Trump svaraði því ekki hvort hann gaf leyfi fyrir því að varpa „móður allra sprengja“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2017 20:49 Donald Trump Bandaríkjaforseti. vísir/getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði því ekki beint á blaðamannafundi í dag hvort að hann hefði formlega veitt leyfi fyrir því að varpa „móður allra sprengja,“ það er MOAB-sprengjunni, á jarðgangnasvæði ISIS í Austur-Afganistan. Sprengjunni var varpað fyrr í kvöld en um er að ræða stærstu sprengju sem til er í vopnabúri Bandaríkjahers ef frá eru talin kjarnavopn. Er þetta í fyrsta skipti sem sprengjan er notuð í hernaði en hún var fyrst sprengd í tilraunaskyni árið 2003. Á blaðamannafundinum í kvöld var Trump spurður að því hvort að hann hefði formlega veitt leyfi fyrir notkun sprengjunnar sagði forsetinn: „Allir vita nákvæmlega hvað gerðist. Það sem ég geri er að ég veiti hernum mínum leyfi. Við erum með besta her í heimi og þeir hafa gert sitt eins og venjulega. Við höfum gefið þeim fullt leyfi og það er það sem þeir eru að gera og þess vegna hafa þeir náð tilætluðum árangri undanfarið.“ Bandaríkjaforseti er æðsti yfirmaður Bandaríkjahers en að því er fram kemur í frétt CNN var það herforinginn hersins í Afganistan, John Nicholson, sem tók ákvörðun um og gaf leyfi fyrir því að varpa sprengjunni. Var Hvíta húsið látið vita fyrir fram af því að sprengjan yrði notuð. Trump hefur gefið herforingjum meira svigrúm til að taka sjálfstæðar ákvarðanir á ákveðnum átakasvæðum og segir forsetinn að það hafi skipt sköpum í baráttunni við ISIS undanfarið. Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkjaher varpar risasprengju í Afganistan Sprengjunni, sem er af gerðinni MOAB, hefur aldrei verið varpað í hernaði. 13. apríl 2017 17:35 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði því ekki beint á blaðamannafundi í dag hvort að hann hefði formlega veitt leyfi fyrir því að varpa „móður allra sprengja,“ það er MOAB-sprengjunni, á jarðgangnasvæði ISIS í Austur-Afganistan. Sprengjunni var varpað fyrr í kvöld en um er að ræða stærstu sprengju sem til er í vopnabúri Bandaríkjahers ef frá eru talin kjarnavopn. Er þetta í fyrsta skipti sem sprengjan er notuð í hernaði en hún var fyrst sprengd í tilraunaskyni árið 2003. Á blaðamannafundinum í kvöld var Trump spurður að því hvort að hann hefði formlega veitt leyfi fyrir notkun sprengjunnar sagði forsetinn: „Allir vita nákvæmlega hvað gerðist. Það sem ég geri er að ég veiti hernum mínum leyfi. Við erum með besta her í heimi og þeir hafa gert sitt eins og venjulega. Við höfum gefið þeim fullt leyfi og það er það sem þeir eru að gera og þess vegna hafa þeir náð tilætluðum árangri undanfarið.“ Bandaríkjaforseti er æðsti yfirmaður Bandaríkjahers en að því er fram kemur í frétt CNN var það herforinginn hersins í Afganistan, John Nicholson, sem tók ákvörðun um og gaf leyfi fyrir því að varpa sprengjunni. Var Hvíta húsið látið vita fyrir fram af því að sprengjan yrði notuð. Trump hefur gefið herforingjum meira svigrúm til að taka sjálfstæðar ákvarðanir á ákveðnum átakasvæðum og segir forsetinn að það hafi skipt sköpum í baráttunni við ISIS undanfarið.
Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkjaher varpar risasprengju í Afganistan Sprengjunni, sem er af gerðinni MOAB, hefur aldrei verið varpað í hernaði. 13. apríl 2017 17:35 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira
Bandaríkjaher varpar risasprengju í Afganistan Sprengjunni, sem er af gerðinni MOAB, hefur aldrei verið varpað í hernaði. 13. apríl 2017 17:35