Hagræddu úrslitum í leik á móti Börsungum Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2017 16:00 Mynd tengist efni fréttar ekki beint. vísir/getty Cheikh Saad, framherji spænska C-deildarliðsins Eldense fullyrðir að nokkrir samherjar hans eru sekir um að hagræða úrslitum í 12-0 tapi liðsins á móti B-liði Barcelona um helgina. Með þessu risastóra tapi féll Eldense endanlega úr C-deildinni niður í D-deildina en liðið er aðeins búið að innbyrða fjórtán stig í 32 leikjum og getur ekki haldið sér uppi nú þegar sex umferðir eru eftir. Eftir tapið var félagið fljótt að slíta tengsl við ítalskt fjárfestingafyrirtæki sem byrjaði að styrkja Eldense fyrr á þessari leiktíð. „Ég veit hverjir eru sekir en ég get ekki sagt frá því á þessari stundu,“ segir Cheikh Saad í viðtali við RAC-1. Hann segir að einn liðsfélagi hans var látinn vita af svindlinu fyrir leik en sjálfur áttaði hann sig ekki á því hvað var að gerast fyrr en ruglið hófst. Hann byrjaði á varamannabekknum.„Það datt engum í hug að biðja mig um að taka þátt því þeir vissu hvert svarið yrði. Ég hefði hætt í liðinu. Hálftíma fyrir leik átti ég að vera í byrjunariðinu en svo var ég allt í einu kominn á bekkinn. Eftir leikinn var mér sagt í rútunni að þrír leikmenn hefðu gefið leikinn.“ „Ég fór úr rútunni og aftur inn í klefa. Þar voru menn að rífast og ekki munaði miklu að menn létu höggin tala. Það var meira að segja einn leiðtogi sem sagði hinum hvað þeir áttu að gera. Ég vil samt ítreka að Barcelona B kom ekki að þessu.“ Eldense hefur hætt allri íþróttaiðkun á meðan málið er rannsakað en stjórnarformaðurinn David Aguilar segir að ýmislegt skrítið hefur verið í gangi í nokkurn tíma. „Þetta er ekki bara út af þessum laugardegi. Þetta er bara dropinn sem fyllti mælinn. Við erum að reyna að finna út úr þessu en við getum ekki sakað neinn um neitt fyrr en við höfum sannnanir. Það hafa samt skrítnir hlutir verið í gangi,“ segir David Aguilar. Spænski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Cheikh Saad, framherji spænska C-deildarliðsins Eldense fullyrðir að nokkrir samherjar hans eru sekir um að hagræða úrslitum í 12-0 tapi liðsins á móti B-liði Barcelona um helgina. Með þessu risastóra tapi féll Eldense endanlega úr C-deildinni niður í D-deildina en liðið er aðeins búið að innbyrða fjórtán stig í 32 leikjum og getur ekki haldið sér uppi nú þegar sex umferðir eru eftir. Eftir tapið var félagið fljótt að slíta tengsl við ítalskt fjárfestingafyrirtæki sem byrjaði að styrkja Eldense fyrr á þessari leiktíð. „Ég veit hverjir eru sekir en ég get ekki sagt frá því á þessari stundu,“ segir Cheikh Saad í viðtali við RAC-1. Hann segir að einn liðsfélagi hans var látinn vita af svindlinu fyrir leik en sjálfur áttaði hann sig ekki á því hvað var að gerast fyrr en ruglið hófst. Hann byrjaði á varamannabekknum.„Það datt engum í hug að biðja mig um að taka þátt því þeir vissu hvert svarið yrði. Ég hefði hætt í liðinu. Hálftíma fyrir leik átti ég að vera í byrjunariðinu en svo var ég allt í einu kominn á bekkinn. Eftir leikinn var mér sagt í rútunni að þrír leikmenn hefðu gefið leikinn.“ „Ég fór úr rútunni og aftur inn í klefa. Þar voru menn að rífast og ekki munaði miklu að menn létu höggin tala. Það var meira að segja einn leiðtogi sem sagði hinum hvað þeir áttu að gera. Ég vil samt ítreka að Barcelona B kom ekki að þessu.“ Eldense hefur hætt allri íþróttaiðkun á meðan málið er rannsakað en stjórnarformaðurinn David Aguilar segir að ýmislegt skrítið hefur verið í gangi í nokkurn tíma. „Þetta er ekki bara út af þessum laugardegi. Þetta er bara dropinn sem fyllti mælinn. Við erum að reyna að finna út úr þessu en við getum ekki sakað neinn um neitt fyrr en við höfum sannnanir. Það hafa samt skrítnir hlutir verið í gangi,“ segir David Aguilar.
Spænski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira