Mikil umskipti í veðrinu næsta sólarhringinn: Varað við norðaustan stormi og snjókomu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. maí 2017 12:16 Veðurspáin fyrir kvöldið og morgundaginn er ekkert sérstök. Vísir/Anton Brink Veðurstofan varar við norðaustan stormi á Vestfjörðum seint í kvöld og í flestum landshlutum á morgun. Þá er varað við snjókomu til fjalla á norðaverðu landinu. Veður fer kólnandi að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni en á morgun er búist við norðaustan 15 til 25 metrum á sekúndu þar sem hvassast verður á Vestfjörðum fyrir hádegi og svo við suðurströndina síðdegis. Slydda verður norðan heiða og snjókoma til fjalla en rigning sunnanlands. Færð og skyggni geta spillst skyndilega og þá einkum á fjallvegum norðan til. Víða verður lélegt ferðaveður. Seinni partinn er svo spáð ívið hægari vindi og minni úrkomu. Á vef Vegagerðarinnar er einnig vakin athygli á þessari slæmu veðurspá en þar segir að mikil umskipti veðri í veðrinu næsta sólarhringinn. Útlit sé fyrir talsvert hret sem verði hvað verst á Vestfjörðum. Hviður geti náð allt að 45 metrum á sekúndu. „Hríðarveður þar á fjallvegum frá því í nótt og snemma í fyrramálið með NA 20-25 m/s. Blint verður og léleg akstursskilyrði á Steingrímsfjarðarheiði og eins á Gemlufallsheiði meira og minna á morgun. Holtavörðuheiði og Brattabrekka sleppa betur. Snjóar einnig á Öxnadalsheiði og fyrir austan á Möðrudalsöræfum og á fjallvegum Austfjarða frá því snemma í fyrramálið. Þá má reikna með stormi í Öræfum frá því kl. 9 til 12 á morgun og allt til kvölds. Hviður allt að 45 m/s,“ segir á vef Vegagerðarinnar.Nánar má lesa um veðurspána á vef Veðurstofunnar. Veður Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Veðurstofan varar við norðaustan stormi á Vestfjörðum seint í kvöld og í flestum landshlutum á morgun. Þá er varað við snjókomu til fjalla á norðaverðu landinu. Veður fer kólnandi að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni en á morgun er búist við norðaustan 15 til 25 metrum á sekúndu þar sem hvassast verður á Vestfjörðum fyrir hádegi og svo við suðurströndina síðdegis. Slydda verður norðan heiða og snjókoma til fjalla en rigning sunnanlands. Færð og skyggni geta spillst skyndilega og þá einkum á fjallvegum norðan til. Víða verður lélegt ferðaveður. Seinni partinn er svo spáð ívið hægari vindi og minni úrkomu. Á vef Vegagerðarinnar er einnig vakin athygli á þessari slæmu veðurspá en þar segir að mikil umskipti veðri í veðrinu næsta sólarhringinn. Útlit sé fyrir talsvert hret sem verði hvað verst á Vestfjörðum. Hviður geti náð allt að 45 metrum á sekúndu. „Hríðarveður þar á fjallvegum frá því í nótt og snemma í fyrramálið með NA 20-25 m/s. Blint verður og léleg akstursskilyrði á Steingrímsfjarðarheiði og eins á Gemlufallsheiði meira og minna á morgun. Holtavörðuheiði og Brattabrekka sleppa betur. Snjóar einnig á Öxnadalsheiði og fyrir austan á Möðrudalsöræfum og á fjallvegum Austfjarða frá því snemma í fyrramálið. Þá má reikna með stormi í Öræfum frá því kl. 9 til 12 á morgun og allt til kvölds. Hviður allt að 45 m/s,“ segir á vef Vegagerðarinnar.Nánar má lesa um veðurspána á vef Veðurstofunnar.
Veður Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira