Segir Seðlabankann stunda að leggja rangfærðar upplýsingar fyrir dómstóla Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2017 14:47 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóra Samherja. Vísir/Auðunn „Samkvæmt framansögðu hefur Seðlabankinn frá árinu 2012 stundað það að leggja rangfærðar upplýsingar fyrir dómstóla í því skyni að hafa áhrif á niðurstöðu. Eru þá ótaldar rangfærslur til sérstaks saksóknara. Ekki er hægt að líta á slíka ítrekaða hegðun sem óafvitandi mistök, hvorki varðandi húsleitarbeiðnina, rangfærslur til Hæstaréttar eða í dómi nú. Vegna þess mun Samherji hf. bregðast við með viðeigandi hætti.“ Þetta segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í bréf til bankaráðs Seðlabanka Íslands. Bréfið birtir Þorsteinn í heild sinni á vef Samherja. Í bréfinu er vísað til fyrra bréfs Þorsteins til bankaráðs þar sem því er haldið fram að lögmaður Seðlabankans hafi gegn betri vitund í nafni Seðlabankans rangfært sönnunargagn í héraðsdómsmáli í því skyni að hafa áhrif á úrslit málsins. „Þrátt fyrir að bankaráði hafi verið gert kunnugt um þetta athæfi fyrir málflutningi, voru rangfærslurnar ekki leiðréttar fyrir dómi. Réttmæti ábendingarinnar um rangar og villandi upplýsingar frá 16. mars hefur nú verið staðfest af bankanum sjálfum með því að hann birti skýrslu Lagastofnunar á heimasíðu sinni hinn 10. apríl síðastliðinn. Lögmaður sem vísvitandi lætur rangfært sönnunargagn liggja fyrir dómi brýtur bæði lög þessa lands sem og siðareglur lögmanna og bankaráðsmenn sem láta það ótalið brjóta alvarlega gegn eftirlitsskyldu sinni sem bundin er í lögum eins og löglærðum bankaráðsformanni er fullkunnugt um,“ segir Þorsteinn. Hann segir auk þess að Seðlabankinn hafi byggt öflun húsleitarheimildar árið 2012 á röngum útreikningum, að Seðlabankinn hafi afvegaleitt Hæstarétt Íslands í þeim tilgangi að dómurinn dæmdi rannsókn bankans ólöglega og að ítrekað hafi verið bent á tilvik sem þessi án þess að bankaráðið sjá til þess að leiðréttingum sé komið á framfæri. Þorsteinn segir Samherja ætla að bregðast við því með viðeigandi hætti.Bréfið má lesa í heild hér. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira
„Samkvæmt framansögðu hefur Seðlabankinn frá árinu 2012 stundað það að leggja rangfærðar upplýsingar fyrir dómstóla í því skyni að hafa áhrif á niðurstöðu. Eru þá ótaldar rangfærslur til sérstaks saksóknara. Ekki er hægt að líta á slíka ítrekaða hegðun sem óafvitandi mistök, hvorki varðandi húsleitarbeiðnina, rangfærslur til Hæstaréttar eða í dómi nú. Vegna þess mun Samherji hf. bregðast við með viðeigandi hætti.“ Þetta segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í bréf til bankaráðs Seðlabanka Íslands. Bréfið birtir Þorsteinn í heild sinni á vef Samherja. Í bréfinu er vísað til fyrra bréfs Þorsteins til bankaráðs þar sem því er haldið fram að lögmaður Seðlabankans hafi gegn betri vitund í nafni Seðlabankans rangfært sönnunargagn í héraðsdómsmáli í því skyni að hafa áhrif á úrslit málsins. „Þrátt fyrir að bankaráði hafi verið gert kunnugt um þetta athæfi fyrir málflutningi, voru rangfærslurnar ekki leiðréttar fyrir dómi. Réttmæti ábendingarinnar um rangar og villandi upplýsingar frá 16. mars hefur nú verið staðfest af bankanum sjálfum með því að hann birti skýrslu Lagastofnunar á heimasíðu sinni hinn 10. apríl síðastliðinn. Lögmaður sem vísvitandi lætur rangfært sönnunargagn liggja fyrir dómi brýtur bæði lög þessa lands sem og siðareglur lögmanna og bankaráðsmenn sem láta það ótalið brjóta alvarlega gegn eftirlitsskyldu sinni sem bundin er í lögum eins og löglærðum bankaráðsformanni er fullkunnugt um,“ segir Þorsteinn. Hann segir auk þess að Seðlabankinn hafi byggt öflun húsleitarheimildar árið 2012 á röngum útreikningum, að Seðlabankinn hafi afvegaleitt Hæstarétt Íslands í þeim tilgangi að dómurinn dæmdi rannsókn bankans ólöglega og að ítrekað hafi verið bent á tilvik sem þessi án þess að bankaráðið sjá til þess að leiðréttingum sé komið á framfæri. Þorsteinn segir Samherja ætla að bregðast við því með viðeigandi hætti.Bréfið má lesa í heild hér.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira