Þjálfarinn handtekinn eftir 12-0 tap á móti Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2017 13:30 Barcelona er ekki grunað um neitt saknæmt en varalið félagsins spilaði umræddan leik. Vísir/Getty Ítalski þjálfarinn Filippo di Pierro var handtekinn eftir að lið hans tapaði 12-0 á móti b-liði Barcelona um helgina. Filippo di Pierro stýrir liði Eldense sem féll úr spænsku C-deildinni eftir tapaði á móri varaliði Börsunga. Ástæður handtökunnar voru grunur um að Filippo di Pierro hafi hagrætt úrslitum í leiknum. Leikmenn Barcelona-liðsins liggja ekki undir grun. BBC segir frá. Di Pierro tók við liði Eldense í janúar en það var ítalskt fjárfestingarfélag sem réði hann og umrætt félag hefur síðan náð meiri völdum innan klúbbsins. 12-0 tapið á móti Barcelona var metjöfnun á stærsta sigri liðs í spænsku C-deildinni. Daginn eftir tilkynnti félagið að það ætlaði ekki að spila fleiri leiki á tímabilinu en hefur síðan dregið þá yfirlýsingu til baka og ætlar nú að klára tímabilið. Emmanuel Mendy, varnarmaður Eldense, hefur talað opinberlega um aðferðir ítalska þjálfarans en það gerði hann í útvarpsviðtali. Mendy sagði frá því að aðstoðarþjálfarinn Fran Ruiz hafi komið til hans. „Hann spurði mig hvort ég væri með í þessu og hvað ég vildi fá mikið. Jafnframt sagði hann mér að ég myndi ekki spila leikinn nema ef ég væri með í þessu,“ sagði Emmanuel Mendy. Aðstoðarþjálfarinn Fran Ruiz hefur sagt að skipanir til hans hafi komið að ofan. „Þetta kom frá þjálfaranum. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég var á milli steins og sleggju. Ég sagði ekki eitt einasta orð á bekknum, gerði engar skiptingar og sendi engan að hita upp. Ég sagði síðan starfi mínu lausu eftir leikinn,“ sagði Fran Ruiz. Spænski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Ítalski þjálfarinn Filippo di Pierro var handtekinn eftir að lið hans tapaði 12-0 á móti b-liði Barcelona um helgina. Filippo di Pierro stýrir liði Eldense sem féll úr spænsku C-deildinni eftir tapaði á móri varaliði Börsunga. Ástæður handtökunnar voru grunur um að Filippo di Pierro hafi hagrætt úrslitum í leiknum. Leikmenn Barcelona-liðsins liggja ekki undir grun. BBC segir frá. Di Pierro tók við liði Eldense í janúar en það var ítalskt fjárfestingarfélag sem réði hann og umrætt félag hefur síðan náð meiri völdum innan klúbbsins. 12-0 tapið á móti Barcelona var metjöfnun á stærsta sigri liðs í spænsku C-deildinni. Daginn eftir tilkynnti félagið að það ætlaði ekki að spila fleiri leiki á tímabilinu en hefur síðan dregið þá yfirlýsingu til baka og ætlar nú að klára tímabilið. Emmanuel Mendy, varnarmaður Eldense, hefur talað opinberlega um aðferðir ítalska þjálfarans en það gerði hann í útvarpsviðtali. Mendy sagði frá því að aðstoðarþjálfarinn Fran Ruiz hafi komið til hans. „Hann spurði mig hvort ég væri með í þessu og hvað ég vildi fá mikið. Jafnframt sagði hann mér að ég myndi ekki spila leikinn nema ef ég væri með í þessu,“ sagði Emmanuel Mendy. Aðstoðarþjálfarinn Fran Ruiz hefur sagt að skipanir til hans hafi komið að ofan. „Þetta kom frá þjálfaranum. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég var á milli steins og sleggju. Ég sagði ekki eitt einasta orð á bekknum, gerði engar skiptingar og sendi engan að hita upp. Ég sagði síðan starfi mínu lausu eftir leikinn,“ sagði Fran Ruiz.
Spænski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira