Öflugir og traustir lífeyrissjóðir Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 9. maí 2017 07:00 Undanfarið hafa ítrekað birst í opinberri umræðu rangar fullyrðingar um lífeyrissjóði landsmanna. Virðist sem tilgangurinn sé að vekja sem mesta tortryggni í garð sjóðanna og lífeyriskerfisins. Fullyrt er að lífeyrissjóðir haldi uppi vöruverði í landinu með hlutafjáreign sinni í smásöluverslun. Ekki hefur fylgt sögunni hvernig þetta geti gerst, en fullyrðingin látin duga. Það eina sem rétt er í þessu er að lífeyrissjóðir eiga vissulega hluti í verslunarfyrirtækjum. Almennt reyna lífeyrissjóðir að hafa jákvæð áhrif á þau félög sem þeir fjárfesta í með áherslum á góða stjórnarhætti, en þeir koma ekki að daglegri stjórnun fyrirtækjanna eða ákvörðunum um verð á vörum eða þjónustu. Allt frá stofnun sjóðanna hafa þeir boðið sjóðfélögum sínum lán til íbúðakaupa. Þau lán hafa jafnan verið hagkvæm í samanburði við aðra lánakosti. Að auki hafa lífeyrissjóðirnir líka fjármagnað íbúðakaup landsmanna með því að kaupa skuldabréf af Íbúðalánasjóði, áður Húsnæðisstofnun ríkisins, og af bönkum. Þetta eru umsvif sjóðanna á íbúðamarkaði. Einhverjir hafa fundið vott um að lífeyrissjóðir eigi hluti í leigufélögum sem hafa keypt allmargar íbúðir undanfarin misseri til að leigja út. Ekki hefur komið fram hvaða lífeyrissjóðir það séu né hve mikið fé þeir hafi lagt í þau verkefni. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er ekki þar á meðal.Bættur hagur sjóðfélaganna Haustið 2015 bauð Lífeyrissjóður verzlunarmanna bætt lánskjör á sjóðfélagalánum. Það varð umsvifalaust til þess að útlán til sjóðfélaga jukust mikið. Á árinu 2016 námu þau um 32 milljörðum króna. Stór hluti lánanna hefur verið tekinn til að endurfjármagna eldri og dýrari lán. Þannig hafa þau stórlega bætt hag sjóðfélaganna. Lífeyrissjóðirnir fá enn í dag ákúrur fyrir að halda uppi verðtryggingu. Staðreyndin er að lífeyrissjóðirnir starfa í því efnahagsumhverfi sem hér á landi ríkir, hvort sem þar er verðtrygging eða ekki. Flestir sjóðirnir bjóða bæði verðtryggð og óverðtryggð sjóðfélagalán. Ríkisskuldabréf sem sjóðirnir kaupa eru ýmist. Í heildina lætur nærri að um helmingur eigna lífeyrissjóðanna sé í verðtryggðum bréfum. Hins vegar eru allar skuldbindingar lífeyrissjóðanna verðtryggðar: Allur lífeyrir sem sjóðirnir greiða og eiga eftir að greiða er bundinn vísitölu neysluverðs. Lífeyrir sem greiddur er út breytist því frá mánuði til mánaðar í samræmi við þróun vísitölunnar. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir, flestir um og upp úr miðri 20. öld, var það gert með samningum á vinnumarkaði milli vinnuveitenda og launþega. Síðar, upp úr miðjum sjöunda áratugnum var gert allsherjarsamkomulag á vinnumarkaðnum um lífeyriskerfi það sem nú er við lýði. Þeir samningar tóku gildi árið 1969 og nokkrum árum seinna samþykkti Alþingi lög um lífeyrissjóði sem voru byggð á þessum kjarasamningum. Lögin og samningarnir voru endurskoðuð og aukin 1997 og á þeim byggist það lífeyriskerfi sem við höfum nú. Þegar menn kvarta undan að verkalýðshreyfingin hafi ekki næg ítök í lífeyriskerfinu mættu þeir rifja upp að það var í rauninni verkalýðshreyfingin í samvinnu við vinnuveitendur sem bjó til lífeyriskerfið og þá lífeyrissjóði sem nú tryggja okkur ævilangan lífeyri eftir að starfsævinni lýkur. Þessir frumkvöðlar, á vinnumarkaðnum og á Alþingi, höfðu næga framsýni til að búa svo um hnútana að hvorki stjórnmálamenn né aðrir skyldu eiga greiðan aðgang að þessum sjóðum almennings, þess vegna er svo afdráttarlaust í kjarasamningum og lögum að hlutverk sjóðanna sé það eitt að taka á móti iðgjöldum, ávaxta þau og greiða út lífeyri. Þess vegna eru sjóðirnir öflugir og mynda saman eitt besta lífeyriskerfi sem þekkist og viðurkennt er m.a af Efnahags og framfarastofnuninni, OECD. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa ítrekað birst í opinberri umræðu rangar fullyrðingar um lífeyrissjóði landsmanna. Virðist sem tilgangurinn sé að vekja sem mesta tortryggni í garð sjóðanna og lífeyriskerfisins. Fullyrt er að lífeyrissjóðir haldi uppi vöruverði í landinu með hlutafjáreign sinni í smásöluverslun. Ekki hefur fylgt sögunni hvernig þetta geti gerst, en fullyrðingin látin duga. Það eina sem rétt er í þessu er að lífeyrissjóðir eiga vissulega hluti í verslunarfyrirtækjum. Almennt reyna lífeyrissjóðir að hafa jákvæð áhrif á þau félög sem þeir fjárfesta í með áherslum á góða stjórnarhætti, en þeir koma ekki að daglegri stjórnun fyrirtækjanna eða ákvörðunum um verð á vörum eða þjónustu. Allt frá stofnun sjóðanna hafa þeir boðið sjóðfélögum sínum lán til íbúðakaupa. Þau lán hafa jafnan verið hagkvæm í samanburði við aðra lánakosti. Að auki hafa lífeyrissjóðirnir líka fjármagnað íbúðakaup landsmanna með því að kaupa skuldabréf af Íbúðalánasjóði, áður Húsnæðisstofnun ríkisins, og af bönkum. Þetta eru umsvif sjóðanna á íbúðamarkaði. Einhverjir hafa fundið vott um að lífeyrissjóðir eigi hluti í leigufélögum sem hafa keypt allmargar íbúðir undanfarin misseri til að leigja út. Ekki hefur komið fram hvaða lífeyrissjóðir það séu né hve mikið fé þeir hafi lagt í þau verkefni. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er ekki þar á meðal.Bættur hagur sjóðfélaganna Haustið 2015 bauð Lífeyrissjóður verzlunarmanna bætt lánskjör á sjóðfélagalánum. Það varð umsvifalaust til þess að útlán til sjóðfélaga jukust mikið. Á árinu 2016 námu þau um 32 milljörðum króna. Stór hluti lánanna hefur verið tekinn til að endurfjármagna eldri og dýrari lán. Þannig hafa þau stórlega bætt hag sjóðfélaganna. Lífeyrissjóðirnir fá enn í dag ákúrur fyrir að halda uppi verðtryggingu. Staðreyndin er að lífeyrissjóðirnir starfa í því efnahagsumhverfi sem hér á landi ríkir, hvort sem þar er verðtrygging eða ekki. Flestir sjóðirnir bjóða bæði verðtryggð og óverðtryggð sjóðfélagalán. Ríkisskuldabréf sem sjóðirnir kaupa eru ýmist. Í heildina lætur nærri að um helmingur eigna lífeyrissjóðanna sé í verðtryggðum bréfum. Hins vegar eru allar skuldbindingar lífeyrissjóðanna verðtryggðar: Allur lífeyrir sem sjóðirnir greiða og eiga eftir að greiða er bundinn vísitölu neysluverðs. Lífeyrir sem greiddur er út breytist því frá mánuði til mánaðar í samræmi við þróun vísitölunnar. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir, flestir um og upp úr miðri 20. öld, var það gert með samningum á vinnumarkaði milli vinnuveitenda og launþega. Síðar, upp úr miðjum sjöunda áratugnum var gert allsherjarsamkomulag á vinnumarkaðnum um lífeyriskerfi það sem nú er við lýði. Þeir samningar tóku gildi árið 1969 og nokkrum árum seinna samþykkti Alþingi lög um lífeyrissjóði sem voru byggð á þessum kjarasamningum. Lögin og samningarnir voru endurskoðuð og aukin 1997 og á þeim byggist það lífeyriskerfi sem við höfum nú. Þegar menn kvarta undan að verkalýðshreyfingin hafi ekki næg ítök í lífeyriskerfinu mættu þeir rifja upp að það var í rauninni verkalýðshreyfingin í samvinnu við vinnuveitendur sem bjó til lífeyriskerfið og þá lífeyrissjóði sem nú tryggja okkur ævilangan lífeyri eftir að starfsævinni lýkur. Þessir frumkvöðlar, á vinnumarkaðnum og á Alþingi, höfðu næga framsýni til að búa svo um hnútana að hvorki stjórnmálamenn né aðrir skyldu eiga greiðan aðgang að þessum sjóðum almennings, þess vegna er svo afdráttarlaust í kjarasamningum og lögum að hlutverk sjóðanna sé það eitt að taka á móti iðgjöldum, ávaxta þau og greiða út lífeyri. Þess vegna eru sjóðirnir öflugir og mynda saman eitt besta lífeyriskerfi sem þekkist og viðurkennt er m.a af Efnahags og framfarastofnuninni, OECD.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun