Hverjir styðja samdrátt til þróunarmála? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 18. apríl 2017 07:00 Í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar til næstu 5 ára, kemur fram að Ísland ætlar að draga mun meira úr framlögum til þróunarmála en síðasta ríkisstjórn ákvað. Einnig stendur til að fækka samstarfslöndum í Afríku. Verði áætlunin samþykkt mun Ísland greiða helmingi minna til þróunarmála en ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar ætlaði sér að ná við mun verri efnahagsaðstæður en nú. Með þessari skammarlegu ákvörðun nú í boði utanríkisráðherrans Guðlaugs Þórs Þórðarsonar er verið að hunsa þingsályktun sem samþykkt var vorið 2013 af öllum viðstöddum þingmönnum, nema Vigdísi Hauksdóttur. Sú ályktun kvað á um að framlög Íslands til þróunarmála myndu hækka úr þáverandi 0,26% af vergum þjóðartekjum upp í 0,42% árið 2016. Á síðasta kjörtímabili var dregið úr þessari áætlun við mótmæli og hneykslan víða í samfélaginu, meðal annars á Alþingi og frá Þróunarsamvinnunefnd. En nú á að lauma enn meiri lækkun gegnum þingið. Ísland hefur undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar um að fylgja markmiði Sameinuðu þjóðanna um að iðnríki veiti 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu. Með því að halda prósentutölunni á sama stað og árið 2011, erum við ekki bara að gera lítið úr orðspori okkar á alþjóðavísu – en Norðurlöndin hafa öll greitt 0,7% til þróunarmála um árabil – heldur erum við að víkjast undan siðferðislegum skyldum sem efnaðs samfélags til að aðstoða þau allra fátækustu í þessum heimi. Fjármunir sem hafa runnið í að byggja skóla, tryggja menntun sárafátækra barna og stuðla að því að bæta mæðravernd og efla konur til sjálfstæðara lífs þar sem möguleikar þeirra eru af skornum skammti, verða lækkaðir verulega. Sjálfstæðisflokkurinn staðfestir með þessari ákvörðun Guðlaugs Þórs hneykslanlega afstöðu sína til þróunarmála en það er afar sorglegt að slíkur niðurskurður njóti stuðnings þingmanna Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar til næstu 5 ára, kemur fram að Ísland ætlar að draga mun meira úr framlögum til þróunarmála en síðasta ríkisstjórn ákvað. Einnig stendur til að fækka samstarfslöndum í Afríku. Verði áætlunin samþykkt mun Ísland greiða helmingi minna til þróunarmála en ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar ætlaði sér að ná við mun verri efnahagsaðstæður en nú. Með þessari skammarlegu ákvörðun nú í boði utanríkisráðherrans Guðlaugs Þórs Þórðarsonar er verið að hunsa þingsályktun sem samþykkt var vorið 2013 af öllum viðstöddum þingmönnum, nema Vigdísi Hauksdóttur. Sú ályktun kvað á um að framlög Íslands til þróunarmála myndu hækka úr þáverandi 0,26% af vergum þjóðartekjum upp í 0,42% árið 2016. Á síðasta kjörtímabili var dregið úr þessari áætlun við mótmæli og hneykslan víða í samfélaginu, meðal annars á Alþingi og frá Þróunarsamvinnunefnd. En nú á að lauma enn meiri lækkun gegnum þingið. Ísland hefur undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar um að fylgja markmiði Sameinuðu þjóðanna um að iðnríki veiti 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu. Með því að halda prósentutölunni á sama stað og árið 2011, erum við ekki bara að gera lítið úr orðspori okkar á alþjóðavísu – en Norðurlöndin hafa öll greitt 0,7% til þróunarmála um árabil – heldur erum við að víkjast undan siðferðislegum skyldum sem efnaðs samfélags til að aðstoða þau allra fátækustu í þessum heimi. Fjármunir sem hafa runnið í að byggja skóla, tryggja menntun sárafátækra barna og stuðla að því að bæta mæðravernd og efla konur til sjálfstæðara lífs þar sem möguleikar þeirra eru af skornum skammti, verða lækkaðir verulega. Sjálfstæðisflokkurinn staðfestir með þessari ákvörðun Guðlaugs Þórs hneykslanlega afstöðu sína til þróunarmála en það er afar sorglegt að slíkur niðurskurður njóti stuðnings þingmanna Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun