Um áhyggjulausa ævikvöldið Ellert B. Schram skrifar 28. apríl 2017 07:00 Nú fyrr í mánuðinum flutti ungur varaþingmaður, Albert Guðmundsson, jómfrúarræðu sína á Alþingi og hún fjallaði um málefni aldraðra. Full ástæða er til að hrósa honum fyrir að nota þetta hátíðartækifæri sitt til að tileinka þessa fyrstu ræðu sína „þeim sem eldri eru“. Það er ekki á hverjum degi sem yngra fólk og jafnvel ráðandi fólk beinir athyglinni að kjörum og málefnum eldri borgara. Albert vék að frítekjumarkinu, sem nú hefur verið lögfest á þann hátt að fólk sem fær tryggingabætur frá almannatryggingum situr í þeirri fátæktargildru að ef viðkomandi vinnur sér inn aukatekjur, umfram það sem hann fær frá almannatryggingum, til dæmis 100 þús. kr., heldur hann eftir 25% af viðbótartekjunum. Jú, þetta á að laga , segja ráðherrarnir, næstu fjögur árin! Í nafni fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Hvað skyldu margir lifa það af? Hverjir taka slíkar ákvarðanir og áætlanir nema ríkisstjórnin sem er háð þeim þingmönnum sem styðja stjórnarflokkana. Og þeim ungu þingmönnum, þar á meðal Albert Guðmundssyni, sem hugsar hlýtt til eldri borgara og hags þeirra. Þau lögbundnu skerðingarákvæði sem nú gilda, er verk núverandi ríkisstjórnar. Það frítekjumark sem lögleitt hefur verið, er smánarblettur á því hlutverki sem stjórnmálafólk á að sinna. Albert segir: „Það er skylda okkar að tryggja að þeir sem hafa skilað góðu dagsverki og greitt til samfélagsins alla ævi, geti lifað áhyggjulaust ævikvöld og einnig að við hvetjum til virkni þeirra sem starfsgetu hafa og kjósa að halda áfram að vinna.“ Heyr fyrir honum, en þá verður hann líka, þessi sómadrengur á Alþingi, að láta kné fylgja kviði og berjast gegn þeim fátæktargildrum sem eldra fólki stendur til boða. Og hver er svo skynlaus að halda, að frítekjumörk eldri borgara séu sanngjörn eða boðleg á ævikvöldi? Eða að þau leiði til meira framlags og atvinnuþátttöku fólks á efri árum? Fjármálaáætlun kemur ekki að himni ofan. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er verkefni hennar sjálfrar. Hún er mannanna verk. Hún er ekki höggvin í stein. Það stendur upp á stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar að breyta þessu ógeðslega frítekjumarki. Ef þeir á annað borð meina það sem þeir segja um áhyggjulaust ævikvöld. Unga fólkið á Alþingi getur ráðið ferðinni. Ef það vill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellert B. Schram Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Nú fyrr í mánuðinum flutti ungur varaþingmaður, Albert Guðmundsson, jómfrúarræðu sína á Alþingi og hún fjallaði um málefni aldraðra. Full ástæða er til að hrósa honum fyrir að nota þetta hátíðartækifæri sitt til að tileinka þessa fyrstu ræðu sína „þeim sem eldri eru“. Það er ekki á hverjum degi sem yngra fólk og jafnvel ráðandi fólk beinir athyglinni að kjörum og málefnum eldri borgara. Albert vék að frítekjumarkinu, sem nú hefur verið lögfest á þann hátt að fólk sem fær tryggingabætur frá almannatryggingum situr í þeirri fátæktargildru að ef viðkomandi vinnur sér inn aukatekjur, umfram það sem hann fær frá almannatryggingum, til dæmis 100 þús. kr., heldur hann eftir 25% af viðbótartekjunum. Jú, þetta á að laga , segja ráðherrarnir, næstu fjögur árin! Í nafni fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Hvað skyldu margir lifa það af? Hverjir taka slíkar ákvarðanir og áætlanir nema ríkisstjórnin sem er háð þeim þingmönnum sem styðja stjórnarflokkana. Og þeim ungu þingmönnum, þar á meðal Albert Guðmundssyni, sem hugsar hlýtt til eldri borgara og hags þeirra. Þau lögbundnu skerðingarákvæði sem nú gilda, er verk núverandi ríkisstjórnar. Það frítekjumark sem lögleitt hefur verið, er smánarblettur á því hlutverki sem stjórnmálafólk á að sinna. Albert segir: „Það er skylda okkar að tryggja að þeir sem hafa skilað góðu dagsverki og greitt til samfélagsins alla ævi, geti lifað áhyggjulaust ævikvöld og einnig að við hvetjum til virkni þeirra sem starfsgetu hafa og kjósa að halda áfram að vinna.“ Heyr fyrir honum, en þá verður hann líka, þessi sómadrengur á Alþingi, að láta kné fylgja kviði og berjast gegn þeim fátæktargildrum sem eldra fólki stendur til boða. Og hver er svo skynlaus að halda, að frítekjumörk eldri borgara séu sanngjörn eða boðleg á ævikvöldi? Eða að þau leiði til meira framlags og atvinnuþátttöku fólks á efri árum? Fjármálaáætlun kemur ekki að himni ofan. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er verkefni hennar sjálfrar. Hún er mannanna verk. Hún er ekki höggvin í stein. Það stendur upp á stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar að breyta þessu ógeðslega frítekjumarki. Ef þeir á annað borð meina það sem þeir segja um áhyggjulaust ævikvöld. Unga fólkið á Alþingi getur ráðið ferðinni. Ef það vill.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun