Heilbrigðisráðherra skoðar breytingar á lögum um leyfi til heilbrigðisþjónustu Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2017 19:30 Steingrímur J. Sigfússon og Óttarr Proppé. Vísir/Eyþór/Ernir Heilbrigðisráðherra segir bagalegt að ekki sé gert ráð fyrir að hann gefi út leyfi fyrir starfsemi eins og fram fer hjá Klíníkinni og er að láta kanna grundvöll til breytinga á núgildandi lögum. Hann ítrekaði á Alþingi í dag að ekki stæði til af hans hálfu að auka á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu hefur mikið verið til umræðu á Alþingi í vetur. Og enn einu sinni í dag gengu þingmenn stjórnarandstöðunnar á heilbrigðisráðherra varðandi stefnu hans í þessum efnum. Mest er tekist á um starfsemi hjá Klíníkinni þar sem framkvæmdar eru ýmiss konar aðgerðir og þar sem aðstaða er til flóknari aðgerða. Steingrímur J. Sigfússon sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að fram hefðu komið ólík sjónarmið gagnvart starfsemi fyrirtækisins annars vegar frá Landlækni og hins vegar heilbrigðisráðuneytinu. Þetta væri bagalegt og þyrfti að útkljá.Mikilvægt að fá á hreint „En ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra; hefur það nokkru breytt um það sem hæstvirtur ráðherra gaf út hér á dögunum, að ráðuneytið muni ekki heimila Sjúkratryggingum að gera samning við einkasjúkrahúsið á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Það er að segja ekki gera samning um að þar verði sett á fót legudeild til allt að fimm daga og farið út í sérhæfðar skurðaðgerðir. Það er mjög mikilvægt að fá þetta á hreint,“ sagði Steingrímur. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra ítrekaði að ráðuneytið starfaði samkvæmt lögum og á árinu 2007, áður en hann kom á þing, hafi lögunum verið breytt þannig að ráðherra gæfi ekki út leyfi fyrir starfsemi eins og nú færi fram hjá Klíníkinni. En í dag semja sérfræðingar einfaldlega beint við Sjúkratryggingar Íslands um sína þjónustu, án þess að til þess þurfi samþykki ráðherra. „Mér þykir það bagalegt. Það er ekki í takt við það hvernig ég vil sjá íslenska heilbrigðisþjónustu þróast eða halda áfram. Þannig að ég er að undirbúa að setja af stað vinnu í ráðuneytinu til að skoða hvort að það þurfi að beita sér fyrir því að lögum verði breytt eða lög verði skýrð þegar að þessu kemur,“ sagði Óttarr.Eftirspurn eykst Á sama tíma og langir biðlistar eru eftir tilteknum aðgerðum á sjúkrahúsunum eykst eftirspurnin eftir þjónustu einkaaðila sem bjóða upp á sömu þjónustu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar minnti á að þær aðgerðir væru greiddar af ríkissjóði í gegnum Sjúkratryggingar. En oft eru það sömu læknarnir sem vinna bæði á einkastofunum og á spítölunum. Landlæknir vill vinna gegn þessari þróun og jafnvel skylda lækna sem vinna á Landsspítalanum til að vinna eingöngu þar. „Við getum með öðrum orðum átt von á því gegn vilja almennings að hér þróist tvöfalt kerfi. Annars vegar þar sem allur þorri almennings notar hið vanfjármagnaða opinbera kerfi og svo hitt: Einarekið kerfi sem að megninu til verður greitt af almannafé en fólk getur svo ef það vill og á peninga greitt aukalega og sótt sér þjónustu,“ sagði Logi. Yfirmenn Landsspítalans teldu að um beinan niðurskurð væri að ræða til spítalans í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Ráðherra sagði fjármuni til heilbrigðismála aukna verulega í fjármálaáætlun. „Vissulega að miklu leyti uppbygging nýs Landsspítala. En það er ekkert aukaatriði í þróun og uppbyggingu íslensks heilbrigðiskerfis. Þvert á móti, það er lykilatriði,“ sagði Óttarr Proppé. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir bagalegt að ekki sé gert ráð fyrir að hann gefi út leyfi fyrir starfsemi eins og fram fer hjá Klíníkinni og er að láta kanna grundvöll til breytinga á núgildandi lögum. Hann ítrekaði á Alþingi í dag að ekki stæði til af hans hálfu að auka á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu hefur mikið verið til umræðu á Alþingi í vetur. Og enn einu sinni í dag gengu þingmenn stjórnarandstöðunnar á heilbrigðisráðherra varðandi stefnu hans í þessum efnum. Mest er tekist á um starfsemi hjá Klíníkinni þar sem framkvæmdar eru ýmiss konar aðgerðir og þar sem aðstaða er til flóknari aðgerða. Steingrímur J. Sigfússon sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að fram hefðu komið ólík sjónarmið gagnvart starfsemi fyrirtækisins annars vegar frá Landlækni og hins vegar heilbrigðisráðuneytinu. Þetta væri bagalegt og þyrfti að útkljá.Mikilvægt að fá á hreint „En ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra; hefur það nokkru breytt um það sem hæstvirtur ráðherra gaf út hér á dögunum, að ráðuneytið muni ekki heimila Sjúkratryggingum að gera samning við einkasjúkrahúsið á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Það er að segja ekki gera samning um að þar verði sett á fót legudeild til allt að fimm daga og farið út í sérhæfðar skurðaðgerðir. Það er mjög mikilvægt að fá þetta á hreint,“ sagði Steingrímur. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra ítrekaði að ráðuneytið starfaði samkvæmt lögum og á árinu 2007, áður en hann kom á þing, hafi lögunum verið breytt þannig að ráðherra gæfi ekki út leyfi fyrir starfsemi eins og nú færi fram hjá Klíníkinni. En í dag semja sérfræðingar einfaldlega beint við Sjúkratryggingar Íslands um sína þjónustu, án þess að til þess þurfi samþykki ráðherra. „Mér þykir það bagalegt. Það er ekki í takt við það hvernig ég vil sjá íslenska heilbrigðisþjónustu þróast eða halda áfram. Þannig að ég er að undirbúa að setja af stað vinnu í ráðuneytinu til að skoða hvort að það þurfi að beita sér fyrir því að lögum verði breytt eða lög verði skýrð þegar að þessu kemur,“ sagði Óttarr.Eftirspurn eykst Á sama tíma og langir biðlistar eru eftir tilteknum aðgerðum á sjúkrahúsunum eykst eftirspurnin eftir þjónustu einkaaðila sem bjóða upp á sömu þjónustu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar minnti á að þær aðgerðir væru greiddar af ríkissjóði í gegnum Sjúkratryggingar. En oft eru það sömu læknarnir sem vinna bæði á einkastofunum og á spítölunum. Landlæknir vill vinna gegn þessari þróun og jafnvel skylda lækna sem vinna á Landsspítalanum til að vinna eingöngu þar. „Við getum með öðrum orðum átt von á því gegn vilja almennings að hér þróist tvöfalt kerfi. Annars vegar þar sem allur þorri almennings notar hið vanfjármagnaða opinbera kerfi og svo hitt: Einarekið kerfi sem að megninu til verður greitt af almannafé en fólk getur svo ef það vill og á peninga greitt aukalega og sótt sér þjónustu,“ sagði Logi. Yfirmenn Landsspítalans teldu að um beinan niðurskurð væri að ræða til spítalans í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Ráðherra sagði fjármuni til heilbrigðismála aukna verulega í fjármálaáætlun. „Vissulega að miklu leyti uppbygging nýs Landsspítala. En það er ekkert aukaatriði í þróun og uppbyggingu íslensks heilbrigðiskerfis. Þvert á móti, það er lykilatriði,“ sagði Óttarr Proppé.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent