Róninn Hallgerður Hallgrímsdóttir skrifar 13. apríl 2017 09:00 Hallgerður Hallgrímsdóttir Ég heiti Hallgerður og barnið mitt er drykkjusjúklingur. Niðurstöður athuganna minna síðastliðnar vikur benda til þess að áfengi sé ekki eina löglega vímuefnið á Íslandi. Ekki veit ég samt hvað er í þessum heimabruggaða miði, ég finn hvorki innihaldslýsingu né best fyrir dagsetningu. Er það kannski eitthvað sem mann dreymir fyrir, svona eins og nafni barnsins? Það kemur kannski ekki að sök þar sem ég er nokkuð viss um að ég muni gefast upp á þessu áður en brjóstin renna út.Tár, bros og…Þessi görótti en heilbrigðisvottaði vökvi er svo ávanabindandi að á 2-4 tíma fresti byrjar litla fyllibyttan að rymja og smjatta og galopna munninn í ótrúlegri vissu um að upp í hann detti brjóst. Ef það virkar ekki þá hefjast staðföst óp og ég viðurkenni hér og nú að ég hef aldrei þorað að gá hvað gerist ef þeim köllum er ekki hlýtt. Það kæmi mér ekki á óvart að það væri eitthvað yfirnáttúrulegt, eða kannski ofurnáttúrulegt. Á meðan gleðigjafinn streymir í vit neytandans kemst ekkert annað að hjá henni sem mjólkar hann til sín af mikilli einbeitingu. Lyfsalinn þorir samt lítið að viðhafast á meðan og allra síst að svala eigin fíkn á síðum samfélagsmiðla eftir að hafa lesið yfirlýsingar fíknisérfræðings í forsetaframboði. Fullkomin meðvirkniSíðan þegar drykkjurúturinn hefur lokið við að sprauta upp í sig skammtinum er víman orðin slík að varla er hægt að segja að litla mannveran sé með meðvitund. Reyndar eru einkennin flest í ætt við teiknimyndaútgáfu af Austurvallarróna. Rop og hiksti í bland við sjálfumglaðar glottviprur og ranghvolfd augu. Ef það hvarflar svo að foreldrunum að hrófla við óreglukonunni, rymur hún hástöfum og sveiflar höndunum í yfirdrifnum mótmælum og á tyllidögum splæsir hún meira að segja í góða spýju til að kóróna drykkjulætin. Þið hafið líklegast þegar getið ykkur til um að þessi litla drykkjukona pissar reglulega í sig og stundum lekur saurinn meira að segja niður skálmarnar. Þá nær hún iðulega skyndilega meðvitund og heimtar að við, forræðismennirnir, gerum eitthvað í málunum. Og við, eða að minnsta kosti ég, móðirin, hlýt líka að vita upp á mig sökina. Enda er það ég sem viðheld fíkninni, verð aumingjans barninu úti um hvíta stöffið og þríf upp eftir hana mótbárulaust. Ef ég, með mín mjúku „meth löb“, er vant við látin, stingur faðirinn upp í hana bjórlíki sem hún smjattar hissa en hálfsátt á þangað til eitthvað með alvöru fútti í er í boði.RónverjinnSvo fitnar þessi litli fíkill bara og fitnar enda liggur hún afvelta í hvítum klæðum mestallan daginn að hætti Rómverja og það hvarflar ekki að henni að standa upp, hvað þá að fara út að hlaupa. Hún á það reyndar til að gera nokkrar jógapósur hér og þar en það virðist hafa lítil áhrif á undirhökurúmmálið. Við værum að sjálfsögðu löngu búin að setja henni afarkosti og reyna að binda endi á þetta rugl ef hún væri ekki fallegasta, mýksta og skemmtilegasta rónakona í þessum heimi. Stundum manna ég mig upp og ætla að stinga upp á að hún taki nú eins og eitt uppvask en þegar ég munda mig til að ræða við hana stingur hún upp í mig með óvæntu brosi. Og það er ekkert hægt að segja við svoleiðis undrum.Hallgerður Hallgrímsdóttir er fastur pistlahöfundur í Glamour en þessi pistill er úr desemberblaðinu. Hún er verkefnastjóri og myndlistarmaður og hefur sýnt ljósmyndir sínar víða um heim. Hún býr og starfar í Reykjavík en flýr reglulega út á land eða úr landi, oftast með fleiri en eina myndavél um hálsinn. Glamour pennar Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Kórónur, leður og spaghettíhlýrar Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir heimilið Glamour Geysir frumsýnir vetrarlínuna með pompi og pragt Glamour Edda P glæsileg á tískupallinum í New York Glamour Leonardo DiCaprio er hinn fullkomni kærasti Glamour 66°Norður á lista með Stellu McCartney og Arket Glamour Fimm frábær lituð dagkrem Glamour
Ég heiti Hallgerður og barnið mitt er drykkjusjúklingur. Niðurstöður athuganna minna síðastliðnar vikur benda til þess að áfengi sé ekki eina löglega vímuefnið á Íslandi. Ekki veit ég samt hvað er í þessum heimabruggaða miði, ég finn hvorki innihaldslýsingu né best fyrir dagsetningu. Er það kannski eitthvað sem mann dreymir fyrir, svona eins og nafni barnsins? Það kemur kannski ekki að sök þar sem ég er nokkuð viss um að ég muni gefast upp á þessu áður en brjóstin renna út.Tár, bros og…Þessi görótti en heilbrigðisvottaði vökvi er svo ávanabindandi að á 2-4 tíma fresti byrjar litla fyllibyttan að rymja og smjatta og galopna munninn í ótrúlegri vissu um að upp í hann detti brjóst. Ef það virkar ekki þá hefjast staðföst óp og ég viðurkenni hér og nú að ég hef aldrei þorað að gá hvað gerist ef þeim köllum er ekki hlýtt. Það kæmi mér ekki á óvart að það væri eitthvað yfirnáttúrulegt, eða kannski ofurnáttúrulegt. Á meðan gleðigjafinn streymir í vit neytandans kemst ekkert annað að hjá henni sem mjólkar hann til sín af mikilli einbeitingu. Lyfsalinn þorir samt lítið að viðhafast á meðan og allra síst að svala eigin fíkn á síðum samfélagsmiðla eftir að hafa lesið yfirlýsingar fíknisérfræðings í forsetaframboði. Fullkomin meðvirkniSíðan þegar drykkjurúturinn hefur lokið við að sprauta upp í sig skammtinum er víman orðin slík að varla er hægt að segja að litla mannveran sé með meðvitund. Reyndar eru einkennin flest í ætt við teiknimyndaútgáfu af Austurvallarróna. Rop og hiksti í bland við sjálfumglaðar glottviprur og ranghvolfd augu. Ef það hvarflar svo að foreldrunum að hrófla við óreglukonunni, rymur hún hástöfum og sveiflar höndunum í yfirdrifnum mótmælum og á tyllidögum splæsir hún meira að segja í góða spýju til að kóróna drykkjulætin. Þið hafið líklegast þegar getið ykkur til um að þessi litla drykkjukona pissar reglulega í sig og stundum lekur saurinn meira að segja niður skálmarnar. Þá nær hún iðulega skyndilega meðvitund og heimtar að við, forræðismennirnir, gerum eitthvað í málunum. Og við, eða að minnsta kosti ég, móðirin, hlýt líka að vita upp á mig sökina. Enda er það ég sem viðheld fíkninni, verð aumingjans barninu úti um hvíta stöffið og þríf upp eftir hana mótbárulaust. Ef ég, með mín mjúku „meth löb“, er vant við látin, stingur faðirinn upp í hana bjórlíki sem hún smjattar hissa en hálfsátt á þangað til eitthvað með alvöru fútti í er í boði.RónverjinnSvo fitnar þessi litli fíkill bara og fitnar enda liggur hún afvelta í hvítum klæðum mestallan daginn að hætti Rómverja og það hvarflar ekki að henni að standa upp, hvað þá að fara út að hlaupa. Hún á það reyndar til að gera nokkrar jógapósur hér og þar en það virðist hafa lítil áhrif á undirhökurúmmálið. Við værum að sjálfsögðu löngu búin að setja henni afarkosti og reyna að binda endi á þetta rugl ef hún væri ekki fallegasta, mýksta og skemmtilegasta rónakona í þessum heimi. Stundum manna ég mig upp og ætla að stinga upp á að hún taki nú eins og eitt uppvask en þegar ég munda mig til að ræða við hana stingur hún upp í mig með óvæntu brosi. Og það er ekkert hægt að segja við svoleiðis undrum.Hallgerður Hallgrímsdóttir er fastur pistlahöfundur í Glamour en þessi pistill er úr desemberblaðinu. Hún er verkefnastjóri og myndlistarmaður og hefur sýnt ljósmyndir sínar víða um heim. Hún býr og starfar í Reykjavík en flýr reglulega út á land eða úr landi, oftast með fleiri en eina myndavél um hálsinn.
Glamour pennar Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Kórónur, leður og spaghettíhlýrar Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir heimilið Glamour Geysir frumsýnir vetrarlínuna með pompi og pragt Glamour Edda P glæsileg á tískupallinum í New York Glamour Leonardo DiCaprio er hinn fullkomni kærasti Glamour 66°Norður á lista með Stellu McCartney og Arket Glamour Fimm frábær lituð dagkrem Glamour