Helltu sér yfir Jamie Oliver fyrir að birta mynd af laxeldi í Arnarfirði Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2017 11:02 „Þvílíkt útsýni,“ var skrifað á Facebook-síðu Jamie Oliver þar sem birt var mynd af sjókví í Arnarfirði í vikunni. Fékk kokkurinn bágt fyrir frá mörgum sem eru á móti laxeldi. Facebook Nakti kokkurinn Jamie Oliver fékk yfir sig mikla gagnrýni fyrir að birta mynd á Facebook-síðu sinni af sjókví fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax í Arnarfirði á Vestfjörðum á mánudag. Til stendur að opna veitingastaðinn Jamie´s Italian á á Hótel Borg í júní og voru menn á hans vegum í Arnarfirði í vikunni í leit að hráefni fyrir staðinn, eins og það er orðað á Facebook-síðunni. Arnarlax sérhæfir sig í laxeldi og voru því menn á vegum Jamie Oliver væntanlega í leit að eldislaxi. Um leið og Jamie birti mynd af sjókvínni dáðist hann að útsýninu í Arnarfirði. Þetta féll þó ekki í kramið hjá ýmsum sem sögðust í athugasemdum við myndina ekki trúa því að Jamie ætli að bjóða upp á eldislax á veitingastaðnum sínum.„Ættir að taka afstöðu gegn laxeldi“ „Þú ættir að taka afstöðu gegn laxeldi og ekki bjóða upp á eldislax á veitingastöðum þínum. Það væri eitthvað,“ skrifaði Oddný Magnadóttir við myndina. Aðrir benda á að þeir sem leggja sér eldisfisk til munns séu að vernda villta fiskistofna en því er svarað til í athugasemdum við myndina hans Jamie að laxeldi falli ekki þar undir. „Hafðu skömm fyrir,“ skrifar David Lemar við myndina hans Jamie til að mynda.Segjast leita til ábyrgra aðila Forsvarsmenn veitingahúsakeðju Jamie Oliver svara þessum athugasemdum við myndina þar sem þakkað er fyrir þessi skilaboð. Forsvarsmenn veitingahúsakeðjunnar fullvissa þá sem gagnrýna þetta fyrirkomulag að þeir séu ávallt með það hugfast að leita til ábyrgra aðila þegar kemur að því að finna hráefni fyrir veitingastaðina. „Við höfum alltaf notast við blöndu af viltu og ræktuðu sjávarfangi á Jamie´s Italian veitingastöðunum okkar sem hjálpar til við að halda jafnvægi á eftirspurn eftir viltu sjávarfangi. Við erum sammála því að það eru ákveðin vandkvæði sem fylgja allri dýraræktun og er það ástæðan fyrir því að við heimsækjum birgjana okkar svo við getum tryggt að þeir fari eftir sínum háu stöðlum,“ segja forsvarsmenn Jamie´s Italian.„Vinnum aðeins með fólki sem deilir okkar sýn“ Þeir segja að Arnarlax reyni eftir fremsta megni að minnka öll þau áhrif sem fiskeldi hefur á umhverfið. „Og starfsemin fer fram án allra efna eða sýklalyfja. Við erum meðvituð um það að öll fiskeldi eru ekki eins, sem er ástæðan fyrir því að við göngum svona langt til að kanna birgjana okkar, og vinnum aðeins með fólki sem deilir okkar sýn og viðhorfi.“ Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Nakti kokkurinn Jamie Oliver fékk yfir sig mikla gagnrýni fyrir að birta mynd á Facebook-síðu sinni af sjókví fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax í Arnarfirði á Vestfjörðum á mánudag. Til stendur að opna veitingastaðinn Jamie´s Italian á á Hótel Borg í júní og voru menn á hans vegum í Arnarfirði í vikunni í leit að hráefni fyrir staðinn, eins og það er orðað á Facebook-síðunni. Arnarlax sérhæfir sig í laxeldi og voru því menn á vegum Jamie Oliver væntanlega í leit að eldislaxi. Um leið og Jamie birti mynd af sjókvínni dáðist hann að útsýninu í Arnarfirði. Þetta féll þó ekki í kramið hjá ýmsum sem sögðust í athugasemdum við myndina ekki trúa því að Jamie ætli að bjóða upp á eldislax á veitingastaðnum sínum.„Ættir að taka afstöðu gegn laxeldi“ „Þú ættir að taka afstöðu gegn laxeldi og ekki bjóða upp á eldislax á veitingastöðum þínum. Það væri eitthvað,“ skrifaði Oddný Magnadóttir við myndina. Aðrir benda á að þeir sem leggja sér eldisfisk til munns séu að vernda villta fiskistofna en því er svarað til í athugasemdum við myndina hans Jamie að laxeldi falli ekki þar undir. „Hafðu skömm fyrir,“ skrifar David Lemar við myndina hans Jamie til að mynda.Segjast leita til ábyrgra aðila Forsvarsmenn veitingahúsakeðju Jamie Oliver svara þessum athugasemdum við myndina þar sem þakkað er fyrir þessi skilaboð. Forsvarsmenn veitingahúsakeðjunnar fullvissa þá sem gagnrýna þetta fyrirkomulag að þeir séu ávallt með það hugfast að leita til ábyrgra aðila þegar kemur að því að finna hráefni fyrir veitingastaðina. „Við höfum alltaf notast við blöndu af viltu og ræktuðu sjávarfangi á Jamie´s Italian veitingastöðunum okkar sem hjálpar til við að halda jafnvægi á eftirspurn eftir viltu sjávarfangi. Við erum sammála því að það eru ákveðin vandkvæði sem fylgja allri dýraræktun og er það ástæðan fyrir því að við heimsækjum birgjana okkar svo við getum tryggt að þeir fari eftir sínum háu stöðlum,“ segja forsvarsmenn Jamie´s Italian.„Vinnum aðeins með fólki sem deilir okkar sýn“ Þeir segja að Arnarlax reyni eftir fremsta megni að minnka öll þau áhrif sem fiskeldi hefur á umhverfið. „Og starfsemin fer fram án allra efna eða sýklalyfja. Við erum meðvituð um það að öll fiskeldi eru ekki eins, sem er ástæðan fyrir því að við göngum svona langt til að kanna birgjana okkar, og vinnum aðeins með fólki sem deilir okkar sýn og viðhorfi.“
Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira