Sátt um nýtingu sjávarauðlindarinnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. maí 2017 07:00 Sjávarútvegur hefur í aldanna rás verið undirstaða verðmætasköpunar á Íslandi. Á umliðnum áratugum hefur greinin gengið í gegnum breytingaskeið. Árið 1984 var kvótakerfið innleitt og frjálst framsal aflaheimilda fáeinum árum síðar. Árangurinn er tvíþættur. Fyrst ber að nefna ábyrga nýtingu auðlindarinnar með sjálfbærum veiðum. En kerfið hefur jafnframt stuðlað að mikilli hagræðingu í greininni og ýtt undir verðmætt nýsköpunarstarf. Hins vegar hefur þriðja stoðin, sem snýr að samfélagslegum þáttum og sanngirni, ekki reynst eins styrk. Of lengi hefur ríkt djúpstæð óeining í samfélaginu um þessa mikilvægu atvinnugrein. Ágreiningurinn hefur einkum snúið að skiptingu arðs af nýtingu sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar. Það er löngu tímabært að jafna þennan ágreining og búa atvinnugreininni stöðug starfsskilyrði. Í gegnum tíðina hafa nær allir stjórnmálaflokkar lagt sitt af mörkum við þróun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það er jafn mikilvægt í dag að allir flokkar komi að því að móta víðtæka sátt um sjávarútveginn. Ég hef því skipað þverpólitíska nefnd, með fulltrúum allra flokka, til þess að vinna tillögur að framtíðarfyrirkomulagi gjaldtöku og úthlutunar aflaheimilda. Nefndin mun skila tillögum sínum í lok þessa árs og í kjölfarið fær Alþingi það hlutverk að vinna úr þeim með lagasetningu. Óumdeilt er að þjóðin skuli njóta sanngjarns arðs af auðlindinni. Og þeim sem veittur er sérstakur réttur til þess að nýta takmarkaða auðlind ber þ.a.l. að greiða afgjald til samfélagsins. Sjálf hef ég talað fyrir ákveðnum leiðum í þessu efni, sem m.a. fela í sér uppboð aflaheimilda. En ólíkir flokkar munu leggja fram ólík sjónarmið. Mikilvægast er að við göngum öll til þessarar vinnu af heilindum og einsetjum okkur að mynda víðtæka og varanlega sátt. Vísasta leiðin til þess að láta sáttaferlið fara út um þúfur er að spila pólitíska refskák. Því sanngjörn niðurstaða fæst ekki með klækjabrögðum né verður hún mæld eftir því hver hefur hæst. Ég bind vonir við að sú vinna, sem nú fer í hönd, verði málefnaleg og skili hagfelldri niðurstöðu fyrir þjóðina sem og sjávarútveginn. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna dagsins í dag að búa í haginn fyrir sátt til framtíðar. Það kann að reynast torsótt en ég hef trú á getu okkar og viljafestu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Sjávarútvegur hefur í aldanna rás verið undirstaða verðmætasköpunar á Íslandi. Á umliðnum áratugum hefur greinin gengið í gegnum breytingaskeið. Árið 1984 var kvótakerfið innleitt og frjálst framsal aflaheimilda fáeinum árum síðar. Árangurinn er tvíþættur. Fyrst ber að nefna ábyrga nýtingu auðlindarinnar með sjálfbærum veiðum. En kerfið hefur jafnframt stuðlað að mikilli hagræðingu í greininni og ýtt undir verðmætt nýsköpunarstarf. Hins vegar hefur þriðja stoðin, sem snýr að samfélagslegum þáttum og sanngirni, ekki reynst eins styrk. Of lengi hefur ríkt djúpstæð óeining í samfélaginu um þessa mikilvægu atvinnugrein. Ágreiningurinn hefur einkum snúið að skiptingu arðs af nýtingu sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar. Það er löngu tímabært að jafna þennan ágreining og búa atvinnugreininni stöðug starfsskilyrði. Í gegnum tíðina hafa nær allir stjórnmálaflokkar lagt sitt af mörkum við þróun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það er jafn mikilvægt í dag að allir flokkar komi að því að móta víðtæka sátt um sjávarútveginn. Ég hef því skipað þverpólitíska nefnd, með fulltrúum allra flokka, til þess að vinna tillögur að framtíðarfyrirkomulagi gjaldtöku og úthlutunar aflaheimilda. Nefndin mun skila tillögum sínum í lok þessa árs og í kjölfarið fær Alþingi það hlutverk að vinna úr þeim með lagasetningu. Óumdeilt er að þjóðin skuli njóta sanngjarns arðs af auðlindinni. Og þeim sem veittur er sérstakur réttur til þess að nýta takmarkaða auðlind ber þ.a.l. að greiða afgjald til samfélagsins. Sjálf hef ég talað fyrir ákveðnum leiðum í þessu efni, sem m.a. fela í sér uppboð aflaheimilda. En ólíkir flokkar munu leggja fram ólík sjónarmið. Mikilvægast er að við göngum öll til þessarar vinnu af heilindum og einsetjum okkur að mynda víðtæka og varanlega sátt. Vísasta leiðin til þess að láta sáttaferlið fara út um þúfur er að spila pólitíska refskák. Því sanngjörn niðurstaða fæst ekki með klækjabrögðum né verður hún mæld eftir því hver hefur hæst. Ég bind vonir við að sú vinna, sem nú fer í hönd, verði málefnaleg og skili hagfelldri niðurstöðu fyrir þjóðina sem og sjávarútveginn. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna dagsins í dag að búa í haginn fyrir sátt til framtíðar. Það kann að reynast torsótt en ég hef trú á getu okkar og viljafestu.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun