Sport

Brandon Marshall hyggst hætta eftir tvö ár

Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar
Brandon Marshall lék með NY Jets tvö síðustu tímabil.
Brandon Marshall lék með NY Jets tvö síðustu tímabil. vísir/getty
Brandon Marshall, útherfji New York Giants í NFL, hefur gefið það út að hann hyggist leggja skóna á hilluna eftir tvö ár. Marshall gekk til liðs við Giants í mars. Hann er 33 ára gamall.

"Ég ákvað þetta í síðustu viku. Tvö tímabil í viðbót, vinna Super Bowl, hafa aðeins meira gaman og síðan einbeita mér að því að vekja athygli á andlegum veikindum," segir Marshall en hann greindist með persónuleikaröskun árið 2011.



Marshall lék tvö síðustu tímabil í liði nágrannanna í New York Jets en skrifaði undir tveggja ára samning við Giants í mars. Marshall var frjáls ferða sinna eftir síðasta tímabil en samningur hans við Giants hljóðar upp á litlar 1.300 milljónir króna.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×