Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, úr UÍA og Marín Laufey Davíðsdóttir úr HSK vörðu bæði beltin sín á Íslandsglímunni um helgina í Iðu á Selfossi.
Ásmundur sigraði Pétur Þóri Gunnarsson, Mývetning í síðustu glímunni og tryggði sér Grettisbeltið annað árið í röð.
Marín sigraði allar sínar glímur af miklu öryggi. Jana Lind Ellertsdóttir varð í 2. sæti. Þetta er í fimmta sinn sem Marín Laufey sigrar keppnina um Freyjumenið en metið á Svana Hrönn Jóhannsdóttir sem vann það sex sinnum á sínum tíma.
Svo skemmtilega vill til að þau Marín Laufey og Ásmundur Hálfdán eru kærustupar og bæði beltin verða því í góðu sambandi næsta árið.
Lokastaðan í Íslandsglímunni 2017:
Karlar:
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, UÍA
Pétur Þórir Gunnarsson, Mývetningi
Einar Eyþórsso, Mývetningi
Konur:
Marín Laufey Davíðsdóttir, HSK
Jana Lind Ellertsdóttir, HSK
Eva Dögg Jóhannsdóttir, UÍA
Kærstuparið hélt báðum beltunum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn

Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn




Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth
Enski boltinn