Erlent

Macron: „Ég þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Sigurræða Macron var alvarleg, stutt og yfirveguð.
Sigurræða Macron var alvarleg, stutt og yfirveguð. Vísir/EPA
Emmanuel Macron, næsti forseti Frakklands, ávarpaði stuðningsmenn sína og fjölmiðla rétt í þessu. Ræða hans var alvarleg, yfirveguð og stutt.

Hann sagði sigurinn vera mikinn heiður og þakkaði fyrir að honum væri treyst fyrir svo miklu ábyrgðarhlutverki. Hann sagðist vilja ávarpa alla frönsku þjóðina, ekki bara þá sem kusu hann. Þá sendi hann einnig kveðju til Marine Le Pen.

Hann sagðist meðvitaður um þann ótta, kvíða og efa sem margir frakkar finndu fyrir og höfðu sýnt með atkvæði sínu.

Hann segir að hans megin hlutverk næstu fimm árin verði að „róa ótta fólks, endurvekja sjálfstraust Frakklands og að sameina alla íbúa til að takast á við það sem framtíðin ber í skauti sér.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×