Segir Seðlabankann stunda að leggja rangfærðar upplýsingar fyrir dómstóla Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2017 14:47 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóra Samherja. Vísir/Auðunn „Samkvæmt framansögðu hefur Seðlabankinn frá árinu 2012 stundað það að leggja rangfærðar upplýsingar fyrir dómstóla í því skyni að hafa áhrif á niðurstöðu. Eru þá ótaldar rangfærslur til sérstaks saksóknara. Ekki er hægt að líta á slíka ítrekaða hegðun sem óafvitandi mistök, hvorki varðandi húsleitarbeiðnina, rangfærslur til Hæstaréttar eða í dómi nú. Vegna þess mun Samherji hf. bregðast við með viðeigandi hætti.“ Þetta segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í bréf til bankaráðs Seðlabanka Íslands. Bréfið birtir Þorsteinn í heild sinni á vef Samherja. Í bréfinu er vísað til fyrra bréfs Þorsteins til bankaráðs þar sem því er haldið fram að lögmaður Seðlabankans hafi gegn betri vitund í nafni Seðlabankans rangfært sönnunargagn í héraðsdómsmáli í því skyni að hafa áhrif á úrslit málsins. „Þrátt fyrir að bankaráði hafi verið gert kunnugt um þetta athæfi fyrir málflutningi, voru rangfærslurnar ekki leiðréttar fyrir dómi. Réttmæti ábendingarinnar um rangar og villandi upplýsingar frá 16. mars hefur nú verið staðfest af bankanum sjálfum með því að hann birti skýrslu Lagastofnunar á heimasíðu sinni hinn 10. apríl síðastliðinn. Lögmaður sem vísvitandi lætur rangfært sönnunargagn liggja fyrir dómi brýtur bæði lög þessa lands sem og siðareglur lögmanna og bankaráðsmenn sem láta það ótalið brjóta alvarlega gegn eftirlitsskyldu sinni sem bundin er í lögum eins og löglærðum bankaráðsformanni er fullkunnugt um,“ segir Þorsteinn. Hann segir auk þess að Seðlabankinn hafi byggt öflun húsleitarheimildar árið 2012 á röngum útreikningum, að Seðlabankinn hafi afvegaleitt Hæstarétt Íslands í þeim tilgangi að dómurinn dæmdi rannsókn bankans ólöglega og að ítrekað hafi verið bent á tilvik sem þessi án þess að bankaráðið sjá til þess að leiðréttingum sé komið á framfæri. Þorsteinn segir Samherja ætla að bregðast við því með viðeigandi hætti.Bréfið má lesa í heild hér. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
„Samkvæmt framansögðu hefur Seðlabankinn frá árinu 2012 stundað það að leggja rangfærðar upplýsingar fyrir dómstóla í því skyni að hafa áhrif á niðurstöðu. Eru þá ótaldar rangfærslur til sérstaks saksóknara. Ekki er hægt að líta á slíka ítrekaða hegðun sem óafvitandi mistök, hvorki varðandi húsleitarbeiðnina, rangfærslur til Hæstaréttar eða í dómi nú. Vegna þess mun Samherji hf. bregðast við með viðeigandi hætti.“ Þetta segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í bréf til bankaráðs Seðlabanka Íslands. Bréfið birtir Þorsteinn í heild sinni á vef Samherja. Í bréfinu er vísað til fyrra bréfs Þorsteins til bankaráðs þar sem því er haldið fram að lögmaður Seðlabankans hafi gegn betri vitund í nafni Seðlabankans rangfært sönnunargagn í héraðsdómsmáli í því skyni að hafa áhrif á úrslit málsins. „Þrátt fyrir að bankaráði hafi verið gert kunnugt um þetta athæfi fyrir málflutningi, voru rangfærslurnar ekki leiðréttar fyrir dómi. Réttmæti ábendingarinnar um rangar og villandi upplýsingar frá 16. mars hefur nú verið staðfest af bankanum sjálfum með því að hann birti skýrslu Lagastofnunar á heimasíðu sinni hinn 10. apríl síðastliðinn. Lögmaður sem vísvitandi lætur rangfært sönnunargagn liggja fyrir dómi brýtur bæði lög þessa lands sem og siðareglur lögmanna og bankaráðsmenn sem láta það ótalið brjóta alvarlega gegn eftirlitsskyldu sinni sem bundin er í lögum eins og löglærðum bankaráðsformanni er fullkunnugt um,“ segir Þorsteinn. Hann segir auk þess að Seðlabankinn hafi byggt öflun húsleitarheimildar árið 2012 á röngum útreikningum, að Seðlabankinn hafi afvegaleitt Hæstarétt Íslands í þeim tilgangi að dómurinn dæmdi rannsókn bankans ólöglega og að ítrekað hafi verið bent á tilvik sem þessi án þess að bankaráðið sjá til þess að leiðréttingum sé komið á framfæri. Þorsteinn segir Samherja ætla að bregðast við því með viðeigandi hætti.Bréfið má lesa í heild hér.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira