Bæjarstjórinn á biðilsbuxunum á skrifstofu Granda í Reykjavík Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. apríl 2017 07:00 HB Grandi áformar að hætta landvinnslu á Akranesi. Sú ákvörðun myndi kosta tugi manns vinnuna. vísir/eyþór „Það er gott að menn eru að ræða saman,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Hann átti fund í hádeginu í gær með Vilhjálmi Vilhjálmssyni, forstjóra HB Granda, um framtíð landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Til umræðu voru áform HB Granda um að hætta landvinnslu á Akranesi, sem munu að óbreyttu kosta tæplega 100 starfsmenn fyrirtækisins vinnuna. Sævar Freyr segir að aftur verði fundað í næstu viku.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi„Þeir komu hérna fulltrúar Akraness og við hittumst hérna í Norðurgarði hjá HB Granda,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson. Forstjórinn segir engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum. Fréttablaðið greindi frá því á miðvikudaginn að Faxaflóahafnir hafa gefið grænt ljós á uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi, með þeim skilyrðum að fyrir liggi samkomulag milli Faxaflóahafna sf. og HB Granda um nýtingu mannvirkjanna. Kostnaður við verkefnið yrði samtals 3 milljarðar króna. „Það er í sjálfu sér bara ánægjulegt að menn skuli vera að fara í lagfæringar á höfninni á Akranesi. Það er orðið tímabært en það mun taka sinn tíma og við eigum bara alveg eftir að sjá hvort það sé eitthvert innlegg í þetta mál. Það er ekki komin nein ákvörðun eða niðurstaða í málið,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.Hann kveðst ekki vera að leita neinnar sérstakrar niðurstöðu í viðræðunum við Akranes. „Þeir eru að gera sitt besta til að sannfæra okkur um að láta ekki verða af ákvörðunum okkar og um það snúast þessar viðræður,“ útskýrir Vilhjálmur. Hann segir HB Granda ekki hafa átt frumkvæðið að viðræðunum en leggur áherslu á að engar ákvarðanir hafi verið teknar um framhald málsins. Þá hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, einnig sagt að hún muni skipa nefnd til að fjalla um framtíðarfyrirkomulag varðandi gjaldtöku. „Það er ekkert óeðlilegt að þessi nefnd horfi til þessara sjónarmiða einnig,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
„Það er gott að menn eru að ræða saman,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Hann átti fund í hádeginu í gær með Vilhjálmi Vilhjálmssyni, forstjóra HB Granda, um framtíð landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Til umræðu voru áform HB Granda um að hætta landvinnslu á Akranesi, sem munu að óbreyttu kosta tæplega 100 starfsmenn fyrirtækisins vinnuna. Sævar Freyr segir að aftur verði fundað í næstu viku.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi„Þeir komu hérna fulltrúar Akraness og við hittumst hérna í Norðurgarði hjá HB Granda,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson. Forstjórinn segir engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum. Fréttablaðið greindi frá því á miðvikudaginn að Faxaflóahafnir hafa gefið grænt ljós á uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi, með þeim skilyrðum að fyrir liggi samkomulag milli Faxaflóahafna sf. og HB Granda um nýtingu mannvirkjanna. Kostnaður við verkefnið yrði samtals 3 milljarðar króna. „Það er í sjálfu sér bara ánægjulegt að menn skuli vera að fara í lagfæringar á höfninni á Akranesi. Það er orðið tímabært en það mun taka sinn tíma og við eigum bara alveg eftir að sjá hvort það sé eitthvert innlegg í þetta mál. Það er ekki komin nein ákvörðun eða niðurstaða í málið,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.Hann kveðst ekki vera að leita neinnar sérstakrar niðurstöðu í viðræðunum við Akranes. „Þeir eru að gera sitt besta til að sannfæra okkur um að láta ekki verða af ákvörðunum okkar og um það snúast þessar viðræður,“ útskýrir Vilhjálmur. Hann segir HB Granda ekki hafa átt frumkvæðið að viðræðunum en leggur áherslu á að engar ákvarðanir hafi verið teknar um framhald málsins. Þá hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, einnig sagt að hún muni skipa nefnd til að fjalla um framtíðarfyrirkomulag varðandi gjaldtöku. „Það er ekkert óeðlilegt að þessi nefnd horfi til þessara sjónarmiða einnig,“ sagði sjávarútvegsráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira