Hannes: Langt síðan mig hefur langað jafn mikið að vinna fótboltaleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2017 19:00 Hannes Þór Halldórsson verður væntanlega í eldlínunni þegar Ísland leikur gegn Kósóvó ytra í undankeppni HM 2018 á föstudag. Hannes Þór var ásamt félögum sínum í landsliðinu á æfingu í Parma á Ítalíu í morgun, þar sem Vísir spjallaði við hann. „Ég er að koma úr gríðarlegum vonbrigðum með Randers, það er ekki hægt að neita því,“ sagði Hannes en viðtalið allt má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Randers hefur tapað átta af síðustu níu leikjum sínum í dönsku deildinni og datt af þeim sökum í neðri hluta deildarinnar, þar sem liðið mun nú berjast um fall í stað þess að berjast um titilinn. „Á sunnudag var síðasti leikurinn áður en hún skiptist í tvennt og þar náðum við ekki markmiðum okkar. Við höfum verið í toppbaráttu allt tímabilið en gekk svo hræðilega í síðustu leikjunum. Það voru mikil vonbrigði í síðast leik.“ Hannes segir að honum líði þess fyrir utan vel í Danmörku en slæmt gengi liðsins setjist alltaf á leikmennina líka. Hann hefði sjálfur viljað standa sig betur inni á vellinum. „Þegar lið tapar átta af níu leikjum þá eru allir að gera eitthvað vitlaust. Ef ég horfi á mína frammistöðu finnst mér hún vera aðeins undir pari miðað við það sem ég býst við af sjálfum mér. Ég vil vera markmaður sem bjargar stigum fyrir sín lið en það hefur ekki verið nógu mikið um það upp á síðkastið,“ segir hann. Hannes var að glíma við axlarmeiðsli á síðasta ári en segir að öll sú saga sé nú að baki. Hann segir ánægjulegt að vera kominn aftur í landsliðið og þann félagsskap sem því fylgir. „Eftir vonbrigðin heima er frískandi að kúpla sig út og mæta í góðu stemninguna í landsliðinu. Mig þyrstir mjög í að vinna fótboltaleik og það er það sem ég verð að taka jákvætt úr þessu. Það er langt síðan að mig hefur langað jafn mikið að vinna fótboltaleik og nú. Ég tek það með mér inn í leikinn á föstudag.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson verður væntanlega í eldlínunni þegar Ísland leikur gegn Kósóvó ytra í undankeppni HM 2018 á föstudag. Hannes Þór var ásamt félögum sínum í landsliðinu á æfingu í Parma á Ítalíu í morgun, þar sem Vísir spjallaði við hann. „Ég er að koma úr gríðarlegum vonbrigðum með Randers, það er ekki hægt að neita því,“ sagði Hannes en viðtalið allt má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Randers hefur tapað átta af síðustu níu leikjum sínum í dönsku deildinni og datt af þeim sökum í neðri hluta deildarinnar, þar sem liðið mun nú berjast um fall í stað þess að berjast um titilinn. „Á sunnudag var síðasti leikurinn áður en hún skiptist í tvennt og þar náðum við ekki markmiðum okkar. Við höfum verið í toppbaráttu allt tímabilið en gekk svo hræðilega í síðustu leikjunum. Það voru mikil vonbrigði í síðast leik.“ Hannes segir að honum líði þess fyrir utan vel í Danmörku en slæmt gengi liðsins setjist alltaf á leikmennina líka. Hann hefði sjálfur viljað standa sig betur inni á vellinum. „Þegar lið tapar átta af níu leikjum þá eru allir að gera eitthvað vitlaust. Ef ég horfi á mína frammistöðu finnst mér hún vera aðeins undir pari miðað við það sem ég býst við af sjálfum mér. Ég vil vera markmaður sem bjargar stigum fyrir sín lið en það hefur ekki verið nógu mikið um það upp á síðkastið,“ segir hann. Hannes var að glíma við axlarmeiðsli á síðasta ári en segir að öll sú saga sé nú að baki. Hann segir ánægjulegt að vera kominn aftur í landsliðið og þann félagsskap sem því fylgir. „Eftir vonbrigðin heima er frískandi að kúpla sig út og mæta í góðu stemninguna í landsliðinu. Mig þyrstir mjög í að vinna fótboltaleik og það er það sem ég verð að taka jákvætt úr þessu. Það er langt síðan að mig hefur langað jafn mikið að vinna fótboltaleik og nú. Ég tek það með mér inn í leikinn á föstudag.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira