Erlent

Frakkar ganga til kosninga

Samúel Karl Ólason skrifar
Ellefu frambjóðendur eru á kjörseðlinum en fjórir mælast með meira fylgi en aðrir.
Ellefu frambjóðendur eru á kjörseðlinum en fjórir mælast með meira fylgi en aðrir. Vísir/AFP
Fyrsta umferð forsetakosninga eru byrjaðar í Frakklandi en kannanir benda til spennandi kosninga þar sem lítill munur er á milli vinsælustu frambjóðendanna. Þeir tveir sem hljóta flest atkvæði munu fara í næstu umferð kosninganna sem fram fer í mars.

Kosningunni mun ljúka klukkan sex í dag og búist er við að úrslit verði ljós skömmu síðar.

Ellefu frambjóðendur eru á kjörseðlinum en fjórir mælast með meira fylgi en aðrir. Þá eru þau Marine Le Pen og Emmanuel Macron talin líklegust til að komast í næstu umferð. Um mjög mikilvægar kosningar er að ræða sem gætu haft mikil áhrif á framtíð Evrópusambandsins, Brexit og svo auðvitað framtíð Frakklands.

Sjá einnig: Útlit fyrir afar spennandi fyrri umferð í Frakklandi

Gífurleg öryggisgæsla er í Frakklandi í dag og eru um 50 þúsund lögregluþjónar og sjö þúsund hermenn á götum landsins, samkvæmt BBC. Ákveðið var að herða öryggisgæsluna eftir að lögregluþjónn var skotinn til bana á fimmtudaginn og aðrir særðir í árás sem Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á.


Tengdar fréttir

Reiðar eiginkonur lögreglumanna mótmæla í París

Á annað hundrað eiginkonur og makar lögregluþjóna mótmæltu í dag í París, höfuðborg Frakklands, í kjölfar árásar á lögreglumenn á Champs-Élysées á fimmtudag. Lögregluþjónninn Xavier Jugele lést í árásinni.

Útlit fyrir afar spennandi fyrri umferð í Frakklandi

Fyrri umferð forsetakosninga í Frakklandi fer fram á morgun. Fjórir frambjóðendur eiga raunhæfan möguleika á að komast áfram í aðra umferð. Kannanir benda ekki til spennandi seinni umferðar, sama hverjir verða þar.

Segir nær ómögulegt að segja til um úrslit kosninganna

Frakkar ganga að kjörborðinu á morgun til að kjósa sér nýjan forseta. Kosningar eru þær mest spennandi í áraraðir en lítill munur er á fylgi fjögurra efstu frambjóðendanna og engin leið að segja til um hverjir þeirra komast í aðra umferð sem verður í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×