Sigurður er kannski þekktastur fyrir að vera faðir Gylfa Þórs Sigurðssonar, atvinnu- og landsliðsmanns í fótbolta og Íþróttamanns ársins 2016.
Þetta er í þriðja sinn sem Sigurður verður Reykjavíkurmeistari í einmenningi. Sigurður fékk einnig verðlaun fyrir fæstar pílur (13).
Hér að neðan má sjá myndband af því þegar Sigurður tryggði sér sigurinn í kvöld. Fagnarlætin voru heldur ekki af verri endanum eins og sjá má.
Gylfi verður svo á ferðinni í hádeginu á morgun þegar Swansea City tekur á móti Middlesbrough í mikilvægum leik í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar.
SIGGI ALLA að tryggja sigurinn. Reykjavíkurmeistari 2017 pic.twitter.com/c76XKrwCid
— Guðni Þ. Guðjónsson (@TheDuke180) April 1, 2017