að koma upp fullkominni eftirlíkingu af Airbus A320 flughermi langar mig að deila því helsta, af skipulagi, til þeirra sem eru á sömu eða svipaðri göngu og ég. Á mínu ferðalagi hef ég uppgötvað að vélbúnaður (íhlutir í tölvu) skiptir höfuðmáli ætli maður sér að njóta hins endanlega markmiðs, fljúga fullkomnustu gerðum flugvéla, í fullkomnustu gerð af umhverfi með fullkomnustu gerð af veðureftirlýkingu. Vélbúnaður minn samanstendur af eftirfarandi: Móðurborð sem styður Intel i7 6700K 4.0 ~ 4.2 GHz örgjörvar, ssd hörðum diski fyrir stýrikerfi, flughermi og viðbætur, nvidia geforce 1080 skjákort og harður diskur sem geymir skrár. Í turninum er 650 watta aflgjafi og í honum eru 3 kæliviftur ásamt öflugri örgjörvarviftu og kælikerfi. Ég nota þrjá 27" skjái í meðalgæðaflokki til að birta stjórnklefann og umhverfið. Framangreindar upplýsingar þekkja allar fagverslanir og eflaust má komast af með vélbúnað, sem er ekki jafnöflugur. Hafa ber þó í huga að stöðugar framfarir í þróun hugbúnaðar krefjast nýjustu tækni vélbúnaðar. Stýrikerfið er Windows 10 64 bit home edition. Flughermirinn sem ég hef kosið að nota vegna tæknilegs fullkomleika, áreiðanleika, þróunar og viðhalds framleiðanda er Prepared 3D v3 seldur á netinu og er auðveldur í uppsetningu. Mikilvægt er að lesa notendahandbókina vandlega áður en þessi flughermir er notaður. Svokölluð „academic license“ (útgáfa) hentar flestum vel og er verðið hófstillt. Aðrir flughermar, sem skylda er að benda á, en val á þeim er smekksatriði og sérviska. Það eru Microsoft flight Simulator X steam edition og X plane. Hægt er að kaupa ofsalega mikið af viðbótum við alla framangreinda flugherma. Með viðbótum er átt við sérframleidd loftför, umhverfi og veður sem fylgir flugherminum sjálfum ekki. Gæðin eru misjöfn. Nokkrir aðilar skera sig þó úr og í þessum pistli mun ég einungis segja frá þeim. Áhugaverðustu viðbæturnar eru að mínu mati: Loftförin Carenado sérhæfa sig í litlum upp í meðalstór tveggja hreyfla loftför og eru flest þeirra mjög góð. Majestic software framleiðir Bombardier Q400 sem Flugfélag Íslands notar í innanlandsflug. Fligtsim labs hafa nýlega sett á markað loftfar, sem fengið hefur frábæra dóma, Airbus A320. Ég hef ekki prófað það ennþá þar sem ég er á námskeiði fyrir Majestic software Q400. PMDG eru löngu orðnir þekkir fyrir frábær loftför á sanngjörnu verði og framleiða meðal annars hina sívinsælu Boeing 737-800 NGX auk þess sem þeir hafa nýlega hafið sölu á nýrri útgáfa af Boeing 747 sem beðið var eftir með mikilli eftirvæntingu en ég hef þó ekki prófað. Þá ráðleggingu vil ég þó gefa áhugasömum að sanka ekki að sér loftförum heldur læra almennilega á eitt áður en maður færir sig yfir á það næsta. Vilji maður vanda sig getur það tekið marga daga/vikur/mánuði að ná góðu valdi á einu loftfari allt eftir þeim tíma sem maður gefur sér og hversu vandlega maður les notendahandbækurnar. Ég er lítið gefinn fyrir fikt, að hoppa á milli loftfara sem ég kann ekki nema yfirborðslega á þ.e. að taka það á loft og lenda. Flestir framleiðendur hafa lagt mikla vinnu í hönnun loftfara sinna og fylgja þeim stundum þykkar notendahandbækur, skrifaðar til að lesa þær! Öll þessi loftför eru fáanleg, sem niðurhalanleg þegar gengið hefur verið frá kaupum á þeim. Fjöldi online verslana er mikill og býður það seinni tíma að fjalla um þær. Öll framangreind loftför er hægt að kaupa á framangreindum tenglum eða á tilvísun á aðra tengla hjá viðkomandi framleiðanda. Algert grundvallaratriði er að mínu mati, sem gildir á öllum sviðum lærdóms, vilji maður njóta eiginlega loftfaranna, er að lesa notendahandbókina og helst sækja námskeið á viðkomandi loftfar. Geri maður það ekki nýtur maður máski ekki nema brots af því sem annars væri mögulegt. Ég er t.d. á margra klst. online námskeiði núna um Q400 hjá Airline2Sim.com og námskeiðin heita Majestic Dash 8 Q400 Cadet training og Majestic Dash 8 Q400 First Officer. Þetta eru margar klst af kennslu, hver annari skemmtilegri. Sýnishorn. Stjórntæki Ég ætla ekki að kafa djúpt í stjórntæki að þessum sinni. Stýripinni af hefðbundinni gerð, fáanlegur í flestum tölvuverslunum nægja til að byrja með. Vilji menn þróa sig í þeim efnum er hægt að fá stjórntæki sem eru nákvæm eftirlíking stjórntækja sem eru við notkun í raunflugi í dag. Leiðsögutækni Í stuttu máli þá mæli ég með áskrift að gagnagrunni Navigraph. Þar eru aðgengileg fyrir siglingatæki allra eða flestra þessara loftfara upplýsingar sem raunverulega eru notaðar í farþega og einkaflugi og þú getur yfirfært í viðkomandi loftfar og ert því í raun að nýta þér upplýsingar sem flugmenn um allan heim í raunflugi eru að nota. Umhverfi Með umhverfisþættinum er, sem fyrr segir, átt við eftirlíkingu af móður jörð og þeim flugvöllum sem byggðir hafa verið. Fyrstan er þar að nefna framleiðandann ORBX sem framleiðir mjög nákvæma eftirlíkingu af landslagi jarðarinnar og auk þess allmarga flugvelli. Aðrir vandaðir framleiðir flugvalla eru Aerosoft og t.d. Fly tampa svo einhverjir séu nefndir. Veður Veður spilar mjög stóran þátt í öllu mínu flugi þar sem ég er með blindflugsáráttu og fíkn fyrir slæmu veðri í flugi. Ég nota eingöngu veðurhermir frá HiFi technologies og þessar tvær vörur frá þeim: AS16 FOR P3D FULL og Active Sky Cloud Art. Þegar ég uppgötvaði þennan veðurhermi gerbreyttist öll upplifun mín. Þessi hugbúnaður framkallar veður samkvæmt nýjustu staðarupplýsingum frá veðurstofum og sjón er sögu ríkari þegar maður er að koma inn í ský, er í þeim eða að koma úr þeim í aðflugi. Vindurinn feykir þér auk þess til og frá og þú þarft að hafa þig allan við ef þú vilt að flugið heppnist. Aðrar upplýsingar Það er vel þess virði, fyrir þá, sem vilja viðhalda þekkingu sinni, að fylgjast með vefsíðum, sem reglulega flytja fréttir af því nýjasta í þessum heimi. Þar nefni ég helstar þessar slóðir en fjöldi þeirra er mikill og gildir þar að nota leitarvélar. Þessar heimsæki ég daglega og eru þær áreiðanlegar. Sjá líka facbook síður. PCPilot.net FSElite.net FlusiNews.de Ég hvet alla þá sem vilja bæta við þessar upplýsingar og koma slíkum upplýsingum á framfæri hér í innleggjum. Að lokum er hér að neðan stutt myndband um flugvöllinn í Oslo, sem sýnir raunveruleikann sem við blasir. Hvet áhugasama til að gúggla „flightsimulator“ til að kynnast þessu nánar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun