Eiríkur Bergmann: Óvíst hvort Macron verði forseti með mikið áhrifavald Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2017 10:46 Emmanuel Macron var sigri hrósandi í gær. Sigur Emmanuel Macron í forsetakosningunum í Frakklandi er sigur fyrir hefðbundið evrópskt frjálslynt lýðræði. Óvíst er þó hvort að hann muni hafa mikil áhrif sem forseti þar sem flokkur hans á ekkert sæti á þingi. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnmálafræði, en Macron vann stærri sigur en spár gerðu ráð fyrir. Hlaut hann 66,1 prósent atkvæða gegn 33,9 prósent fylgi Marine Le Pen, frambjóðanda Frönsku þjóðfylkingarinnar. „Mótbylgjan gegn þjóðernispopúlisma Le Pen hefur vaxið og sigurinn er þar af leiðandi stærri en kannski annars hefði verið,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Sigur Macron sé hluti af vaxandi andstöðu við slíkum popúlisma sem hafi einnig sýnt sig í þingkosningunum í Hollandi þar sem þjóðernispopúlistaflokki Geert Wilders gekk verr en spár gerðu ráð fyrir. „Þetta er hluti af því, þetta sjokk sem margir verða fyrir þegar Donald Trump er kosinn forseti Bandaríkjanna. Aðgerðir kalla á mótaðgerðir,“ segir Eiríkur og bendir á að framboði Macron hafi verið stillt upp sem frjálslyndu andsvari við íhaldssamri þjóðernishyggju.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræðivisir/EyþórFranska þjóðfylkingin fer vaxandi Eiríkur bendir einnig á að þrátt fyrir ósigur Le Pen sé úrslit kosninganna langbesti árangur Frönsku þjóðfylkingarinnar í kosningum í Frakklandi. Flokkurinn var stofnaður árið 1972 og hefur bætt við sig fylgi hægt og bítandi undanfarin ár. „Þetta er besti árangur flokksins sem er mjög harður þjóðernispopúlistaflokkur og er stærsti stjórnarandstöðuflokkur Frakklands. Þannig að menn mega ekki gleyma því heldur að flokkurinn hefur vaxið þrátt fyrir að hún nái ekki þeim árangri að sigra í kosningunum,“ segir Eiríkur Bergmann. Macron tekur við embætti í næstu viku og mun þá líklega útnefna forsætisráðherra áður en þingkosningar verða haldnar í júní. Flokkur Macron, sem er tiltölulega nýr, á ekkert sæti á þingi og telur Eiríkur ólíklegt að Macron nái meirihluta á þingi, það muni hafa sín áhrif. „Fyrir hann er þetta bara forleikur,“ segir Eiríkur. „Þingið er allt eftir og það er ekki víst að hann nái meirihluta á þingi. Það er raunar fjarlægur möguleiki að það geti gerst.“„Ef annar meirihluti myndast í þinginu þá er það forsætisráðherrann sem er hinn raunverulegi pólitiski forystumaður í Frakklandi. Það er ekkert víst að hann verði forseti með mikið áhrifavald.“ Frakkland Tengdar fréttir Sigurræða Macron: „Við munum ekki láta undan óttanum“ Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, ávarpaði um fimmtánþúsund manns sem saman voru komnir við Louvre-safnið í París í kvöld. 7. maí 2017 21:26 Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40 Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna. 8. maí 2017 07:00 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Sigur Emmanuel Macron í forsetakosningunum í Frakklandi er sigur fyrir hefðbundið evrópskt frjálslynt lýðræði. Óvíst er þó hvort að hann muni hafa mikil áhrif sem forseti þar sem flokkur hans á ekkert sæti á þingi. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnmálafræði, en Macron vann stærri sigur en spár gerðu ráð fyrir. Hlaut hann 66,1 prósent atkvæða gegn 33,9 prósent fylgi Marine Le Pen, frambjóðanda Frönsku þjóðfylkingarinnar. „Mótbylgjan gegn þjóðernispopúlisma Le Pen hefur vaxið og sigurinn er þar af leiðandi stærri en kannski annars hefði verið,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Sigur Macron sé hluti af vaxandi andstöðu við slíkum popúlisma sem hafi einnig sýnt sig í þingkosningunum í Hollandi þar sem þjóðernispopúlistaflokki Geert Wilders gekk verr en spár gerðu ráð fyrir. „Þetta er hluti af því, þetta sjokk sem margir verða fyrir þegar Donald Trump er kosinn forseti Bandaríkjanna. Aðgerðir kalla á mótaðgerðir,“ segir Eiríkur og bendir á að framboði Macron hafi verið stillt upp sem frjálslyndu andsvari við íhaldssamri þjóðernishyggju.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræðivisir/EyþórFranska þjóðfylkingin fer vaxandi Eiríkur bendir einnig á að þrátt fyrir ósigur Le Pen sé úrslit kosninganna langbesti árangur Frönsku þjóðfylkingarinnar í kosningum í Frakklandi. Flokkurinn var stofnaður árið 1972 og hefur bætt við sig fylgi hægt og bítandi undanfarin ár. „Þetta er besti árangur flokksins sem er mjög harður þjóðernispopúlistaflokkur og er stærsti stjórnarandstöðuflokkur Frakklands. Þannig að menn mega ekki gleyma því heldur að flokkurinn hefur vaxið þrátt fyrir að hún nái ekki þeim árangri að sigra í kosningunum,“ segir Eiríkur Bergmann. Macron tekur við embætti í næstu viku og mun þá líklega útnefna forsætisráðherra áður en þingkosningar verða haldnar í júní. Flokkur Macron, sem er tiltölulega nýr, á ekkert sæti á þingi og telur Eiríkur ólíklegt að Macron nái meirihluta á þingi, það muni hafa sín áhrif. „Fyrir hann er þetta bara forleikur,“ segir Eiríkur. „Þingið er allt eftir og það er ekki víst að hann nái meirihluta á þingi. Það er raunar fjarlægur möguleiki að það geti gerst.“„Ef annar meirihluti myndast í þinginu þá er það forsætisráðherrann sem er hinn raunverulegi pólitiski forystumaður í Frakklandi. Það er ekkert víst að hann verði forseti með mikið áhrifavald.“
Frakkland Tengdar fréttir Sigurræða Macron: „Við munum ekki láta undan óttanum“ Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, ávarpaði um fimmtánþúsund manns sem saman voru komnir við Louvre-safnið í París í kvöld. 7. maí 2017 21:26 Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40 Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna. 8. maí 2017 07:00 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Sigurræða Macron: „Við munum ekki láta undan óttanum“ Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, ávarpaði um fimmtánþúsund manns sem saman voru komnir við Louvre-safnið í París í kvöld. 7. maí 2017 21:26
Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40
Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna. 8. maí 2017 07:00
Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21