Faðir Lubitz: Vill hreinsa mannorð sonar síns Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2017 13:15 Fjallið sem Andreas Lubitz flaug á svo 150 manns létu lífið. Vísir/AFP Faðir Andreas Lubitz, sem flaug vísvitandi á fjall í Frakklandi svo 150 létu lífið, segist geta sannað að hann hafi ekki gert það viljandi. Günter Lubitz hefur boðað til blaðamannafundar á föstudaginn, en þá verða tvö ár frá því að flugvélin fórst. Fjölskyldur þeirra sem létu lífið eru sagðar vera reiðar vegna komandi blaðamannafundar Günter Lubitz. Niðurstöður rannsóknar á atvikinu, sem lauk í janúar, eru að Lubitz bar einn ábyrgð á því að fljúga flugvélinni á fjall í frönsku ölpunum. Um var að ræða flug frá Barcelona til Dusseldorf þann 24. mars 2015. Skömmu eftir flugtak fór flugstjóri vélarinnar út úr stjórnklefanum og Lubitz læsti hann úti og hleypti honum ekki aftur inn. Heyra mátti á upptökum að flugstjórinn reyndi að brjóta sér leið inn í stjórnklefann áður en flugvélin brotlenti.Sjá einnig: Minnast látinna ættingja og vina Rannsakendur beindu sjónum sínum að því hvort að einhver af læknunum sem Lubitz leitaði til hefðu brotið gegn lögum með því að tilkynna þunglyndi hans ekki. Komið hefur í ljós að Lubitz leitaði til 41 læknis á mánuðunum fyrir atvikið. Enginn þeirra varaði vinnuveitendur hans, Germanwings, við því að hann ætti við þunglyndi að stríða. Árið 2009 tilkynnti Lubitz sjálfur þunglyndi til Lufthansa og var gert hlé á flugmannaþjálfun hans. Þjálfunin hélt svo áfram eftir að læknar úrskurðuðu hann heilbrigðan. „Fram til þessa, trúa allir því að aðstoðarflugmaður flugvélarinnar hafi verið þunglyndur um langt skeið og hann hafi vísvitandi flogið flugvélinni á fjall. Við erum sannfærð um að það sé rangt,“ sagði Günter Lubitz í tilkynningu samkvæmt frétt Deutsche welle. Lögmaður fjölskyldumeðlima fólks sem dó segir tímasetningu yfirlýsinga Günter Lubitz vera „mjög óþægilega“ og það sé ábyrgðarlaust að grípa til þessara aðgerða sléttum tveimur árum eftir atvikið. „Frá sjónarhóli fórnarlambanna er þetta taktlaust og verður líklega erfitt fyrir mörg þeirra,“ segir Elmar Giemulla. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Faðir Andreas Lubitz, sem flaug vísvitandi á fjall í Frakklandi svo 150 létu lífið, segist geta sannað að hann hafi ekki gert það viljandi. Günter Lubitz hefur boðað til blaðamannafundar á föstudaginn, en þá verða tvö ár frá því að flugvélin fórst. Fjölskyldur þeirra sem létu lífið eru sagðar vera reiðar vegna komandi blaðamannafundar Günter Lubitz. Niðurstöður rannsóknar á atvikinu, sem lauk í janúar, eru að Lubitz bar einn ábyrgð á því að fljúga flugvélinni á fjall í frönsku ölpunum. Um var að ræða flug frá Barcelona til Dusseldorf þann 24. mars 2015. Skömmu eftir flugtak fór flugstjóri vélarinnar út úr stjórnklefanum og Lubitz læsti hann úti og hleypti honum ekki aftur inn. Heyra mátti á upptökum að flugstjórinn reyndi að brjóta sér leið inn í stjórnklefann áður en flugvélin brotlenti.Sjá einnig: Minnast látinna ættingja og vina Rannsakendur beindu sjónum sínum að því hvort að einhver af læknunum sem Lubitz leitaði til hefðu brotið gegn lögum með því að tilkynna þunglyndi hans ekki. Komið hefur í ljós að Lubitz leitaði til 41 læknis á mánuðunum fyrir atvikið. Enginn þeirra varaði vinnuveitendur hans, Germanwings, við því að hann ætti við þunglyndi að stríða. Árið 2009 tilkynnti Lubitz sjálfur þunglyndi til Lufthansa og var gert hlé á flugmannaþjálfun hans. Þjálfunin hélt svo áfram eftir að læknar úrskurðuðu hann heilbrigðan. „Fram til þessa, trúa allir því að aðstoðarflugmaður flugvélarinnar hafi verið þunglyndur um langt skeið og hann hafi vísvitandi flogið flugvélinni á fjall. Við erum sannfærð um að það sé rangt,“ sagði Günter Lubitz í tilkynningu samkvæmt frétt Deutsche welle. Lögmaður fjölskyldumeðlima fólks sem dó segir tímasetningu yfirlýsinga Günter Lubitz vera „mjög óþægilega“ og það sé ábyrgðarlaust að grípa til þessara aðgerða sléttum tveimur árum eftir atvikið. „Frá sjónarhóli fórnarlambanna er þetta taktlaust og verður líklega erfitt fyrir mörg þeirra,“ segir Elmar Giemulla.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent