Sverrir Þór: Hún á að vera svona góð Anton Ingi Leifsson í Borgarnesi skrifar 2. apríl 2017 21:47 Sverrir Þór Sverrisson faðmar Ariana Moorer eftir bikarúrslitaleikinn. Vísir/Andri Marinó Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með sínar stelpur sem mættu í Fjósið í kvöld, unnu sannfærandi fimmtán stiga sigur á Skallagrími og jöfnuðu metin í undanúrslitaeinvígi liðanna í 1-1. „Baráttan var til fyrirmyndar. Við fráköstuðum vel og við vorum virkilega flottar í sókninni. Við vorum að taka af skarið og skila góðum körfum,” sagði ánægður Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, í samtali við íþróttadeild 365 í leikslok. „Þetta var flott, en nú er staðan bara 1-1 og þetta er úrslitakeppnin. Nú þurfum við að fara huga að næsta leik og gera okkur klárar í hann. Við þurfum að gera allt upp á nýtt þá,” en Sverrir var sammála blaðamanni að um liðssigur hafi verið að ræða í kvöld: „Ég var virkilega mjög ánægður með þær sem komu við sögu hérna í kvöld, en þetta verður barningur. Við erum að mæta hörkuliði Skallagríms og þetta er bara rétt að byrja.” Ariana Moorer skoraði einungis átta stig í fyrsta leiknum, en í kvöld steig hún heldur betur upp og átti frábæran leik. Moorer endaði með þrennu, skoraði 18 stig, tók 18 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. „Hún á að vera svona góð, en hún á ekki að gera allt. Hún á að stjórna sókninni, taka af skarið og halda hinum leikmönnunum opnum. Hún er virkilega góður leikmaður,” sagði Sverrir sem hélt áfram að hrósa Moorer sem hitti aðeins úr 1 af 11 skotum sínum í fyrsta leik einvígisins. „Hún var ekki þannig í síðasta leik, en það geta allar átt slæman dag. Hún var virkilega góð í kvöld og við þurfum á henni að halda í þessum gír,” sagði Sverrir sem er ánægður að þurfa koma aftur í Borgarnes. „Það er gaman að spila í Borgarnesi. Það er stemning hérna og það er hörkuáhorfendur hér eins og í Keflavík. Þær eru með hörkulið og þetta er bara gaman. Við eigum pottþétt eftir að mætast tvisvar,” sagði Sverrir að lokum. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 59-74 | Keflavík jafnaði eftir frábæran sigur í Fjósinu Bikarmeistarar Keflavíkur eru búnar að jafna metin á móti Skallagrími í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta eftir frábæran fimmtán stiga sigur í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld, 74-59. 2. apríl 2017 21:30 Mest lesið „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með sínar stelpur sem mættu í Fjósið í kvöld, unnu sannfærandi fimmtán stiga sigur á Skallagrími og jöfnuðu metin í undanúrslitaeinvígi liðanna í 1-1. „Baráttan var til fyrirmyndar. Við fráköstuðum vel og við vorum virkilega flottar í sókninni. Við vorum að taka af skarið og skila góðum körfum,” sagði ánægður Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, í samtali við íþróttadeild 365 í leikslok. „Þetta var flott, en nú er staðan bara 1-1 og þetta er úrslitakeppnin. Nú þurfum við að fara huga að næsta leik og gera okkur klárar í hann. Við þurfum að gera allt upp á nýtt þá,” en Sverrir var sammála blaðamanni að um liðssigur hafi verið að ræða í kvöld: „Ég var virkilega mjög ánægður með þær sem komu við sögu hérna í kvöld, en þetta verður barningur. Við erum að mæta hörkuliði Skallagríms og þetta er bara rétt að byrja.” Ariana Moorer skoraði einungis átta stig í fyrsta leiknum, en í kvöld steig hún heldur betur upp og átti frábæran leik. Moorer endaði með þrennu, skoraði 18 stig, tók 18 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. „Hún á að vera svona góð, en hún á ekki að gera allt. Hún á að stjórna sókninni, taka af skarið og halda hinum leikmönnunum opnum. Hún er virkilega góður leikmaður,” sagði Sverrir sem hélt áfram að hrósa Moorer sem hitti aðeins úr 1 af 11 skotum sínum í fyrsta leik einvígisins. „Hún var ekki þannig í síðasta leik, en það geta allar átt slæman dag. Hún var virkilega góð í kvöld og við þurfum á henni að halda í þessum gír,” sagði Sverrir sem er ánægður að þurfa koma aftur í Borgarnes. „Það er gaman að spila í Borgarnesi. Það er stemning hérna og það er hörkuáhorfendur hér eins og í Keflavík. Þær eru með hörkulið og þetta er bara gaman. Við eigum pottþétt eftir að mætast tvisvar,” sagði Sverrir að lokum.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 59-74 | Keflavík jafnaði eftir frábæran sigur í Fjósinu Bikarmeistarar Keflavíkur eru búnar að jafna metin á móti Skallagrími í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta eftir frábæran fimmtán stiga sigur í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld, 74-59. 2. apríl 2017 21:30 Mest lesið „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 59-74 | Keflavík jafnaði eftir frábæran sigur í Fjósinu Bikarmeistarar Keflavíkur eru búnar að jafna metin á móti Skallagrími í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta eftir frábæran fimmtán stiga sigur í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld, 74-59. 2. apríl 2017 21:30