Sport

NFL-leikmaður glímir við minnistap

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Thomas á leið í bardaga með Cleveland.
Thomas á leið í bardaga með Cleveland. vísir/getty
Leikmenn í NFL-deildinni eiga það á hættu að glíma við margskonar vandamál er ferli þeirra lýkur þar sem íþróttin er það hörð og fáir labba óskaddaðir út um dyrnar hjá deildinni.

Heilahristingar eru daglegt brauð í deildinni og hafa leikmenn deildarinnar þróað með sér CTE sem getur haft hrikalegar afleiðingar.

Nú er leikmaður í deildinni, sem aðeins er 32 ára, farinn að glíma við minnistap. Eðlilega grunar marga að það sé af því hann spilar í deildinni.

„Ég veit ekki hvort þetta sé út af aldrinum eða fótboltanum. Það er erfitt að segja,“ segir leikmaðurinn Joe Thomas en hann er varnarmaður hjá Cleveland Browns.

„Skammtímaminnið er mjög slæmt. Ég fer kannsk í búðina og er ég nálgast búðina er ég búinn að steingleyma því hvað ég þurfti að ná í. Þetta eru margir litlir hlutir og ef ég léti þá fara í taugarnar á mér þá held ég að það væri auðvelt að detta í þunglyndi og verða sorgmæddur. Ég reyni að taka þessu eins og vel og ég get. Enn sem komið er.“

Thomas er að fara að sigla inn í sitt ellefta tímabil í deildinni næsta haust og hefur aldrei misst af leik eða kerfi. Hann gerir sér fyllilega grein fyrir hættunum sem fylgja íþróttinni.

„Maður þarf vissulega að hafa áhyggjur en þannig er það með margar starfsgreinar. Það verða allir að vinna og margar aðrar vinnur gætu haft slæm áhrif á líkamann. Þannig er það bara.“

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×