

Nístandi naumhyggja
Tillagan á rætur sínar að rekja til ferðar undirritaðs á fund kvennanefndar SÞ í New York. Þar kynnti Alþjóðaþingmannasambandið umrædda vísa, en þjóðþing víða um heim hafa tekið þá upp. Tilgangur þeirra er að meta raunverulegt kynjajafnrétti innan þinganna, ekki bara að telja hve margar konur sitji þar og hve margir karlar. Það á sem sagt að meta áhrifin.
Þá mundi kynjavaktin einnig meta þær aðgerðaáætlanir, stefnur og samþykktir sem Alþingi hefur gert í jafnréttismálum, hvort þeim hafi verið fylgt eftir. Fjölmargar slíkar samþykktir hafa verið gerðar en því miður hefur skort á eftirfylgni með þeim.
Snærós fjallar um þessar tillögur af þeirri kerskni sem umræddum dálki hæfir. Hún segir að hér sé á ferð tillaga sem „vafalítið mun skila áhugaverðum niðurstöðum sem þorri almennings mun ekki skeyta neinu um.“ Það er miður að Snærós hafi ekki meiri trú á áhuga almennings um jafnrétti, en vel má vera að hún hafi rétt fyrir sér hvað það varðar. Það setur aukna ábyrgð á hendur okkar sem um þau mál fjöllum að reyna að vekja þann áhuga, enda mikilvæg mál.
Þá virðist Snærós telja tillöguna gæluverkefni þingmanna, mín þá væntanlega, sem kosta þurfi fjármunum til, en slíkt sé „ekki það fyrsta sem þeir sem eru að reyna að knýja fram jafnrétti dettur í hug,“ eins og hún orðar það. Ekki veit ég hvort hún telur mig til þess hóps sem er að reyna að knýja fram jafnrétti og kannski er það lauk-, kór- og hárrétt hjá henni að þetta er ekki það fyrsta sem mér, og öðrum, dettur í hug í þeim efnum. En þetta var þó það fyrsta sem mér datt í hug, eftir setu á fundi kvennanefndar SÞ, að ég gæti sem óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu lagt af mörkum. Og þær konur sem ég leitaði ráða hjá, sem starfa í geiranum og hafa margar gert áratugum saman, lýstu yfir ánægju sinni og fögnuðu framtakinu.
Hvað kostnaðinn varðar, þá verður hann nú trauðla mikill. Hér er lagt til að þingmenn setjist í nefnd um málið og haft verði samráð við jafnréttisnefnd skrifstofu Alþingis. Þetta verði því einfaldlega hluti af starfi þingmanna og starfsmanna þingsins. Sannast sagna kem ég ekki auga á neinn kostnað, en kannski veit Snærós betur?
Snærós lýkur svo máli sínu með eftirfarandi orðum: „Má ég þá frekar biðja um jöfn laun.“ Þessi orð finnst mér lýsa nístandi naumhyggju. Að smætta jafn víðfeðmt mál og kynjajafnrétti niður í það að annað hvort verði komið á fót kynjavakt Alþingis eða jöfnum launum finnst mér furðuleg niðurstaða.
Að mínu viti þarf nefnilega ótal aðgerðir á fjölmörgum vígstöðvum. Við þurfum að meta raunveruleg áhrif kynjanna, aðkomu að ákvörðunum, eftirfylgni með samþykktum, við þurfum að auka menntun í kynja- og jafnréttisfræðum á öllum skólastigum, við þurfum að mennta kennarana okkar í að kenna þau fræði, við þurfum að tryggja að hvergi halli á konur og þetta er engan veginn tæmandi listi. Og við þurfum að tryggja að greidd séu jöfn laun, óháð kyni.
Það er því ekkert annað hvort eða í þessum efnum. Tillagan um kynjavakt er tilraun til að tryggja að innan þess mengis sem Alþingi er ríki fullt jafnrétti á öllum sviðum – auk þess er lýtur að eftirfylgni með samþykktum. Sjálfur held ég að gott væri að gera slíka úttekt sem víðast; á Alþingi, í sveitarstjórnum og jafnvel á stórum vinnustöðum eins og útgefendum Fréttablaðsins og Vísis.
Skoðun

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar