Hannes: Langt síðan mig hefur langað jafn mikið að vinna fótboltaleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2017 19:00 Hannes Þór Halldórsson verður væntanlega í eldlínunni þegar Ísland leikur gegn Kósóvó ytra í undankeppni HM 2018 á föstudag. Hannes Þór var ásamt félögum sínum í landsliðinu á æfingu í Parma á Ítalíu í morgun, þar sem Vísir spjallaði við hann. „Ég er að koma úr gríðarlegum vonbrigðum með Randers, það er ekki hægt að neita því,“ sagði Hannes en viðtalið allt má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Randers hefur tapað átta af síðustu níu leikjum sínum í dönsku deildinni og datt af þeim sökum í neðri hluta deildarinnar, þar sem liðið mun nú berjast um fall í stað þess að berjast um titilinn. „Á sunnudag var síðasti leikurinn áður en hún skiptist í tvennt og þar náðum við ekki markmiðum okkar. Við höfum verið í toppbaráttu allt tímabilið en gekk svo hræðilega í síðustu leikjunum. Það voru mikil vonbrigði í síðast leik.“ Hannes segir að honum líði þess fyrir utan vel í Danmörku en slæmt gengi liðsins setjist alltaf á leikmennina líka. Hann hefði sjálfur viljað standa sig betur inni á vellinum. „Þegar lið tapar átta af níu leikjum þá eru allir að gera eitthvað vitlaust. Ef ég horfi á mína frammistöðu finnst mér hún vera aðeins undir pari miðað við það sem ég býst við af sjálfum mér. Ég vil vera markmaður sem bjargar stigum fyrir sín lið en það hefur ekki verið nógu mikið um það upp á síðkastið,“ segir hann. Hannes var að glíma við axlarmeiðsli á síðasta ári en segir að öll sú saga sé nú að baki. Hann segir ánægjulegt að vera kominn aftur í landsliðið og þann félagsskap sem því fylgir. „Eftir vonbrigðin heima er frískandi að kúpla sig út og mæta í góðu stemninguna í landsliðinu. Mig þyrstir mjög í að vinna fótboltaleik og það er það sem ég verð að taka jákvætt úr þessu. Það er langt síðan að mig hefur langað jafn mikið að vinna fótboltaleik og nú. Ég tek það með mér inn í leikinn á föstudag.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson verður væntanlega í eldlínunni þegar Ísland leikur gegn Kósóvó ytra í undankeppni HM 2018 á föstudag. Hannes Þór var ásamt félögum sínum í landsliðinu á æfingu í Parma á Ítalíu í morgun, þar sem Vísir spjallaði við hann. „Ég er að koma úr gríðarlegum vonbrigðum með Randers, það er ekki hægt að neita því,“ sagði Hannes en viðtalið allt má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Randers hefur tapað átta af síðustu níu leikjum sínum í dönsku deildinni og datt af þeim sökum í neðri hluta deildarinnar, þar sem liðið mun nú berjast um fall í stað þess að berjast um titilinn. „Á sunnudag var síðasti leikurinn áður en hún skiptist í tvennt og þar náðum við ekki markmiðum okkar. Við höfum verið í toppbaráttu allt tímabilið en gekk svo hræðilega í síðustu leikjunum. Það voru mikil vonbrigði í síðast leik.“ Hannes segir að honum líði þess fyrir utan vel í Danmörku en slæmt gengi liðsins setjist alltaf á leikmennina líka. Hann hefði sjálfur viljað standa sig betur inni á vellinum. „Þegar lið tapar átta af níu leikjum þá eru allir að gera eitthvað vitlaust. Ef ég horfi á mína frammistöðu finnst mér hún vera aðeins undir pari miðað við það sem ég býst við af sjálfum mér. Ég vil vera markmaður sem bjargar stigum fyrir sín lið en það hefur ekki verið nógu mikið um það upp á síðkastið,“ segir hann. Hannes var að glíma við axlarmeiðsli á síðasta ári en segir að öll sú saga sé nú að baki. Hann segir ánægjulegt að vera kominn aftur í landsliðið og þann félagsskap sem því fylgir. „Eftir vonbrigðin heima er frískandi að kúpla sig út og mæta í góðu stemninguna í landsliðinu. Mig þyrstir mjög í að vinna fótboltaleik og það er það sem ég verð að taka jákvætt úr þessu. Það er langt síðan að mig hefur langað jafn mikið að vinna fótboltaleik og nú. Ég tek það með mér inn í leikinn á föstudag.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Sjá meira