Brjálaðir yfir því að Macron sniðgangi RT og Sputnik Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2017 20:30 Emmanuel Macron. Vísir/AFP Yfirvöld í Rússlandi eru bálreið yfir því að forsetaframbjóðandinn franski Emmanuel Macron sniðgangi fjölmiðlanna RT, Ruptly og Sputnik sem báðir eru í eigu rússneska ríkisins. Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir framferði Macron vera svívirðilegt. Blaðamenn fjölmiðlanna hafa ekki fengið aðgang að framboði Macron á síðustu dögum. Talsmaður Macron hefur staðfest að fjölmiðlunum verði ekki veittur aðgangur að framboðinu. Hann sagði þá dreifa áróðri Rússa og fölskum fréttum. Zakharova segir ráðuneytið líta á það sem „vísvitandi mismunun gegn rússneskum fjölmiðlum af forsetaframbjóðanda ríkis, sem hefur um langt skeið varið málfrelsi.“ Þetta segir hún samkvæmt Tass fréttaveitunni sem einnig er í eigu rússneska ríkisins. Framboð Macron hefur að undanförnu orðið fyrir tölvuárásum sem sérfræðingar tengja við sömu aðila og brutust inn í kerfi Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þeir hakkarar eru sagðir vera á vegum rússneska ríkisins sem á þessa sömu fjölmiðla og Macron er að sniðganga.Reyndu að gabba starfsmenn flokksins Netöryggisfyrirtækið segir hakkarahópinn Pawn Storm, sem einnig hefur gengið undir nafninu Fancy Bear, hafa sent starfsmönnum Macron tölvupósta sem gengu út á að plata fólkið til að gefa upp lykilorð sín. Til þess skráðu þeir lén sem líktust verulega þeim lénum sem En Marche, stjórnmálaflokkur Macron, notast við, samkvæmt New York Times. Þau lén voru svo notuð til þess að senda umrædda tölvupósta. Þegar starfsmenn flokksins tengdust þeim vefsíðum litu þær nákvæmlega út eins og hinar raunverulegu síður flokksins. Pawn Storm er einnig sagður hafa gert árásir á meðlimi stofnunar sem tengist stjórnmólaflokki Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og evrópskar leyniþjónustur hafa tengt þennan hóp við Rússland og þá sérstaklega við leyniþjónstu rússneska hersins, GRU. Hópurinn er ennfremur sagður hafa reynt að brjótast inn í tölvukerfi Demókrataflokksins.Andstæðingur Macron fundaði með Putin Talsmaður Vladimir Putin gaf lítið fyrir þessar ásakanir í vikunni og sagði að Rússland hefði aldrei komið að kosningum í erlendu ríki. Marine Le Pen, andstæðingur Macron, fór til Moskvu í síðasta mánuði og fundaði með Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hún er andvíg Evrópusambandinu, hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við innlimun Rússlands á Krímskaga og lýst yfir aðdáun sinni á Putin. Þá hefur stjórnmálaflokkur hennar, Front National, tekið lán hjá bönkum í eigu rússneska ríkisins. Macron hefur hins vegar lýst yfir stuðningi sínum við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi vegna aðgerða þeirra í Úkraínu og er stuðningsmaður ESB. Frakkland Tengdar fréttir Macron staðfestir að tölvuþrjótar hafi ráðist á skrifstofur hans Kosningateymi Emmanuel Macron hefur staðfest að fimm tölvuárásir hafi verið gerðar á skrifstofur framboðsins síðan í janúar. 26. apríl 2017 10:48 Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. 24. apríl 2017 12:50 Sarkozy hyggst kjósa Macron Franskir Repúblikanar hafa verið að opna á þann möguleika að starfa með Emmanuel Macron á næstu árum. 26. apríl 2017 12:23 Hollande segir frönsku þjóðinni stafa hætta af Le Pen: Stuðningsmenn Macron sigurvissir Francois Hollande, Frakklandsforseti, hefur lýst yfir stuðningi við miðjumanninn Emmanuel Macron, sem mun keppa við Marine Le Pen frambjóðanda frönsku Þjóðfylkingarinnar um forsetaembættið í síðari hluta frönsku forsetakosninganna í næsta mánuði. 24. apríl 2017 20:15 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Macron gjörsigrar Le Pen gangi spár eftir Miðjumaðurinn Emmanuel Macron mun sigra Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, með yfirburðum í næstu umferð frönsku forsetakosninganna ef fyrstu spár ganga eftir. 23. apríl 2017 21:54 Le Pen segist vilja vísa öllum útlendingum undir eftirliti úr landi Árásin í París í gærkvöldi hefur haft áhrif á frönsku forsetaframbjóðendurna og hafa sumir þeirra aflýst boðuðum kosningafundum. 21. apríl 2017 13:12 Le Pen heitir því að halda hlífðarskildi yfir Frökkum verði hún kjörin Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, segir að hún muni loka landamærum Frakklands og þannig verja Frakka, verði hún kjörin forseti landsins. 17. apríl 2017 23:30 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi eru bálreið yfir því að forsetaframbjóðandinn franski Emmanuel Macron sniðgangi fjölmiðlanna RT, Ruptly og Sputnik sem báðir eru í eigu rússneska ríkisins. Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir framferði Macron vera svívirðilegt. Blaðamenn fjölmiðlanna hafa ekki fengið aðgang að framboði Macron á síðustu dögum. Talsmaður Macron hefur staðfest að fjölmiðlunum verði ekki veittur aðgangur að framboðinu. Hann sagði þá dreifa áróðri Rússa og fölskum fréttum. Zakharova segir ráðuneytið líta á það sem „vísvitandi mismunun gegn rússneskum fjölmiðlum af forsetaframbjóðanda ríkis, sem hefur um langt skeið varið málfrelsi.“ Þetta segir hún samkvæmt Tass fréttaveitunni sem einnig er í eigu rússneska ríkisins. Framboð Macron hefur að undanförnu orðið fyrir tölvuárásum sem sérfræðingar tengja við sömu aðila og brutust inn í kerfi Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þeir hakkarar eru sagðir vera á vegum rússneska ríkisins sem á þessa sömu fjölmiðla og Macron er að sniðganga.Reyndu að gabba starfsmenn flokksins Netöryggisfyrirtækið segir hakkarahópinn Pawn Storm, sem einnig hefur gengið undir nafninu Fancy Bear, hafa sent starfsmönnum Macron tölvupósta sem gengu út á að plata fólkið til að gefa upp lykilorð sín. Til þess skráðu þeir lén sem líktust verulega þeim lénum sem En Marche, stjórnmálaflokkur Macron, notast við, samkvæmt New York Times. Þau lén voru svo notuð til þess að senda umrædda tölvupósta. Þegar starfsmenn flokksins tengdust þeim vefsíðum litu þær nákvæmlega út eins og hinar raunverulegu síður flokksins. Pawn Storm er einnig sagður hafa gert árásir á meðlimi stofnunar sem tengist stjórnmólaflokki Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og evrópskar leyniþjónustur hafa tengt þennan hóp við Rússland og þá sérstaklega við leyniþjónstu rússneska hersins, GRU. Hópurinn er ennfremur sagður hafa reynt að brjótast inn í tölvukerfi Demókrataflokksins.Andstæðingur Macron fundaði með Putin Talsmaður Vladimir Putin gaf lítið fyrir þessar ásakanir í vikunni og sagði að Rússland hefði aldrei komið að kosningum í erlendu ríki. Marine Le Pen, andstæðingur Macron, fór til Moskvu í síðasta mánuði og fundaði með Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hún er andvíg Evrópusambandinu, hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við innlimun Rússlands á Krímskaga og lýst yfir aðdáun sinni á Putin. Þá hefur stjórnmálaflokkur hennar, Front National, tekið lán hjá bönkum í eigu rússneska ríkisins. Macron hefur hins vegar lýst yfir stuðningi sínum við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi vegna aðgerða þeirra í Úkraínu og er stuðningsmaður ESB.
Frakkland Tengdar fréttir Macron staðfestir að tölvuþrjótar hafi ráðist á skrifstofur hans Kosningateymi Emmanuel Macron hefur staðfest að fimm tölvuárásir hafi verið gerðar á skrifstofur framboðsins síðan í janúar. 26. apríl 2017 10:48 Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. 24. apríl 2017 12:50 Sarkozy hyggst kjósa Macron Franskir Repúblikanar hafa verið að opna á þann möguleika að starfa með Emmanuel Macron á næstu árum. 26. apríl 2017 12:23 Hollande segir frönsku þjóðinni stafa hætta af Le Pen: Stuðningsmenn Macron sigurvissir Francois Hollande, Frakklandsforseti, hefur lýst yfir stuðningi við miðjumanninn Emmanuel Macron, sem mun keppa við Marine Le Pen frambjóðanda frönsku Þjóðfylkingarinnar um forsetaembættið í síðari hluta frönsku forsetakosninganna í næsta mánuði. 24. apríl 2017 20:15 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Macron gjörsigrar Le Pen gangi spár eftir Miðjumaðurinn Emmanuel Macron mun sigra Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, með yfirburðum í næstu umferð frönsku forsetakosninganna ef fyrstu spár ganga eftir. 23. apríl 2017 21:54 Le Pen segist vilja vísa öllum útlendingum undir eftirliti úr landi Árásin í París í gærkvöldi hefur haft áhrif á frönsku forsetaframbjóðendurna og hafa sumir þeirra aflýst boðuðum kosningafundum. 21. apríl 2017 13:12 Le Pen heitir því að halda hlífðarskildi yfir Frökkum verði hún kjörin Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, segir að hún muni loka landamærum Frakklands og þannig verja Frakka, verði hún kjörin forseti landsins. 17. apríl 2017 23:30 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Macron staðfestir að tölvuþrjótar hafi ráðist á skrifstofur hans Kosningateymi Emmanuel Macron hefur staðfest að fimm tölvuárásir hafi verið gerðar á skrifstofur framboðsins síðan í janúar. 26. apríl 2017 10:48
Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. 24. apríl 2017 12:50
Sarkozy hyggst kjósa Macron Franskir Repúblikanar hafa verið að opna á þann möguleika að starfa með Emmanuel Macron á næstu árum. 26. apríl 2017 12:23
Hollande segir frönsku þjóðinni stafa hætta af Le Pen: Stuðningsmenn Macron sigurvissir Francois Hollande, Frakklandsforseti, hefur lýst yfir stuðningi við miðjumanninn Emmanuel Macron, sem mun keppa við Marine Le Pen frambjóðanda frönsku Þjóðfylkingarinnar um forsetaembættið í síðari hluta frönsku forsetakosninganna í næsta mánuði. 24. apríl 2017 20:15
Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45
Macron gjörsigrar Le Pen gangi spár eftir Miðjumaðurinn Emmanuel Macron mun sigra Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, með yfirburðum í næstu umferð frönsku forsetakosninganna ef fyrstu spár ganga eftir. 23. apríl 2017 21:54
Le Pen segist vilja vísa öllum útlendingum undir eftirliti úr landi Árásin í París í gærkvöldi hefur haft áhrif á frönsku forsetaframbjóðendurna og hafa sumir þeirra aflýst boðuðum kosningafundum. 21. apríl 2017 13:12
Le Pen heitir því að halda hlífðarskildi yfir Frökkum verði hún kjörin Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, segir að hún muni loka landamærum Frakklands og þannig verja Frakka, verði hún kjörin forseti landsins. 17. apríl 2017 23:30