Valitor vill nýtt mat á tjóni Wikileaks Haraldur Guðmundsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Valitor vill fá nýtt undirmat á tjóni Datacell og Sunshine Press Productions. vísir/stefán Lögmaður Valitor í skaðabótamáli Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) gegn greiðslukortafyrirtækinu ætlar að fara fram á nýtt mat á tjóni fyrirtækjanna tveggja vegna lokunar á greiðslugátt til uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks. Dómkvaddir matsmenn mátu tjónið á tæpa 3,2 milljarða króna í maí í fyrra en niðurstaða yfirmatsmanna, sem Valitor óskaði eftir í kjölfar undirmatsins, hefur legið fyrir síðan um miðjan mars en ekki verið lögð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. „Ég er búinn að leggja fram beiðni um dómkvaðningu tveggja nýrra matsmanna. Það yrði nýtt undirmat og sjálfstætt og hefði ekkert með fyrri möt að gera. Ég fór fram á yfirmatið en er með þessu að afla frekari sönnunargagna til að svara spurningum sem ég tel að sé enn ósvarað,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor í skaðabótamálinu. Hæstiréttur staðfesti í apríl 2013 heimildarskort Valitor til riftunar á söluaðilasamningi við Datacell sem tryggði félaginu greiðslugátt fyrir íslenska einkahlutafélagið SPP, rekstrarfélag Wikileaks. Gáttin var lokuð frá 8. júlí 2011 til 19. maí 2013 og lögðu fyrirtækin tvö upphaflega fram átta milljarða króna skaðabótakröfu. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og SPP, segir hana nú standa í um sex milljörðum með dráttarvöxtum og kostnaði í kjölfar niðurstöðu undirmatsmannanna.Sigurður G. Guðjónsson„Lögmaður Valitor þráast enn við að leggja fram yfirmatið en hefur aftur á móti farið fram á nýtt mat sem tekur að mestu leyti á sömu atriðum og yfirmatið gerði. Hann virðist líta svo á að með því að sleppa því að leggja fram yfirmatið geti hann lagt sömu spurningar fram við nýja undirmatsmenn. Það gengur ekki upp en ástæðan er auðvitað sú að niðurstaða yfirmatsmannanna hefur ekki verið Valitor hagstæð,“ segir Sveinn Andri í samtali við Markaðinn. „Ég beindi hins vegar áskorun til Valitor í mars um að yfirmatið yrði lagt fram en lögmaður fyrirtækisins hefur haft það síðan um miðjan þann mánuð. Það var bókað eftir honum í fyrirtöku fyrir dómi þann 20. mars að hann væri ósáttur við niðurstöðu yfirmatsins og að yfirmatsmennirnir hefðu ekki svarað tilteknum spurningum. En það er auðvitað ekki þannig að menn geti endalaust fengið nýtt mat þangað til þeir eru ánægðir með niðurstöðuna. Þetta er því í mínum huga vandræðagangur en við bíðum rólegir.“Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og SPPVísir/ernirKrafa Valitor um dómkvaðningu nýju matsmannanna verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 8. maí næstkomandi. Sigurður bendir á að þrátt fyrir að yfirmatsnefnd hafi komist að niðurstöðu í málinu sé það ákvörðun Valitor um það hvort og þá hvenær hún verður lögð fyrir dóminn. „Það er bara eitt af þessum sönnunargögnum og ég ákveð hvort það verður lagt fram en það hefur ekki verið gert hingað til.“ Datacell er íslenskt einkahlutafélag, stofnað árið 2009 af þeim Ólafi Vigni Sigurvinssyni og Andreasi Fink. Samkvæmt ársreikningi SPP fyrir árið 2015 eru 84 prósent félagsins í eigu Julians Assange, stofnanda Wikileaks, og tvö prósent í eigu Kristins Hrafnssonar, talsmanns síðunnar. Markaðir Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Sjá meira
Lögmaður Valitor í skaðabótamáli Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) gegn greiðslukortafyrirtækinu ætlar að fara fram á nýtt mat á tjóni fyrirtækjanna tveggja vegna lokunar á greiðslugátt til uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks. Dómkvaddir matsmenn mátu tjónið á tæpa 3,2 milljarða króna í maí í fyrra en niðurstaða yfirmatsmanna, sem Valitor óskaði eftir í kjölfar undirmatsins, hefur legið fyrir síðan um miðjan mars en ekki verið lögð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. „Ég er búinn að leggja fram beiðni um dómkvaðningu tveggja nýrra matsmanna. Það yrði nýtt undirmat og sjálfstætt og hefði ekkert með fyrri möt að gera. Ég fór fram á yfirmatið en er með þessu að afla frekari sönnunargagna til að svara spurningum sem ég tel að sé enn ósvarað,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor í skaðabótamálinu. Hæstiréttur staðfesti í apríl 2013 heimildarskort Valitor til riftunar á söluaðilasamningi við Datacell sem tryggði félaginu greiðslugátt fyrir íslenska einkahlutafélagið SPP, rekstrarfélag Wikileaks. Gáttin var lokuð frá 8. júlí 2011 til 19. maí 2013 og lögðu fyrirtækin tvö upphaflega fram átta milljarða króna skaðabótakröfu. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og SPP, segir hana nú standa í um sex milljörðum með dráttarvöxtum og kostnaði í kjölfar niðurstöðu undirmatsmannanna.Sigurður G. Guðjónsson„Lögmaður Valitor þráast enn við að leggja fram yfirmatið en hefur aftur á móti farið fram á nýtt mat sem tekur að mestu leyti á sömu atriðum og yfirmatið gerði. Hann virðist líta svo á að með því að sleppa því að leggja fram yfirmatið geti hann lagt sömu spurningar fram við nýja undirmatsmenn. Það gengur ekki upp en ástæðan er auðvitað sú að niðurstaða yfirmatsmannanna hefur ekki verið Valitor hagstæð,“ segir Sveinn Andri í samtali við Markaðinn. „Ég beindi hins vegar áskorun til Valitor í mars um að yfirmatið yrði lagt fram en lögmaður fyrirtækisins hefur haft það síðan um miðjan þann mánuð. Það var bókað eftir honum í fyrirtöku fyrir dómi þann 20. mars að hann væri ósáttur við niðurstöðu yfirmatsins og að yfirmatsmennirnir hefðu ekki svarað tilteknum spurningum. En það er auðvitað ekki þannig að menn geti endalaust fengið nýtt mat þangað til þeir eru ánægðir með niðurstöðuna. Þetta er því í mínum huga vandræðagangur en við bíðum rólegir.“Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og SPPVísir/ernirKrafa Valitor um dómkvaðningu nýju matsmannanna verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 8. maí næstkomandi. Sigurður bendir á að þrátt fyrir að yfirmatsnefnd hafi komist að niðurstöðu í málinu sé það ákvörðun Valitor um það hvort og þá hvenær hún verður lögð fyrir dóminn. „Það er bara eitt af þessum sönnunargögnum og ég ákveð hvort það verður lagt fram en það hefur ekki verið gert hingað til.“ Datacell er íslenskt einkahlutafélag, stofnað árið 2009 af þeim Ólafi Vigni Sigurvinssyni og Andreasi Fink. Samkvæmt ársreikningi SPP fyrir árið 2015 eru 84 prósent félagsins í eigu Julians Assange, stofnanda Wikileaks, og tvö prósent í eigu Kristins Hrafnssonar, talsmanns síðunnar.
Markaðir Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Sjá meira