Fjárfestum í framtíðinni Jón Atli Benediktsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Það er óumdeilt meðal framsýnna ríkja í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu að opinber fjárfesting í menntun, rannsóknum og nýsköpun hefur bein áhrif á framleiðni, hagvöxt og ný störf. Þannig er í nýrri skýrslu Evrópusambandsins[1] fullyrt að rekja megi 2/3 hagvaxtar í Evrópu á tímabilinu 1995-2003 til þekkingarsköpunar, en áhrifin voru mest í Bretlandi (50%) og Finnlandi (40%) og minnst (innan við 10%) í löndum á borð við Ungverjaland, Grikkland og Slóveníu. Tölurnar tala skýru máli: Opinber fjárfesting í menntun og rannsóknum er fjárfesting í samkeppnishæfni og farsæld til framtíðar. Fyrir liggur að háskólastigið á Íslandi hefur sætt verulegum niðurskurði opinberra framlaga í tæpan áratug. Er nú svo komið að Háskóli Íslands er alvarlega undirfjármagnaður og gæði skólastarfsins í raunverulegri hættu. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnar Íslands er í orði kveðnu gert ráð fyrir nokkurri hækkun framlaga til háskólastigsins á tímabilinu 2018-2022. Þessir fjármunir eru þó fjarri því allir til að mæta brýnum rekstrarvanda háskólanna því ráðgerð aukning fyrstu árin er að miklu leyti vegna byggingar Húss íslenskra fræða, auk framlags til Lánasjóðs íslenskra námsmanna og uppbyggingar nýs fagháskólastigs. Háskólarnir þurfa því enn að bíða, nú til ársins 2019 eftir löngu tímabærri innspýtingu vegna kennslu og rannsókna sem þó er mjög hógvær eftir langvarandi niðurskurð. Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti einróma 6. apríl sl. ályktun þar sem lýst var miklum vonbrigðum með fjármálaáætlunina. Í hverju felast vonbrigðin og hverjar eru afleiðingar óbreyttrar fjármálaáætlunar? Stjórnvöld hafa ítrekað sett fram áform og gefið fyrirheit um að fjármögnun háskóla á Íslandi verði í takt við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Í aðdraganda alþingiskosninga sl. haust ríkti pólitísk samstaða meðal núverandi stjórnarflokka um að opinber framlög á hvern háskólanema skyldu ná meðaltali OECD-ríkjanna á kjörtímabilinu. Þá er í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá janúar sl. lögð rík áhersla á að treysta samkeppnishæfni Íslands og þróa hér þekkingarsamfélag með því að styðja háskólana í að halda uppi gæðum og standast alþjóðlega samkeppni, m.a. með endurskoðun á reiknilíkönum sem notuð eru til að meta fjárþörf menntakerfisins.Ekki að sjá að efna eigi fyrirheitin Í áætlun stjórnvalda er ekki að sjá að efna eigi þessi fyrirheit. Þvert á móti virðist lagt upp með að nálgast markmið um sambærilega fjármögnun og í nágrannalöndum okkar með því að fækka verulega háskólanemum á Íslandi. Samanburðurinn við fjármögnun háskóla í nágrannalöndum okkar er ekki stærðfræðiæfing. Hann er raunverulegur mælikvarði á getu háskólanna til að sinna mikilvægu hlutverki sínu. Fækkun háskólanema til að auka hlutfallslegt framlag á hvern þeirra hefði neikvæð áhrif á menntunarstig þjóðarinnar og myndi draga úr samkeppnishæfni hennar og getu til að tryggja komandi kynslóðum fjölbreytt atvinnulíf og blómlegt samfélag. Á sama tíma liggur fyrir að brýnt er að fjölga verulega háskólamenntuðu starfsfólki víða í atvinnulífinu, s.s. í heilbrigðisgreinum, menntakerfinu og í tæknigreinum. Verði ekki að gert blasir við alvarlegur skortur á sérhæfðu starfsfólki víða í þjóðfélaginu. Þá myndi áframhaldandi fjársvelti Háskóla Íslands og fækkun nemenda draga úr námsframboði og nauðsynlegri þróun kennsluhátta, auk þess sem ekki yrði unnt að ráðast í bráðnauðsynlega uppbyggingu innviða rannsókna og nýsköpunar sem létu verulega á sjá í hruninu. Nái fjármálaáætlunin óbreytt fram að ganga getur Háskóli Íslands og þar með íslenska þjóðin misst sterka alþjóðlega stöðu sína. Hér er ekki aðeins orðspor í húfi heldur möguleikar okkar til alþjóðlegs samstarfs og miðlunar nýjustu þekkingar á milli landa. Það þarf langan tíma, metnað og skýra sýn til að byggja upp sterkan rannsóknaháskóla sem þjónar öllu samfélaginu en það tekur aðeins skamman tíma að tefla því uppbyggingarstarfi í voða. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í framtíðinni. Í áætlun stjórnvalda er lögð áhersla á aðhaldssemi og langtímahugsun og er það vel. Opinberum fjármunum í þágu samfélagsins og innviða þess til lengri tíma verður varla betur varið en með fjárfestingu í öflugum háskóla sem er samkeppnisfær á alþjóðlegum vettvangi. Hækkunin til háskólastigsins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er hins vegar of lítil og kemur of seint. Það þarf að spýta í strax. [1] https://ri-links2ua.eu/object/document/326 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er óumdeilt meðal framsýnna ríkja í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu að opinber fjárfesting í menntun, rannsóknum og nýsköpun hefur bein áhrif á framleiðni, hagvöxt og ný störf. Þannig er í nýrri skýrslu Evrópusambandsins[1] fullyrt að rekja megi 2/3 hagvaxtar í Evrópu á tímabilinu 1995-2003 til þekkingarsköpunar, en áhrifin voru mest í Bretlandi (50%) og Finnlandi (40%) og minnst (innan við 10%) í löndum á borð við Ungverjaland, Grikkland og Slóveníu. Tölurnar tala skýru máli: Opinber fjárfesting í menntun og rannsóknum er fjárfesting í samkeppnishæfni og farsæld til framtíðar. Fyrir liggur að háskólastigið á Íslandi hefur sætt verulegum niðurskurði opinberra framlaga í tæpan áratug. Er nú svo komið að Háskóli Íslands er alvarlega undirfjármagnaður og gæði skólastarfsins í raunverulegri hættu. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnar Íslands er í orði kveðnu gert ráð fyrir nokkurri hækkun framlaga til háskólastigsins á tímabilinu 2018-2022. Þessir fjármunir eru þó fjarri því allir til að mæta brýnum rekstrarvanda háskólanna því ráðgerð aukning fyrstu árin er að miklu leyti vegna byggingar Húss íslenskra fræða, auk framlags til Lánasjóðs íslenskra námsmanna og uppbyggingar nýs fagháskólastigs. Háskólarnir þurfa því enn að bíða, nú til ársins 2019 eftir löngu tímabærri innspýtingu vegna kennslu og rannsókna sem þó er mjög hógvær eftir langvarandi niðurskurð. Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti einróma 6. apríl sl. ályktun þar sem lýst var miklum vonbrigðum með fjármálaáætlunina. Í hverju felast vonbrigðin og hverjar eru afleiðingar óbreyttrar fjármálaáætlunar? Stjórnvöld hafa ítrekað sett fram áform og gefið fyrirheit um að fjármögnun háskóla á Íslandi verði í takt við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Í aðdraganda alþingiskosninga sl. haust ríkti pólitísk samstaða meðal núverandi stjórnarflokka um að opinber framlög á hvern háskólanema skyldu ná meðaltali OECD-ríkjanna á kjörtímabilinu. Þá er í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá janúar sl. lögð rík áhersla á að treysta samkeppnishæfni Íslands og þróa hér þekkingarsamfélag með því að styðja háskólana í að halda uppi gæðum og standast alþjóðlega samkeppni, m.a. með endurskoðun á reiknilíkönum sem notuð eru til að meta fjárþörf menntakerfisins.Ekki að sjá að efna eigi fyrirheitin Í áætlun stjórnvalda er ekki að sjá að efna eigi þessi fyrirheit. Þvert á móti virðist lagt upp með að nálgast markmið um sambærilega fjármögnun og í nágrannalöndum okkar með því að fækka verulega háskólanemum á Íslandi. Samanburðurinn við fjármögnun háskóla í nágrannalöndum okkar er ekki stærðfræðiæfing. Hann er raunverulegur mælikvarði á getu háskólanna til að sinna mikilvægu hlutverki sínu. Fækkun háskólanema til að auka hlutfallslegt framlag á hvern þeirra hefði neikvæð áhrif á menntunarstig þjóðarinnar og myndi draga úr samkeppnishæfni hennar og getu til að tryggja komandi kynslóðum fjölbreytt atvinnulíf og blómlegt samfélag. Á sama tíma liggur fyrir að brýnt er að fjölga verulega háskólamenntuðu starfsfólki víða í atvinnulífinu, s.s. í heilbrigðisgreinum, menntakerfinu og í tæknigreinum. Verði ekki að gert blasir við alvarlegur skortur á sérhæfðu starfsfólki víða í þjóðfélaginu. Þá myndi áframhaldandi fjársvelti Háskóla Íslands og fækkun nemenda draga úr námsframboði og nauðsynlegri þróun kennsluhátta, auk þess sem ekki yrði unnt að ráðast í bráðnauðsynlega uppbyggingu innviða rannsókna og nýsköpunar sem létu verulega á sjá í hruninu. Nái fjármálaáætlunin óbreytt fram að ganga getur Háskóli Íslands og þar með íslenska þjóðin misst sterka alþjóðlega stöðu sína. Hér er ekki aðeins orðspor í húfi heldur möguleikar okkar til alþjóðlegs samstarfs og miðlunar nýjustu þekkingar á milli landa. Það þarf langan tíma, metnað og skýra sýn til að byggja upp sterkan rannsóknaháskóla sem þjónar öllu samfélaginu en það tekur aðeins skamman tíma að tefla því uppbyggingarstarfi í voða. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í framtíðinni. Í áætlun stjórnvalda er lögð áhersla á aðhaldssemi og langtímahugsun og er það vel. Opinberum fjármunum í þágu samfélagsins og innviða þess til lengri tíma verður varla betur varið en með fjárfestingu í öflugum háskóla sem er samkeppnisfær á alþjóðlegum vettvangi. Hækkunin til háskólastigsins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er hins vegar of lítil og kemur of seint. Það þarf að spýta í strax. [1] https://ri-links2ua.eu/object/document/326
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun