Hafa borgaryfirvöld sagt sitt síðasta orð um Iðnó? Ögmundur Jónasson skrifar 6. apríl 2017 07:00 Iðnó í Reykjavík hefur í eitt hundrað og tuttugu ár verið menningarhús Reykvíkinga, verkalýðshús, leikhús, listasmiðja leikhúsfólks, samkomuhús fyrir aðskiljanlega viðburði, ráðstefnustaður, fundarstaður, veitingastaður, veislustaður, erfidrykkjustaður, fermingarveislustaður, allt þetta, og alltaf opið okkur öllum. Ég hef reynslu af Iðnó svo lengi sem ég man eftir mér, fyrst náttúrlega sem leikhúsgestur og hin síðari ár sem þátttakandi í viðburðum innan veggja Iðnó. Í Hruninu voru oft líflegir umræðufundir í Iðnó. Ég hef reynslu af því að skipuleggja fundi þar sem ráðherra, þingmaður og sem einstaklingur á eigin vegum án þess að tilheyra tilteknum hópi. Og í stuttu máli þá er reynsla mín af Iðnó góð. Þess vegna sperrti ég eyrun þegar ég frétti að til stæði að borgin segði upp samningi við núverandi rekstraraðila og leitaði á ný mið. Ég varð mér úti um tilboð þeirra sem vilja taka að sér reksturinn. Mér skilst að Reykjavíkurborg sækist eftir hærri leigutekjum og fengi þær ef tilboði yrði tekið. En hvað kynni að glatast með því? Hefur þeirri spurningu verið svarað? Hækkar þá leiga til þeirra sem, iðulega af vanefnum, efna til funda eða nýta sér húsið, hópa leiklistarfólks til dæmis, mannréttindahópa eða þeirra sem boða til almennra umræðufunda? Eða er ætlunin að annars konar starfsemi fari fram í húsinu en hingað til? Ef svo er, þá á sú umræða að fara fram opinberlega því hún er í eðli sínu pólitísk, fjallar um tilgang og markmið. Greinargerð þeirra sem vilja taka að sér reksturinn á Iðnó er sérkennileg lesning, eins konar auglýsingabæklingur þar sem mikið er gert úr fagmannlegum nefndum og ráðum en án þess að maður verði nokkru nær um hvað raunverulega kæmi til með að breytast, annað en meint fagmennska sem samkvæmt mínum gæðastuðli hefur verið til fyrirmyndar í Iðnó – að ónefndri lipurð og ljúfmennsku. Eitt er nokkuð ljóst. Einfaldara verður það ekki fyrir okkur sem höfum staðið fyrir fundum í Iðnó að þurfa að skríða í gegnum nálarauga innlendra og erlendra fagmanna sem dæmi um það hvort við séum húsum hæf: „Utanaðkomandi hópar eða samtök geta sótt um að halda viðburði í gegn um ákveðið umsóknarferli. Óháð valnefnd mun meta umsóknir og gera tillögur um úthlutun á þriggja mánaða fresti. Umsóknir verða metnar á grundvelli gæða, fjölbreytileika, gildi og hvort þær hæfi húsnæðinu. Um opna viðburði munum við eiga náið samstarf við innlenda og alþjóðlega aðila.“ Þessi texti úr tilboðinu segir sína sögu. En hafa borgaryfirvöld sagt sitt síðasta orð, telja þau sig ekki þurfa að skýra betur út fyrir okkur kjósendum hvað fyrir þeim vakir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. 15. mars 2017 13:02 Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08 Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Iðnó í Reykjavík hefur í eitt hundrað og tuttugu ár verið menningarhús Reykvíkinga, verkalýðshús, leikhús, listasmiðja leikhúsfólks, samkomuhús fyrir aðskiljanlega viðburði, ráðstefnustaður, fundarstaður, veitingastaður, veislustaður, erfidrykkjustaður, fermingarveislustaður, allt þetta, og alltaf opið okkur öllum. Ég hef reynslu af Iðnó svo lengi sem ég man eftir mér, fyrst náttúrlega sem leikhúsgestur og hin síðari ár sem þátttakandi í viðburðum innan veggja Iðnó. Í Hruninu voru oft líflegir umræðufundir í Iðnó. Ég hef reynslu af því að skipuleggja fundi þar sem ráðherra, þingmaður og sem einstaklingur á eigin vegum án þess að tilheyra tilteknum hópi. Og í stuttu máli þá er reynsla mín af Iðnó góð. Þess vegna sperrti ég eyrun þegar ég frétti að til stæði að borgin segði upp samningi við núverandi rekstraraðila og leitaði á ný mið. Ég varð mér úti um tilboð þeirra sem vilja taka að sér reksturinn. Mér skilst að Reykjavíkurborg sækist eftir hærri leigutekjum og fengi þær ef tilboði yrði tekið. En hvað kynni að glatast með því? Hefur þeirri spurningu verið svarað? Hækkar þá leiga til þeirra sem, iðulega af vanefnum, efna til funda eða nýta sér húsið, hópa leiklistarfólks til dæmis, mannréttindahópa eða þeirra sem boða til almennra umræðufunda? Eða er ætlunin að annars konar starfsemi fari fram í húsinu en hingað til? Ef svo er, þá á sú umræða að fara fram opinberlega því hún er í eðli sínu pólitísk, fjallar um tilgang og markmið. Greinargerð þeirra sem vilja taka að sér reksturinn á Iðnó er sérkennileg lesning, eins konar auglýsingabæklingur þar sem mikið er gert úr fagmannlegum nefndum og ráðum en án þess að maður verði nokkru nær um hvað raunverulega kæmi til með að breytast, annað en meint fagmennska sem samkvæmt mínum gæðastuðli hefur verið til fyrirmyndar í Iðnó – að ónefndri lipurð og ljúfmennsku. Eitt er nokkuð ljóst. Einfaldara verður það ekki fyrir okkur sem höfum staðið fyrir fundum í Iðnó að þurfa að skríða í gegnum nálarauga innlendra og erlendra fagmanna sem dæmi um það hvort við séum húsum hæf: „Utanaðkomandi hópar eða samtök geta sótt um að halda viðburði í gegn um ákveðið umsóknarferli. Óháð valnefnd mun meta umsóknir og gera tillögur um úthlutun á þriggja mánaða fresti. Umsóknir verða metnar á grundvelli gæða, fjölbreytileika, gildi og hvort þær hæfi húsnæðinu. Um opna viðburði munum við eiga náið samstarf við innlenda og alþjóðlega aðila.“ Þessi texti úr tilboðinu segir sína sögu. En hafa borgaryfirvöld sagt sitt síðasta orð, telja þau sig ekki þurfa að skýra betur út fyrir okkur kjósendum hvað fyrir þeim vakir?
Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. 15. mars 2017 13:02
Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun