Hverjir styðja samdrátt til þróunarmála? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 18. apríl 2017 07:00 Í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar til næstu 5 ára, kemur fram að Ísland ætlar að draga mun meira úr framlögum til þróunarmála en síðasta ríkisstjórn ákvað. Einnig stendur til að fækka samstarfslöndum í Afríku. Verði áætlunin samþykkt mun Ísland greiða helmingi minna til þróunarmála en ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar ætlaði sér að ná við mun verri efnahagsaðstæður en nú. Með þessari skammarlegu ákvörðun nú í boði utanríkisráðherrans Guðlaugs Þórs Þórðarsonar er verið að hunsa þingsályktun sem samþykkt var vorið 2013 af öllum viðstöddum þingmönnum, nema Vigdísi Hauksdóttur. Sú ályktun kvað á um að framlög Íslands til þróunarmála myndu hækka úr þáverandi 0,26% af vergum þjóðartekjum upp í 0,42% árið 2016. Á síðasta kjörtímabili var dregið úr þessari áætlun við mótmæli og hneykslan víða í samfélaginu, meðal annars á Alþingi og frá Þróunarsamvinnunefnd. En nú á að lauma enn meiri lækkun gegnum þingið. Ísland hefur undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar um að fylgja markmiði Sameinuðu þjóðanna um að iðnríki veiti 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu. Með því að halda prósentutölunni á sama stað og árið 2011, erum við ekki bara að gera lítið úr orðspori okkar á alþjóðavísu – en Norðurlöndin hafa öll greitt 0,7% til þróunarmála um árabil – heldur erum við að víkjast undan siðferðislegum skyldum sem efnaðs samfélags til að aðstoða þau allra fátækustu í þessum heimi. Fjármunir sem hafa runnið í að byggja skóla, tryggja menntun sárafátækra barna og stuðla að því að bæta mæðravernd og efla konur til sjálfstæðara lífs þar sem möguleikar þeirra eru af skornum skammti, verða lækkaðir verulega. Sjálfstæðisflokkurinn staðfestir með þessari ákvörðun Guðlaugs Þórs hneykslanlega afstöðu sína til þróunarmála en það er afar sorglegt að slíkur niðurskurður njóti stuðnings þingmanna Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund Skoðun Skoðun Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar til næstu 5 ára, kemur fram að Ísland ætlar að draga mun meira úr framlögum til þróunarmála en síðasta ríkisstjórn ákvað. Einnig stendur til að fækka samstarfslöndum í Afríku. Verði áætlunin samþykkt mun Ísland greiða helmingi minna til þróunarmála en ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar ætlaði sér að ná við mun verri efnahagsaðstæður en nú. Með þessari skammarlegu ákvörðun nú í boði utanríkisráðherrans Guðlaugs Þórs Þórðarsonar er verið að hunsa þingsályktun sem samþykkt var vorið 2013 af öllum viðstöddum þingmönnum, nema Vigdísi Hauksdóttur. Sú ályktun kvað á um að framlög Íslands til þróunarmála myndu hækka úr þáverandi 0,26% af vergum þjóðartekjum upp í 0,42% árið 2016. Á síðasta kjörtímabili var dregið úr þessari áætlun við mótmæli og hneykslan víða í samfélaginu, meðal annars á Alþingi og frá Þróunarsamvinnunefnd. En nú á að lauma enn meiri lækkun gegnum þingið. Ísland hefur undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar um að fylgja markmiði Sameinuðu þjóðanna um að iðnríki veiti 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu. Með því að halda prósentutölunni á sama stað og árið 2011, erum við ekki bara að gera lítið úr orðspori okkar á alþjóðavísu – en Norðurlöndin hafa öll greitt 0,7% til þróunarmála um árabil – heldur erum við að víkjast undan siðferðislegum skyldum sem efnaðs samfélags til að aðstoða þau allra fátækustu í þessum heimi. Fjármunir sem hafa runnið í að byggja skóla, tryggja menntun sárafátækra barna og stuðla að því að bæta mæðravernd og efla konur til sjálfstæðara lífs þar sem möguleikar þeirra eru af skornum skammti, verða lækkaðir verulega. Sjálfstæðisflokkurinn staðfestir með þessari ákvörðun Guðlaugs Þórs hneykslanlega afstöðu sína til þróunarmála en það er afar sorglegt að slíkur niðurskurður njóti stuðnings þingmanna Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun