Sverrir: Sá eftir fyrstu sjö leikina að við gátum gert ótrúlega hluti Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2017 21:47 Sverrir Þór Sverrisson með bikarinn eftir leikinn í kvöld. vísir/tom „Mér líður stórkostlega en núna er ég í hálfgerðu spennufalli. Maður er bara dasaður,“ sagði kampakátur en dauðþreyttur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir að hans stelpur lögðu Snæfell, 70-50, í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Domino´s-deildarinnar. Keflavík varð Íslandsmeistari með sigrinum en þær tóku seríuna, 3-1. Keflavíkurliðið var betra allan tímann en var búið að missa öruggt forskot niður í sex stig þegar minnst var undir lok þriðja leikhluta. „Mér fannst við vera farin að passa að missa þetta ekki niður í staðinn fyrir að keyra bara á körfuna og reyna að skora," sagði Sverrir. „Við vorum átta stigum yfir eftir þrjá leikhluta og töluðum um það þá að það voru bara 50 prósent líkur á að við myndum vinna þennan leik í kvöld. Við erum ekki að verja neitt. Við erum bara að spila í 40 mínútur að reyna að spila vörn og reyna að ná góðu skoti.“ Litlu slátrararnir í Keflavík fengu ekki á sig körfu fyrstu átta mínúturnar í fjórða leikhluta og sigldu þannig fram úr. Frammistaðan var hreint ótrúlega hjá ekki eldra liði en þetta. „Algjörlega. Þetta var geggjað,“ sagði Sverrir sem gat ekki svarað því strax hvort þetta eru átta bestu mínútur sem hann hefur séð frá liði sem hann er að þjálfa. „Ég var á svo miklu flugi og á eftir að horfa á þetta aftur rólegur en þær voru alveg geggjaðar. Emelía og Erna sátu framan af völlum fjórða leikhluta því Katla og Þóranna voru að spila svo frábæra vörn. Svo gat ég sett Emelíu inn þegar þær voru orðnar þreyttar. Þetta var frábært,“ sagði hann. Keflavíkurliðið var í molum þegar Sverrir tók við því í fyrra en viðsnúningurinn hefur verið ótrúlegur. „Ég kem inn á leiðinlegum tíma í fyrra. Það var allt í tómu rugli þannig við hreinsuðum úr hópnum. Ég fæ til mín Ernu og Salbjörgu sem eru stelpur sem ég hef þjálfað áður og veit hvernig eru. Þær eru frábærir karkatar og góðir liðsmenn. “ Hann vissi að þetta lið gæti gert eitthvað magnað. „Ég sá eftir sjö fyrstu leikina að við erum samkeppnishæf við alla. Markmiðið var að komast í úrslitakeppnina en ég sá eftir fyrstu umferðina að við gátum gert ótrúlega hluti,“ sagði Sverrir. „Ég ætlaði mér stærri hluti við stelpurnar en ég sagði við stelpurnar á fundinum í haust. Ég vissi að ef allt myndi smella hjá okkur gætum við gert eitthvað meira. Ég talaði samt aldrei við þær um að vinna tvöfalt eða neitt svoleiðis,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45 Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12 Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
„Mér líður stórkostlega en núna er ég í hálfgerðu spennufalli. Maður er bara dasaður,“ sagði kampakátur en dauðþreyttur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir að hans stelpur lögðu Snæfell, 70-50, í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Domino´s-deildarinnar. Keflavík varð Íslandsmeistari með sigrinum en þær tóku seríuna, 3-1. Keflavíkurliðið var betra allan tímann en var búið að missa öruggt forskot niður í sex stig þegar minnst var undir lok þriðja leikhluta. „Mér fannst við vera farin að passa að missa þetta ekki niður í staðinn fyrir að keyra bara á körfuna og reyna að skora," sagði Sverrir. „Við vorum átta stigum yfir eftir þrjá leikhluta og töluðum um það þá að það voru bara 50 prósent líkur á að við myndum vinna þennan leik í kvöld. Við erum ekki að verja neitt. Við erum bara að spila í 40 mínútur að reyna að spila vörn og reyna að ná góðu skoti.“ Litlu slátrararnir í Keflavík fengu ekki á sig körfu fyrstu átta mínúturnar í fjórða leikhluta og sigldu þannig fram úr. Frammistaðan var hreint ótrúlega hjá ekki eldra liði en þetta. „Algjörlega. Þetta var geggjað,“ sagði Sverrir sem gat ekki svarað því strax hvort þetta eru átta bestu mínútur sem hann hefur séð frá liði sem hann er að þjálfa. „Ég var á svo miklu flugi og á eftir að horfa á þetta aftur rólegur en þær voru alveg geggjaðar. Emelía og Erna sátu framan af völlum fjórða leikhluta því Katla og Þóranna voru að spila svo frábæra vörn. Svo gat ég sett Emelíu inn þegar þær voru orðnar þreyttar. Þetta var frábært,“ sagði hann. Keflavíkurliðið var í molum þegar Sverrir tók við því í fyrra en viðsnúningurinn hefur verið ótrúlegur. „Ég kem inn á leiðinlegum tíma í fyrra. Það var allt í tómu rugli þannig við hreinsuðum úr hópnum. Ég fæ til mín Ernu og Salbjörgu sem eru stelpur sem ég hef þjálfað áður og veit hvernig eru. Þær eru frábærir karkatar og góðir liðsmenn. “ Hann vissi að þetta lið gæti gert eitthvað magnað. „Ég sá eftir sjö fyrstu leikina að við erum samkeppnishæf við alla. Markmiðið var að komast í úrslitakeppnina en ég sá eftir fyrstu umferðina að við gátum gert ótrúlega hluti,“ sagði Sverrir. „Ég ætlaði mér stærri hluti við stelpurnar en ég sagði við stelpurnar á fundinum í haust. Ég vissi að ef allt myndi smella hjá okkur gætum við gert eitthvað meira. Ég talaði samt aldrei við þær um að vinna tvöfalt eða neitt svoleiðis,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45 Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12 Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45
Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12
Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum