Sókn fyrir velferðina Katrín Jakobsdóttir skrifar 10. apríl 2017 07:00 Í fjármálaáætlun til næstu fimm ára eru lagðar línur um hvernig á að afla tekna og hvernig á að ráðstafa fjármunum hins opinbera. Í þeirri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að ríkissjóður er ekki einungis efnahagsreikningur sem þarf að stemma af. Hann á að standa undir því samfélagi sem við viljum byggja. Það skiptir máli hvernig við fjármögnum þennan sama ríkissjóð og í hvaða verkefni hann er nýttur. Á Íslandi eiga ríkustu tíu prósentin um 70% alls auðs. Ríkustu tuttugu prósentin eiga um 90% alls auðs á landinu. Stjórnvöldum ber skylda að takast á við þessa ójafnaðarþróun, tryggja aukinn jöfnuð og fjármögnun nauðsynlegra samfélagslegra verkefna sem snúast bæði um jöfnuð og velferð. Það er þörf á að því að efla hið opinbera heilbrigðiskerfi og menntakerfi; einnig þarf að bæta kjör öryrkja og aldraðra og byggja upp margs konar innviði, t.d. samgöngur og ferðamannastaði. Til þess að gera þetta þarf að afla tekna með réttlátum hætti sem er þvert á þessa öfgakenndu þróun í átt til ójafnaðar. Því miður hefur þróun skattbyrðinnar verið öfug á síðustu árum þar sem skattbyrðin á þá tekjuhæstu hefur minnkað en þyngst á aðra hópa. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar stendur ekki undir þeim væntingum sem gefnar voru fyrir kosningar. Í henni er skattlagningu stillt upp sem andstæðu frelsis og flúið frá loforðum á ólíkum málefnasviðum. Þar má nefna stefnumótun Vísinda- og tækniráðs um framlög til háskóla, áætlanir um að efla framhaldsskólana þrátt fyrir styttingu, samgönguáætlun og samþykkt þingsins um uppbyggingu Náttúruminjasafns. Ekki er heldur komið til móts við áskorun meira en 86 þúsund Íslendinga um að framlög til heilbrigðismála verði aukin sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Allar þessar ákvarðanir eru rammpólitískar og snúast um hvernig samfélag við viljum byggja og hvernig sú uppbygging er fjármögnuð. Þar er stefna okkar Vinstri-grænna alveg skýr og sú sama nú og fyrir kosningar: Tekjustofna ríkisins má styrkja með réttlátum hætti og hefja sókn til raunverulegrar uppbyggingar samfélagsins. Slík sókn er nauðsynleg fyrir íslenskt samfélag en í hana verður ekki ráðist undir forystu þessarar ríkisstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjármálaáætlun til næstu fimm ára eru lagðar línur um hvernig á að afla tekna og hvernig á að ráðstafa fjármunum hins opinbera. Í þeirri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að ríkissjóður er ekki einungis efnahagsreikningur sem þarf að stemma af. Hann á að standa undir því samfélagi sem við viljum byggja. Það skiptir máli hvernig við fjármögnum þennan sama ríkissjóð og í hvaða verkefni hann er nýttur. Á Íslandi eiga ríkustu tíu prósentin um 70% alls auðs. Ríkustu tuttugu prósentin eiga um 90% alls auðs á landinu. Stjórnvöldum ber skylda að takast á við þessa ójafnaðarþróun, tryggja aukinn jöfnuð og fjármögnun nauðsynlegra samfélagslegra verkefna sem snúast bæði um jöfnuð og velferð. Það er þörf á að því að efla hið opinbera heilbrigðiskerfi og menntakerfi; einnig þarf að bæta kjör öryrkja og aldraðra og byggja upp margs konar innviði, t.d. samgöngur og ferðamannastaði. Til þess að gera þetta þarf að afla tekna með réttlátum hætti sem er þvert á þessa öfgakenndu þróun í átt til ójafnaðar. Því miður hefur þróun skattbyrðinnar verið öfug á síðustu árum þar sem skattbyrðin á þá tekjuhæstu hefur minnkað en þyngst á aðra hópa. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar stendur ekki undir þeim væntingum sem gefnar voru fyrir kosningar. Í henni er skattlagningu stillt upp sem andstæðu frelsis og flúið frá loforðum á ólíkum málefnasviðum. Þar má nefna stefnumótun Vísinda- og tækniráðs um framlög til háskóla, áætlanir um að efla framhaldsskólana þrátt fyrir styttingu, samgönguáætlun og samþykkt þingsins um uppbyggingu Náttúruminjasafns. Ekki er heldur komið til móts við áskorun meira en 86 þúsund Íslendinga um að framlög til heilbrigðismála verði aukin sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Allar þessar ákvarðanir eru rammpólitískar og snúast um hvernig samfélag við viljum byggja og hvernig sú uppbygging er fjármögnuð. Þar er stefna okkar Vinstri-grænna alveg skýr og sú sama nú og fyrir kosningar: Tekjustofna ríkisins má styrkja með réttlátum hætti og hefja sókn til raunverulegrar uppbyggingar samfélagsins. Slík sókn er nauðsynleg fyrir íslenskt samfélag en í hana verður ekki ráðist undir forystu þessarar ríkisstjórnar.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar