Ofsi á undanþágu Guðmundur Andri Thorsson skrifar 24. apríl 2017 09:00 Maður sér þá stundum í umferðinni og fyllist skelfingu, hægir á sér og reynir að láta lítið fyrir sér fara meðan þeir æða framhjá gaurarnir sem eru í anda staddir í Formúlu eitt-kappakstrinum en ekki bara á Hafnarfjarðarveginum eða Miklubrautinni eins og við hin. Þeir eru í annarri vídd. Þeir fara um á ofsahraða, hendast milli akreina með rykkjum, skjótast inn í öll bil án þess að gefa nokkru sinni stefnuljós, aka ofan í næsta bíl á undan með ógnandi fasi, virða engar reglur, líta aldrei í kringum sig og maður andar léttar þegar maður sér þá hverfa í átt að sjónarrönd og ekki annað hægt en að biðja til almættisins að grípa í taumana áður en eitthvað hræðilegt gerist. Erfitt er að vita hvað þessir menn eru eiginlega að tjá með þessum látum, en svona umferðarofstopi er í besta falli ofbeldi gagnvart samborgurum, þetta er andfélagsleg hegðun, eins og að ganga um í mannfjölda og fara upp að fólki og garga upp í það, steyta framan í það hnefann, vingsa stórri sveðju af gáleysi. Svona hegðun vitnar um stórfelldan félagslegan vanþroska og einstaklingshyggju sem stappar nærri sturlun. Svona menn þarf að taka úr umferð og kenna þeim á bíl – og samfélag.Í Formúlu eitt á Reykjanesbraut Nýlega staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms um að leggja hald á Tesla-bifreið Magnúsar Ólafs Garðarssonar. Þann 20. desember síðastliðinn var hann á ferð á Reykjanesbraut í slæmu veðri og vondu skyggni, á hálum og blautum veg. Samkvæmt frétt RÚ mældist bifreið hans ítrekað á yfir 160 kílómetra hraða og allt upp í 183 kílómetra hraða á klst. Tilkynningar um ofsaakstur bílsins bárust til neyðarlínunnar og svo fór að lokum að hann rakst utan í annan bíl með þeim afleiðingum að hinn ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabíl á spítala. Magnús hefur krafist þess að fá bílinn sinn aftur. Hann segir að hann hafi misst stjórn á bílnum „vegna ytri aðstæðna“. Hann talar líka um að lögreglan hafi farið fram úr valdheimildum sínum við rannsókn málsins og „brotið gegn friðhelgi einkalífsins“ með því að skoða upplýsingar sem bíllinn geymir um aksturinn. Þetta er ekki eina dæmið um slíkan akstur hjá Magnúsi – tíu hraðakstursmál hafa komið upp hjá honum hér á landi undanfarið og eitt í Danmörku. Það er ágæt regla að sýna fólki tillitssemi þegar það ratar í ógæfu eða verður eitthvað á sem ámælisvert getur talist; þá fer ekki vel á að hreykja sér eða efna til fjöldafordæmingar, enda eiga allir sér einhverjar málsbætur og rétt á því að taka sig á í lífinu. Það á Magnús vonandi eftir að gera og farnist honum vel. Það er hins vegar freistandi að gera þetta mál hans að umtalsefni vegna þess að það er dæmigert fyrir ákveðið hugarfar sem ríkt hefur hér á landi, og ekki bara í umferðinni. Magnús Ólafur stendur sem sé í þeirri meiningu að hann sé undanþeginn reglum um hámarkshraða.Uppbygging á undanþágu Hann er nefnilega vanur undanþágunum. Magnús er einn stofnenda United Silicon og var til skamms tíma forstjóri þess fyrirtækis, hafði væntanlega veg og vanda af þeirri uppbyggingu sem skilar fyrirtækinu nú nærri vikulegum hneykslisfréttum vegna mengunar sem enginn virðist almennilega vita hversu mikil er, skulda við verktaka og málaferla kringum það, slysa og verkamanna sem látnir eru vinna án réttinda á vandasöm tæki og við vondar aðstæður. Allt vitnar um það hvernig ætt hefur verið áfram við uppbyggingu fyrirtækisins í þeirri vissu að undanþágur verði veittar frá reglum. Nú bregður hins vegar svo við að umhverfisráðherra Björt Ólafsdóttir hefur farið sköruglega fram í málefnum fyrirtækisins og komið þeim skilaboðum rækilega á framfæri að við þetta fúsk verði ekki unað og að það sé liðin tíð að horft sé í gegnum fingur sér með ólöglega mengun eins og löngum hefur tíðkast hér á landi. Reglan hér á landi hefur verið þessi: þegar spurt er um hagsmuni náttúru og hagsmuni stóriðju skal stóriðjan njóta vafans, undantekningarlaust; þegar spurt er um heilsu almennings og hagsmuni stóriðju skal stóriðja njóta vafans, ævinlega. Stóriðja, verksmiðjurekstur, er nefnilega „atvinnusköpun“. Og „atvinnusköpun“ er íslenska orðið yfir „nirvana“; hið endanlega alsæluástand sem allt miðar að. Afleiðingin er sú að uppbyggingu stóriðju hér á landi má líkja við ofsaakstur í umferðinni og eru þar dæmin mýmörg, það nýjasta brjálæðisleg áform um sjókvíaeldi á laxi. Forljótum verksmiðjum hefur verið dritað niður þar sem hentar framkvæmdaaðilum sem fá allar þær ívilnanir sem hugsast geta, skattahagræði, gjafverð á orku, frámunaleg framlög úr lífeyrissjóðum, að drasla að vild ... Málsvörn Magnúsar er líka kunnugleg þeim sem fylgst hefur með málsvörn bankstera og útrásarvíkinga í markaðsmisnotkunarmálum. Talað er um „ytri aðstæður“, rétt eins og hrunverjar gera alltaf og fjasað um „friðhelgi einkalífs“. Vantar bara að hann fari að reyna að ryðja dóminn með vanhæfiskröfum á þeim forsendum að dómarar séu andvígir ofsaakstri. Mengunin getur birst á margs konar hátt; meðal annars í hugarfari. En það er kominn tími til þess að sveitarstjórnarmenn og kjördæmaþingmenn átti sig á því að það sem er undan þágu er ekki í þágu annarra, heldur bara í eigin þágu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Maður sér þá stundum í umferðinni og fyllist skelfingu, hægir á sér og reynir að láta lítið fyrir sér fara meðan þeir æða framhjá gaurarnir sem eru í anda staddir í Formúlu eitt-kappakstrinum en ekki bara á Hafnarfjarðarveginum eða Miklubrautinni eins og við hin. Þeir eru í annarri vídd. Þeir fara um á ofsahraða, hendast milli akreina með rykkjum, skjótast inn í öll bil án þess að gefa nokkru sinni stefnuljós, aka ofan í næsta bíl á undan með ógnandi fasi, virða engar reglur, líta aldrei í kringum sig og maður andar léttar þegar maður sér þá hverfa í átt að sjónarrönd og ekki annað hægt en að biðja til almættisins að grípa í taumana áður en eitthvað hræðilegt gerist. Erfitt er að vita hvað þessir menn eru eiginlega að tjá með þessum látum, en svona umferðarofstopi er í besta falli ofbeldi gagnvart samborgurum, þetta er andfélagsleg hegðun, eins og að ganga um í mannfjölda og fara upp að fólki og garga upp í það, steyta framan í það hnefann, vingsa stórri sveðju af gáleysi. Svona hegðun vitnar um stórfelldan félagslegan vanþroska og einstaklingshyggju sem stappar nærri sturlun. Svona menn þarf að taka úr umferð og kenna þeim á bíl – og samfélag.Í Formúlu eitt á Reykjanesbraut Nýlega staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms um að leggja hald á Tesla-bifreið Magnúsar Ólafs Garðarssonar. Þann 20. desember síðastliðinn var hann á ferð á Reykjanesbraut í slæmu veðri og vondu skyggni, á hálum og blautum veg. Samkvæmt frétt RÚ mældist bifreið hans ítrekað á yfir 160 kílómetra hraða og allt upp í 183 kílómetra hraða á klst. Tilkynningar um ofsaakstur bílsins bárust til neyðarlínunnar og svo fór að lokum að hann rakst utan í annan bíl með þeim afleiðingum að hinn ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabíl á spítala. Magnús hefur krafist þess að fá bílinn sinn aftur. Hann segir að hann hafi misst stjórn á bílnum „vegna ytri aðstæðna“. Hann talar líka um að lögreglan hafi farið fram úr valdheimildum sínum við rannsókn málsins og „brotið gegn friðhelgi einkalífsins“ með því að skoða upplýsingar sem bíllinn geymir um aksturinn. Þetta er ekki eina dæmið um slíkan akstur hjá Magnúsi – tíu hraðakstursmál hafa komið upp hjá honum hér á landi undanfarið og eitt í Danmörku. Það er ágæt regla að sýna fólki tillitssemi þegar það ratar í ógæfu eða verður eitthvað á sem ámælisvert getur talist; þá fer ekki vel á að hreykja sér eða efna til fjöldafordæmingar, enda eiga allir sér einhverjar málsbætur og rétt á því að taka sig á í lífinu. Það á Magnús vonandi eftir að gera og farnist honum vel. Það er hins vegar freistandi að gera þetta mál hans að umtalsefni vegna þess að það er dæmigert fyrir ákveðið hugarfar sem ríkt hefur hér á landi, og ekki bara í umferðinni. Magnús Ólafur stendur sem sé í þeirri meiningu að hann sé undanþeginn reglum um hámarkshraða.Uppbygging á undanþágu Hann er nefnilega vanur undanþágunum. Magnús er einn stofnenda United Silicon og var til skamms tíma forstjóri þess fyrirtækis, hafði væntanlega veg og vanda af þeirri uppbyggingu sem skilar fyrirtækinu nú nærri vikulegum hneykslisfréttum vegna mengunar sem enginn virðist almennilega vita hversu mikil er, skulda við verktaka og málaferla kringum það, slysa og verkamanna sem látnir eru vinna án réttinda á vandasöm tæki og við vondar aðstæður. Allt vitnar um það hvernig ætt hefur verið áfram við uppbyggingu fyrirtækisins í þeirri vissu að undanþágur verði veittar frá reglum. Nú bregður hins vegar svo við að umhverfisráðherra Björt Ólafsdóttir hefur farið sköruglega fram í málefnum fyrirtækisins og komið þeim skilaboðum rækilega á framfæri að við þetta fúsk verði ekki unað og að það sé liðin tíð að horft sé í gegnum fingur sér með ólöglega mengun eins og löngum hefur tíðkast hér á landi. Reglan hér á landi hefur verið þessi: þegar spurt er um hagsmuni náttúru og hagsmuni stóriðju skal stóriðjan njóta vafans, undantekningarlaust; þegar spurt er um heilsu almennings og hagsmuni stóriðju skal stóriðja njóta vafans, ævinlega. Stóriðja, verksmiðjurekstur, er nefnilega „atvinnusköpun“. Og „atvinnusköpun“ er íslenska orðið yfir „nirvana“; hið endanlega alsæluástand sem allt miðar að. Afleiðingin er sú að uppbyggingu stóriðju hér á landi má líkja við ofsaakstur í umferðinni og eru þar dæmin mýmörg, það nýjasta brjálæðisleg áform um sjókvíaeldi á laxi. Forljótum verksmiðjum hefur verið dritað niður þar sem hentar framkvæmdaaðilum sem fá allar þær ívilnanir sem hugsast geta, skattahagræði, gjafverð á orku, frámunaleg framlög úr lífeyrissjóðum, að drasla að vild ... Málsvörn Magnúsar er líka kunnugleg þeim sem fylgst hefur með málsvörn bankstera og útrásarvíkinga í markaðsmisnotkunarmálum. Talað er um „ytri aðstæður“, rétt eins og hrunverjar gera alltaf og fjasað um „friðhelgi einkalífs“. Vantar bara að hann fari að reyna að ryðja dóminn með vanhæfiskröfum á þeim forsendum að dómarar séu andvígir ofsaakstri. Mengunin getur birst á margs konar hátt; meðal annars í hugarfari. En það er kominn tími til þess að sveitarstjórnarmenn og kjördæmaþingmenn átti sig á því að það sem er undan þágu er ekki í þágu annarra, heldur bara í eigin þágu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar