Segir flugliða United hafa gert rétt þegar læknir var dreginn frá borði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. apríl 2017 10:26 Illa var farið með lækninn. Forstjóri United flugfélagsins hefur varið ákvörðun flugliða um að láta draga farþega frá borði eftir að flugvél félagsins var yfirbókuð. BBC greinir frá.Í bréfi til starfsmanna United segir forstjórinn að flugliðarnir hafi fylgt öllum réttum ferlum í málinu. Myndbönd af atvikinu hefur verið dreift á samfélagsmiðlum þar sem sjá má öryggisverði draga farþegann frá borði. Flugvélin var yfirbókuð og vildi flugfélagið fá fjóra farþega til þess að yfirgefa vélina áður en að lagt var af stað frá Chicago til Louisville í Bandaríkjunum. Farþeginn sem um ræðir neitaði að yfirgefa flugvélina og segir forstjóri United að flugliðarnir hafi átt engan annan kost en að kalla á öryggisverði til þess að fjarlægja farþegann. Ástæða þess að flugvélin var yfirbókuð var sú að fjórir starfsmenn United þyrftu að fljúga með vélinni en þeir áttu að vera í áhöfn í flugi United frá Louisville síðar um daginn. Enginn bauðst til þess að yfirgefa flugvélina og voru því fjórir valdir af handahófi. Maðurinn, sem er læknir, var einn af þeim sem var valinn en hann neitaði að fara frá borði. Sagðist hann nauðsynlega þurfa að hitta sjúklinga sína. Forstjóri flugfélagsins virðist þó ekki sjá eftir miklu. „Ég harma það að þessar aðstæður hafi komið upp en ég tek það sérstaklega fram að ég stend við bakið á ykkur öll og vil hrósa ykkur fyrir hvernig þið leggið ykkur fram um að tryggja það að við fljúgum á réttan hátt,“ segir í bréfi forstjórans til starfsmanna. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Forstjóri United flugfélagsins hefur varið ákvörðun flugliða um að láta draga farþega frá borði eftir að flugvél félagsins var yfirbókuð. BBC greinir frá.Í bréfi til starfsmanna United segir forstjórinn að flugliðarnir hafi fylgt öllum réttum ferlum í málinu. Myndbönd af atvikinu hefur verið dreift á samfélagsmiðlum þar sem sjá má öryggisverði draga farþegann frá borði. Flugvélin var yfirbókuð og vildi flugfélagið fá fjóra farþega til þess að yfirgefa vélina áður en að lagt var af stað frá Chicago til Louisville í Bandaríkjunum. Farþeginn sem um ræðir neitaði að yfirgefa flugvélina og segir forstjóri United að flugliðarnir hafi átt engan annan kost en að kalla á öryggisverði til þess að fjarlægja farþegann. Ástæða þess að flugvélin var yfirbókuð var sú að fjórir starfsmenn United þyrftu að fljúga með vélinni en þeir áttu að vera í áhöfn í flugi United frá Louisville síðar um daginn. Enginn bauðst til þess að yfirgefa flugvélina og voru því fjórir valdir af handahófi. Maðurinn, sem er læknir, var einn af þeim sem var valinn en hann neitaði að fara frá borði. Sagðist hann nauðsynlega þurfa að hitta sjúklinga sína. Forstjóri flugfélagsins virðist þó ekki sjá eftir miklu. „Ég harma það að þessar aðstæður hafi komið upp en ég tek það sérstaklega fram að ég stend við bakið á ykkur öll og vil hrósa ykkur fyrir hvernig þið leggið ykkur fram um að tryggja það að við fljúgum á réttan hátt,“ segir í bréfi forstjórans til starfsmanna.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30