Iðandi rokkveisla Elín Albertsdóttir skrifar 8. apríl 2017 09:00 Kristján Freyr Halldórsson er rokkstjóri Aldrei fór ég suður. Undirbúningur er á fullu og Kristján lofar flottustu hátíðinni í endurbættri skemmu. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður hefst á skírdag og undirbúningur hefur verið á fullu. Mikill áhugi er á hátíðinni. Kristján Freyr Halldórsson er rokkstjóri hátíðarinnar að þessu sinni. Hann hefur ekki áður gegnt því starfi þótt hann hafi verið viðriðinn hátíðina frá upphafi. Aldrei fór ég suður var fyrst haldin árið 2004 og hefur stækkað og þróast ár frá ári. „Ég hef unnið við skipulagningu og undirbúning frá byrjun og er því ekki ókunnugur starfinu þótt ég hafi núna hlotið þennan virðulega titil,“ segir Kristján sem fór suður í orðsins fyllstu merkingu. Hann er frá Hnífsdal en er núna búsettur í borginni. Kristján var einmitt nýbúinn að skrifa undir kaupsamning að nýrri íbúð í Hlíðunum ásamt konu sinni, Bryndísi Stefánsdóttur, þegar við slógum á þráðinn til hans. „Hlíðarnar eru eins og lítið þorp með kaupmanninn á horninu. Okkur finnst skemmtilegt að upplifa þorpið í borginni. Á meðan á undirbúningi hátíðarinnar stendur bý ég hins vegar hjá mömmu á Ísafirði svo ég er kominn heim,“ segir hann.Okkar þjóðhátíð Undirbúningur er á fleygiferð. „Það er eiginlega lygilega mörg verk að vinna þótt hátíðin sé bara í tvo daga. Meðfram undirbúningi er ég að skrásetja verkin þannig að rokkstjóri næstu ára geti unnið eftir ákveðnu Excel-skjali,“ segir Kristján sem á ekki von á því að halda starfinu áfram á næsta ári. „Okkur finnst alveg tími til að yngja upp,“ segir hann og hlær. „Þetta má ekki líta út eins og miðaldursrokkhátíð,“ gantast hann með en bendir á að gott sé að hafa dreifðan aldur og nýtt blóð. „Það er samt alltaf gaman hjá okkur. Við erum tuttugu manna hópur úr öllum áttum sem komum að undirbúningi hátíðarinnar. Allt samfélagið hér fyrir vestan kemur auk þess að þessum viðburði á einn eða annan hátt. Við viljum virkja fólk á Vestfjörðum og búa til stemningu um páskana. Þetta er okkar þjóðhátíð.“Aukning á hverju ári Kristján segir að gestum sé alltaf að fjölga. „Í fyrra komu hingað um 3.500 manns samkvæmt tölum sem við höfum fengið frá Flugfélagi Íslands og Vegagerðinni. Það er alveg magnað. Menningin blómstrar á Ísafirði ekkert síður en í Reykjavík. Okkur hefur tekist ótrúlega vel að fá tónlistarmenn. Við viljum hafa blandaða tónlist og hún verður fjölbreytt núna. Ég get nefnt Emmsjé Gauta, KK-band, Valdimar, Ham, Mugison, Hildi, Rythmatik og Lúðrasveit Ísafjarðar. Svo koma tvær ungar hljómsveitir frá Suðureyri auk annarra. Þetta verður góð flóra. Mér þykir gaman hversu margar stelpur eru í popp- og rokktónlist.“ Kristján vann lengi hjá Máli og menningu á Laugaveginum en starfar nú á auglýsingastofunni Árnasynir. Hann segist vera með stanslausan kvíðahnút yfir að gleyma einhverju fyrir hátíðina. „Þetta gengur samt eins og vel smurð vél með góðri samvinnu. Ég hef mjög gaman af því að fást við þetta verkefni og það er mikil tilhlökkun í loftinu. Við höfum bætt aðstöðuna í skemmunni og höfum útbúið aðgengi fyrir fatlaða. Þá er búið að endurgera veitingasöluna. Við hlökkum mikið til að bjóða gestum til okkar. Þetta er fjórtánda hátíðin og hún hefur aldrei verið flottari.“ Aldrei fór ég suður Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður hefst á skírdag og undirbúningur hefur verið á fullu. Mikill áhugi er á hátíðinni. Kristján Freyr Halldórsson er rokkstjóri hátíðarinnar að þessu sinni. Hann hefur ekki áður gegnt því starfi þótt hann hafi verið viðriðinn hátíðina frá upphafi. Aldrei fór ég suður var fyrst haldin árið 2004 og hefur stækkað og þróast ár frá ári. „Ég hef unnið við skipulagningu og undirbúning frá byrjun og er því ekki ókunnugur starfinu þótt ég hafi núna hlotið þennan virðulega titil,“ segir Kristján sem fór suður í orðsins fyllstu merkingu. Hann er frá Hnífsdal en er núna búsettur í borginni. Kristján var einmitt nýbúinn að skrifa undir kaupsamning að nýrri íbúð í Hlíðunum ásamt konu sinni, Bryndísi Stefánsdóttur, þegar við slógum á þráðinn til hans. „Hlíðarnar eru eins og lítið þorp með kaupmanninn á horninu. Okkur finnst skemmtilegt að upplifa þorpið í borginni. Á meðan á undirbúningi hátíðarinnar stendur bý ég hins vegar hjá mömmu á Ísafirði svo ég er kominn heim,“ segir hann.Okkar þjóðhátíð Undirbúningur er á fleygiferð. „Það er eiginlega lygilega mörg verk að vinna þótt hátíðin sé bara í tvo daga. Meðfram undirbúningi er ég að skrásetja verkin þannig að rokkstjóri næstu ára geti unnið eftir ákveðnu Excel-skjali,“ segir Kristján sem á ekki von á því að halda starfinu áfram á næsta ári. „Okkur finnst alveg tími til að yngja upp,“ segir hann og hlær. „Þetta má ekki líta út eins og miðaldursrokkhátíð,“ gantast hann með en bendir á að gott sé að hafa dreifðan aldur og nýtt blóð. „Það er samt alltaf gaman hjá okkur. Við erum tuttugu manna hópur úr öllum áttum sem komum að undirbúningi hátíðarinnar. Allt samfélagið hér fyrir vestan kemur auk þess að þessum viðburði á einn eða annan hátt. Við viljum virkja fólk á Vestfjörðum og búa til stemningu um páskana. Þetta er okkar þjóðhátíð.“Aukning á hverju ári Kristján segir að gestum sé alltaf að fjölga. „Í fyrra komu hingað um 3.500 manns samkvæmt tölum sem við höfum fengið frá Flugfélagi Íslands og Vegagerðinni. Það er alveg magnað. Menningin blómstrar á Ísafirði ekkert síður en í Reykjavík. Okkur hefur tekist ótrúlega vel að fá tónlistarmenn. Við viljum hafa blandaða tónlist og hún verður fjölbreytt núna. Ég get nefnt Emmsjé Gauta, KK-band, Valdimar, Ham, Mugison, Hildi, Rythmatik og Lúðrasveit Ísafjarðar. Svo koma tvær ungar hljómsveitir frá Suðureyri auk annarra. Þetta verður góð flóra. Mér þykir gaman hversu margar stelpur eru í popp- og rokktónlist.“ Kristján vann lengi hjá Máli og menningu á Laugaveginum en starfar nú á auglýsingastofunni Árnasynir. Hann segist vera með stanslausan kvíðahnút yfir að gleyma einhverju fyrir hátíðina. „Þetta gengur samt eins og vel smurð vél með góðri samvinnu. Ég hef mjög gaman af því að fást við þetta verkefni og það er mikil tilhlökkun í loftinu. Við höfum bætt aðstöðuna í skemmunni og höfum útbúið aðgengi fyrir fatlaða. Þá er búið að endurgera veitingasöluna. Við hlökkum mikið til að bjóða gestum til okkar. Þetta er fjórtánda hátíðin og hún hefur aldrei verið flottari.“
Aldrei fór ég suður Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira