Bikararnir enda í vesturbænum og í Keflavík Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. apríl 2017 06:00 Veislan hefst klukkan 18.00 í kvöld. vísir/daníel/anton brink Vegna frestunar á fyrsta leik Snæfells og Keflavíkur í lokaeinvígi Domino´s-deildar kvenna í gær vegna veðurs hefjast lokaúrslitin í karla- og kvennadeildinni í kvöld en boðið verður upp á tvíhöfða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og Domino´s-Körfuboltakvöld fer yfir málin í beinni úr Hólminum. Bæði KR í karlaflokki og Snæfell í kvennaflokki hafa orðið Íslandsmeistarar þrjú ár í röð. Drottnunin heldur áfram hjá strákunum en Keflavík rýfur einokun Snæfelsstúlkna að mati Péturs Más Sigurðssonar sem þekkir vel til í báðum deildum. Hann er aðalþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar og aðstoðarþjálfari karlaliðsins.Grindavík þarf að byrja vel „Gamli góði pappírinn gefur til kynna að úrslitin hjá körlunum verði einstefna en ég er á því að ef Grindvíkingar koma með látum inn í fyrsta leikinn og spila hart en skynsamlega þá geta þeir sett þetta í uppnám og farið með einvígið í fimm leiki,“ segir Pétur um lokaúrslitin hjá körlunum sem hefjast í kvöld klukkan 18.00. KR varð deildar- og bikarmeistari og vann Grindavík í báðum leikjum liðanna á tímabilinu. Fyrir jól vann KR fimmtán stiga sigur en vegna klúðurs á ritaraborðinu vann KR nauman tveggja stiga sigur í seinni leiknum í Grindavík.„Það eru ákveðnir leikmenn sem bera uppi sóknarleik Grindavíkur en ef Grindjánar ætla að gera eitthvað þurfa þeir að vera með hugarfarið í lagi og fá framlag frá fleiri heldur en þremur aðalmönnunum sínum. Ef það gengur ekki upp hjá þeim getum við horft upp á sóp hjá KR,“ segir Pétur sem lenti heldur betur undir Grindavíkurvaltaranum með Stjörnunni í undanúrslitunum þar sem Garðbæingum var sópað í sumarfrí með þremur stórsigrum þeirra gulu.„Þeir verða að spila þannig og fá áfram framlag frá Ingva Þór og þessum ungu strákum á bekknum. Þorsteinn Finnbogason þarf að halda áfram að gera það sem hann var að gera á móti okkur. Þeir verða allir að vera tengdir og passa upp á litlu hlutina sem ég segi alltaf að séu stærstu hlutirnir.“ KR-liðið er eðlilega miklu sigurstranglegra. „Keflavík var að spila vel á móti KR en það sýndi alveg gæðin og reynsluna hjá KR-liðinu að klára þennan fjórða leik á útivelli. Spennustigið er hátt og stressið mikið í svona leikjum en reynslan og gæðin eru KR-megin. KR vinnur þetta 3-1 en Grindavík getur farið í fimmta leik með góðri byrjun,“ segir Pétur Már.Fimm leikja fjör Snæfell vann Keflavík þrisvar sinnum í fjórum leikjum í vetur en þann síðasta vann Keflavík nokkuð sannfærandi. Þetta unga lið Sverris Þórs Sverrissonar er búið að sýna að það er ekki hrætt við stóra sviðið en það er bæði búið að verða bikarmeistari og klára vel mannað lið Skallagríms í fimm leikja rimmu í undanúrslitum. „Þetta verður svakalega skemmtileg rimma,“ segir Pétur. „Það er erfitt að lesa í þessa rimmu því bæði lið vilja halda mótherjanum á hálfum velli og keyra hraðaupphlaup. Þetta gæti orðið mjög taktískt.“ Eitt er það sem Keflavík verður að gera ætli það að stöðva Snæfell. „Þær verða að stöðva Ellenberg, Kanann hjá Snæfelli. Hún er náttúrlegur skorari sem þarf ekkert pláss í teignum. Við náðum aðeins að hægja á henni í undanúrslitunum en það var bara með því að tvídekka hana og neyða hana til að gefa boltann. En þá fer boltinn bara á næsta góða leikmenn því allar geta þær skorað hjá Snæfelli,“ segir Pétur sem hefur þó mikla trú á Keflavíkurliðinu. „Keflavíkurliðið er með hávaxnka bakverði og hefur þann eiginlega að geta hent inn mörgum ungum leikmönnum sem allir geta varist og þannig getur Keflavík þreytt Ellenberg. Þær pressa allan völlinn en ekki má samt gleyma varnarleiknum hjá Snæfelli með Gunnhildi og Berglindi, systurnar sem eru frábærir varnarmenn. Þetta getur endað báðu megin og það er auðvelt að tippa á Snæfell en það hentar Keflavík betur að fara í langa séríu og ég sé þetta fara langt. Ég spái því Keflavík titlinum í alveg ótrúlega skemmtilegri rimmu,“ segir Pétur Már Sigurðsson. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Vegna frestunar á fyrsta leik Snæfells og Keflavíkur í lokaeinvígi Domino´s-deildar kvenna í gær vegna veðurs hefjast lokaúrslitin í karla- og kvennadeildinni í kvöld en boðið verður upp á tvíhöfða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og Domino´s-Körfuboltakvöld fer yfir málin í beinni úr Hólminum. Bæði KR í karlaflokki og Snæfell í kvennaflokki hafa orðið Íslandsmeistarar þrjú ár í röð. Drottnunin heldur áfram hjá strákunum en Keflavík rýfur einokun Snæfelsstúlkna að mati Péturs Más Sigurðssonar sem þekkir vel til í báðum deildum. Hann er aðalþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar og aðstoðarþjálfari karlaliðsins.Grindavík þarf að byrja vel „Gamli góði pappírinn gefur til kynna að úrslitin hjá körlunum verði einstefna en ég er á því að ef Grindvíkingar koma með látum inn í fyrsta leikinn og spila hart en skynsamlega þá geta þeir sett þetta í uppnám og farið með einvígið í fimm leiki,“ segir Pétur um lokaúrslitin hjá körlunum sem hefjast í kvöld klukkan 18.00. KR varð deildar- og bikarmeistari og vann Grindavík í báðum leikjum liðanna á tímabilinu. Fyrir jól vann KR fimmtán stiga sigur en vegna klúðurs á ritaraborðinu vann KR nauman tveggja stiga sigur í seinni leiknum í Grindavík.„Það eru ákveðnir leikmenn sem bera uppi sóknarleik Grindavíkur en ef Grindjánar ætla að gera eitthvað þurfa þeir að vera með hugarfarið í lagi og fá framlag frá fleiri heldur en þremur aðalmönnunum sínum. Ef það gengur ekki upp hjá þeim getum við horft upp á sóp hjá KR,“ segir Pétur sem lenti heldur betur undir Grindavíkurvaltaranum með Stjörnunni í undanúrslitunum þar sem Garðbæingum var sópað í sumarfrí með þremur stórsigrum þeirra gulu.„Þeir verða að spila þannig og fá áfram framlag frá Ingva Þór og þessum ungu strákum á bekknum. Þorsteinn Finnbogason þarf að halda áfram að gera það sem hann var að gera á móti okkur. Þeir verða allir að vera tengdir og passa upp á litlu hlutina sem ég segi alltaf að séu stærstu hlutirnir.“ KR-liðið er eðlilega miklu sigurstranglegra. „Keflavík var að spila vel á móti KR en það sýndi alveg gæðin og reynsluna hjá KR-liðinu að klára þennan fjórða leik á útivelli. Spennustigið er hátt og stressið mikið í svona leikjum en reynslan og gæðin eru KR-megin. KR vinnur þetta 3-1 en Grindavík getur farið í fimmta leik með góðri byrjun,“ segir Pétur Már.Fimm leikja fjör Snæfell vann Keflavík þrisvar sinnum í fjórum leikjum í vetur en þann síðasta vann Keflavík nokkuð sannfærandi. Þetta unga lið Sverris Þórs Sverrissonar er búið að sýna að það er ekki hrætt við stóra sviðið en það er bæði búið að verða bikarmeistari og klára vel mannað lið Skallagríms í fimm leikja rimmu í undanúrslitum. „Þetta verður svakalega skemmtileg rimma,“ segir Pétur. „Það er erfitt að lesa í þessa rimmu því bæði lið vilja halda mótherjanum á hálfum velli og keyra hraðaupphlaup. Þetta gæti orðið mjög taktískt.“ Eitt er það sem Keflavík verður að gera ætli það að stöðva Snæfell. „Þær verða að stöðva Ellenberg, Kanann hjá Snæfelli. Hún er náttúrlegur skorari sem þarf ekkert pláss í teignum. Við náðum aðeins að hægja á henni í undanúrslitunum en það var bara með því að tvídekka hana og neyða hana til að gefa boltann. En þá fer boltinn bara á næsta góða leikmenn því allar geta þær skorað hjá Snæfelli,“ segir Pétur sem hefur þó mikla trú á Keflavíkurliðinu. „Keflavíkurliðið er með hávaxnka bakverði og hefur þann eiginlega að geta hent inn mörgum ungum leikmönnum sem allir geta varist og þannig getur Keflavík þreytt Ellenberg. Þær pressa allan völlinn en ekki má samt gleyma varnarleiknum hjá Snæfelli með Gunnhildi og Berglindi, systurnar sem eru frábærir varnarmenn. Þetta getur endað báðu megin og það er auðvelt að tippa á Snæfell en það hentar Keflavík betur að fara í langa séríu og ég sé þetta fara langt. Ég spái því Keflavík titlinum í alveg ótrúlega skemmtilegri rimmu,“ segir Pétur Már Sigurðsson.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira