Sókn fyrir velferðina Katrín Jakobsdóttir skrifar 10. apríl 2017 07:00 Í fjármálaáætlun til næstu fimm ára eru lagðar línur um hvernig á að afla tekna og hvernig á að ráðstafa fjármunum hins opinbera. Í þeirri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að ríkissjóður er ekki einungis efnahagsreikningur sem þarf að stemma af. Hann á að standa undir því samfélagi sem við viljum byggja. Það skiptir máli hvernig við fjármögnum þennan sama ríkissjóð og í hvaða verkefni hann er nýttur. Á Íslandi eiga ríkustu tíu prósentin um 70% alls auðs. Ríkustu tuttugu prósentin eiga um 90% alls auðs á landinu. Stjórnvöldum ber skylda að takast á við þessa ójafnaðarþróun, tryggja aukinn jöfnuð og fjármögnun nauðsynlegra samfélagslegra verkefna sem snúast bæði um jöfnuð og velferð. Það er þörf á að því að efla hið opinbera heilbrigðiskerfi og menntakerfi; einnig þarf að bæta kjör öryrkja og aldraðra og byggja upp margs konar innviði, t.d. samgöngur og ferðamannastaði. Til þess að gera þetta þarf að afla tekna með réttlátum hætti sem er þvert á þessa öfgakenndu þróun í átt til ójafnaðar. Því miður hefur þróun skattbyrðinnar verið öfug á síðustu árum þar sem skattbyrðin á þá tekjuhæstu hefur minnkað en þyngst á aðra hópa. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar stendur ekki undir þeim væntingum sem gefnar voru fyrir kosningar. Í henni er skattlagningu stillt upp sem andstæðu frelsis og flúið frá loforðum á ólíkum málefnasviðum. Þar má nefna stefnumótun Vísinda- og tækniráðs um framlög til háskóla, áætlanir um að efla framhaldsskólana þrátt fyrir styttingu, samgönguáætlun og samþykkt þingsins um uppbyggingu Náttúruminjasafns. Ekki er heldur komið til móts við áskorun meira en 86 þúsund Íslendinga um að framlög til heilbrigðismála verði aukin sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Allar þessar ákvarðanir eru rammpólitískar og snúast um hvernig samfélag við viljum byggja og hvernig sú uppbygging er fjármögnuð. Þar er stefna okkar Vinstri-grænna alveg skýr og sú sama nú og fyrir kosningar: Tekjustofna ríkisins má styrkja með réttlátum hætti og hefja sókn til raunverulegrar uppbyggingar samfélagsins. Slík sókn er nauðsynleg fyrir íslenskt samfélag en í hana verður ekki ráðist undir forystu þessarar ríkisstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í fjármálaáætlun til næstu fimm ára eru lagðar línur um hvernig á að afla tekna og hvernig á að ráðstafa fjármunum hins opinbera. Í þeirri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að ríkissjóður er ekki einungis efnahagsreikningur sem þarf að stemma af. Hann á að standa undir því samfélagi sem við viljum byggja. Það skiptir máli hvernig við fjármögnum þennan sama ríkissjóð og í hvaða verkefni hann er nýttur. Á Íslandi eiga ríkustu tíu prósentin um 70% alls auðs. Ríkustu tuttugu prósentin eiga um 90% alls auðs á landinu. Stjórnvöldum ber skylda að takast á við þessa ójafnaðarþróun, tryggja aukinn jöfnuð og fjármögnun nauðsynlegra samfélagslegra verkefna sem snúast bæði um jöfnuð og velferð. Það er þörf á að því að efla hið opinbera heilbrigðiskerfi og menntakerfi; einnig þarf að bæta kjör öryrkja og aldraðra og byggja upp margs konar innviði, t.d. samgöngur og ferðamannastaði. Til þess að gera þetta þarf að afla tekna með réttlátum hætti sem er þvert á þessa öfgakenndu þróun í átt til ójafnaðar. Því miður hefur þróun skattbyrðinnar verið öfug á síðustu árum þar sem skattbyrðin á þá tekjuhæstu hefur minnkað en þyngst á aðra hópa. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar stendur ekki undir þeim væntingum sem gefnar voru fyrir kosningar. Í henni er skattlagningu stillt upp sem andstæðu frelsis og flúið frá loforðum á ólíkum málefnasviðum. Þar má nefna stefnumótun Vísinda- og tækniráðs um framlög til háskóla, áætlanir um að efla framhaldsskólana þrátt fyrir styttingu, samgönguáætlun og samþykkt þingsins um uppbyggingu Náttúruminjasafns. Ekki er heldur komið til móts við áskorun meira en 86 þúsund Íslendinga um að framlög til heilbrigðismála verði aukin sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Allar þessar ákvarðanir eru rammpólitískar og snúast um hvernig samfélag við viljum byggja og hvernig sú uppbygging er fjármögnuð. Þar er stefna okkar Vinstri-grænna alveg skýr og sú sama nú og fyrir kosningar: Tekjustofna ríkisins má styrkja með réttlátum hætti og hefja sókn til raunverulegrar uppbyggingar samfélagsins. Slík sókn er nauðsynleg fyrir íslenskt samfélag en í hana verður ekki ráðist undir forystu þessarar ríkisstjórnar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun