Alls höfðu 65,3 prósent kosningabærra manna í Frakklandi kosið klukkan 17 að staðartíma, en síðustu kjörstöðum verður lokað klukkan 20, eða klukkan 18 að íslenskum tíma.
Franska innanríkisráðuneytið greindi frá þessu á Twitter fyrir skömmu.
Kosningaþátttakan er umtalsvert minni en í síðustu forsetakosningum, árið 2012, þar sem 71,96 prósent höfðu kosið klukkan 17. Í kosningunum árið 2007 höfðu 75,11 kosið á þessum tíma kosningadags.
Kosið er á milli miðjumannsins Emmanuel Macron og Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar, um hvor þeirra muni flytja inn í Elyséehöll í París og stjórna landinu næstu fimm árin. Stjórnmálafræðingar telja að Le Pen muni frekar græða á lítilli kosningabaráttu.
Kjörstaðir opnuðu klukkan átta að staðartíma og verður þeim síðustu lokað klukkan átta í kvöld, eða sex að íslenskum tíma. Fyrstu tölur munu birtast fljótlega eftir lokun kjörstaða.
Nýr forseti mun taka við völdum þann 15. maí næstkomandi.
