Enn skal á það reyna Gunnlaugur Stefánsson skrifar 6. apríl 2017 07:00 Nú gera áætlanir laxeldisiðjunnar ráð fyrir allt að 200 þúsund tonna ársframleiðslu með laxeldi í opnum kvíum við íslenskar strendur og þar af 90 þúsund tonnum á Austfjörðum. Útlendingar standa að útrásinni og hvergi í stjórnkerfinu er spurt um uppruna framkvæmdafjárins. Það virðist mikill munur á því hvort fjárfest er í bönkum eða sjó á Íslandi. Og allt fæst þetta nánast ókeypis á sama tíma og íslenskur sjávarútvegur greiðir veiðigjöld og strangar takmarkanir eru í gildi á eignarheimildum útlendinga í útveginum. Reynslan af laxeldisiðjunni í nágrannalöndum er svo slæm, að víðast er hætt að gefa út ný leyfi fyrir opnu sjókvíaeldi. Það staðfesti t.d. hæstiréttur land-og umhverfisverndar í Svíþjóð í nýlegum dómum. En hér á landi virðist flest leyfilegt. Engin ný tækni hefur komið fram í opnu sjókvíaeldi með kynbættan norskan laxfisk sem kemur í veg fyrir umhverfistjón. Fiskur sleppur í umtalsverðum mæli og blandast villtum stofnum, sjúkdómar og lús grassera í mergðinni í kvíunum með óhjákvæmilegri lyfjanotkun, og mengun vegna úrgangs er hrikaleg. Þetta blasir við af reynslunni í nágrannalöndum. Umræðan erlendis um skaðann af eldinu er nú að þyngjast og líklegt að eldisfiskur muni eiga undir högg að sækja á matvælamörkuðum í framtíðinni. Ísland á hér mikilla hagsmuna að gæta, enda þekkt af því að bjóða ferskar afurðir úr náttúrlegu og vistvænu umhverfi. Sama ímynd vegur þungt fyrir ferðaþjónustuna og verið styrkur Íslendinga í alþjóðasamstarfi um umhverfismál. Vegið er að þessum hagsmunum vegna leiftursóknar útlendinga með risalaxeldi í íslenskum sjó af því að lokað hefur verið á frekari útþenslu þeirra í nágrannalöndunum. Svo þegar tjónið blasir við hér á landi, þá liggur ekkert fyrir um það hverjir bera ábyrgðina og hvernig bæta eigi fyrir skaðann. Við erum þegar farin að kynnast því í ítrekuðum slysasleppingum fiska úr eldiskvíum. Allar þessar staðreyndir liggja fyrir. Íslendingar hafa sára reynslu af því að láta skammtímagróða glepja sýn og fá hrunið í bakið. Enn skal á það reyna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nú gera áætlanir laxeldisiðjunnar ráð fyrir allt að 200 þúsund tonna ársframleiðslu með laxeldi í opnum kvíum við íslenskar strendur og þar af 90 þúsund tonnum á Austfjörðum. Útlendingar standa að útrásinni og hvergi í stjórnkerfinu er spurt um uppruna framkvæmdafjárins. Það virðist mikill munur á því hvort fjárfest er í bönkum eða sjó á Íslandi. Og allt fæst þetta nánast ókeypis á sama tíma og íslenskur sjávarútvegur greiðir veiðigjöld og strangar takmarkanir eru í gildi á eignarheimildum útlendinga í útveginum. Reynslan af laxeldisiðjunni í nágrannalöndum er svo slæm, að víðast er hætt að gefa út ný leyfi fyrir opnu sjókvíaeldi. Það staðfesti t.d. hæstiréttur land-og umhverfisverndar í Svíþjóð í nýlegum dómum. En hér á landi virðist flest leyfilegt. Engin ný tækni hefur komið fram í opnu sjókvíaeldi með kynbættan norskan laxfisk sem kemur í veg fyrir umhverfistjón. Fiskur sleppur í umtalsverðum mæli og blandast villtum stofnum, sjúkdómar og lús grassera í mergðinni í kvíunum með óhjákvæmilegri lyfjanotkun, og mengun vegna úrgangs er hrikaleg. Þetta blasir við af reynslunni í nágrannalöndum. Umræðan erlendis um skaðann af eldinu er nú að þyngjast og líklegt að eldisfiskur muni eiga undir högg að sækja á matvælamörkuðum í framtíðinni. Ísland á hér mikilla hagsmuna að gæta, enda þekkt af því að bjóða ferskar afurðir úr náttúrlegu og vistvænu umhverfi. Sama ímynd vegur þungt fyrir ferðaþjónustuna og verið styrkur Íslendinga í alþjóðasamstarfi um umhverfismál. Vegið er að þessum hagsmunum vegna leiftursóknar útlendinga með risalaxeldi í íslenskum sjó af því að lokað hefur verið á frekari útþenslu þeirra í nágrannalöndunum. Svo þegar tjónið blasir við hér á landi, þá liggur ekkert fyrir um það hverjir bera ábyrgðina og hvernig bæta eigi fyrir skaðann. Við erum þegar farin að kynnast því í ítrekuðum slysasleppingum fiska úr eldiskvíum. Allar þessar staðreyndir liggja fyrir. Íslendingar hafa sára reynslu af því að láta skammtímagróða glepja sýn og fá hrunið í bakið. Enn skal á það reyna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun