Afar slæmur fyrirboði fyrir flokk Corbyns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Alls var kosið um 4.851 sæti í 88 sveitarstjórnum. Vísir/AFP Íhaldsflokkurinn vann stærsta kosningasigur ríkisstjórnarflokks á Bretlandi í sveitarstjórnarkosningum í fjóra áratugi á fimmtudaginn. Vann flokkurinn alls 500 ný sæti og náði meirihluta í ellefu sveitarfélögum. Sigur Íhaldsflokksins þýddi einna helst tap Verkamannaflokksins og Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP). Tapaði síðarnefndi flokkurinn öllum sínum þrjátíu sætum. Þá mistókst Frjálslyndum demókrötum að nýta sér lélegt gengi Verkamannaflokksins og UKIP.Niðurstöðurnar eru vonbrigði fyrir Jeremy Corbyn. Nordicphotos/AFPSamkvæmt mati BBC fengu íhaldsmenn 38 prósent atkvæða, 13 prósentum meira en árið 2013. Verkamenn fengu 27 prósent atkvæða en fengu 29 prósent síðast. Frjálslyndir demókratar fengu átján og bættu þar með við sig fjórum en UKIP fékk fimm prósenta fylgi, hafði 23 prósent. Þykir þessi sigur Íhaldsflokksins slæmur fyrirboði fyrir Verkamannaflokkinn ef horft er til þingkosninga sem fara fram í júní. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Telegraph tekur saman mælast íhaldsmenn með 46 prósenta fylgi en Verkamannaflokkurinn með 29 prósent. Það myndi þýða sögulega stóran sigur Íhaldsflokksins og stóran meirihluta næstu fimm árin. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, var þó ekki áhyggjufullur í gærkvöldi. „Við töpuðum sætum en erum að mjókka muninn á okkur og Íhaldsflokknum,“ sagði Corbyn. „Hver einasti ósigur Verkamannaflokksins í kosningunum veldur mér vonbrigðum. Of margir frábærir fulltrúar, sem hafa unnið af kappi fyrir samfélög sín misstu sæti sitt,“ sagði hann enn fremur. Þá benti Corbyn á að nú væru fimm vikur til stefnu til þess að reyna að sigra í þingkosningunum. „Við vitum að þetta verður ekki auðvelt. Þetta er sögulega stór áskorun. En Verkamannaflokkurinn og breska þjóðin mega ekki láta þetta tækifæri úr greipum sér ganga.“ BBC heldur því fram að niðurstaðan sé ekki síður slæmur fyrirboði fyrir UKIP. Flokkurinn, sem átti sínar bestu sveitarstjórnarkosningar fyrir fjórum árum, þurrkaðist algjörlega út á fimmtudag. Steven Woolfe, sem bauð sig eitt sinn fram til formennsku í UKIP, sagði að áhrif flokksins væru ekki til staðar lengur. Þá sagði Douglas Carswell, fyrrverandi þingmaður, að tími flokksins væri á enda. Paul Nuttall, formaður UKIP, sagði hins vegar að flokkurinn væri fórnarlamb eigin velgengni. Vísaði hann þar til þess að UKIP hafi verið einn helsti baráttuflokkurinn fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Íhaldsflokkurinn vann stærsta kosningasigur ríkisstjórnarflokks á Bretlandi í sveitarstjórnarkosningum í fjóra áratugi á fimmtudaginn. Vann flokkurinn alls 500 ný sæti og náði meirihluta í ellefu sveitarfélögum. Sigur Íhaldsflokksins þýddi einna helst tap Verkamannaflokksins og Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP). Tapaði síðarnefndi flokkurinn öllum sínum þrjátíu sætum. Þá mistókst Frjálslyndum demókrötum að nýta sér lélegt gengi Verkamannaflokksins og UKIP.Niðurstöðurnar eru vonbrigði fyrir Jeremy Corbyn. Nordicphotos/AFPSamkvæmt mati BBC fengu íhaldsmenn 38 prósent atkvæða, 13 prósentum meira en árið 2013. Verkamenn fengu 27 prósent atkvæða en fengu 29 prósent síðast. Frjálslyndir demókratar fengu átján og bættu þar með við sig fjórum en UKIP fékk fimm prósenta fylgi, hafði 23 prósent. Þykir þessi sigur Íhaldsflokksins slæmur fyrirboði fyrir Verkamannaflokkinn ef horft er til þingkosninga sem fara fram í júní. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Telegraph tekur saman mælast íhaldsmenn með 46 prósenta fylgi en Verkamannaflokkurinn með 29 prósent. Það myndi þýða sögulega stóran sigur Íhaldsflokksins og stóran meirihluta næstu fimm árin. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, var þó ekki áhyggjufullur í gærkvöldi. „Við töpuðum sætum en erum að mjókka muninn á okkur og Íhaldsflokknum,“ sagði Corbyn. „Hver einasti ósigur Verkamannaflokksins í kosningunum veldur mér vonbrigðum. Of margir frábærir fulltrúar, sem hafa unnið af kappi fyrir samfélög sín misstu sæti sitt,“ sagði hann enn fremur. Þá benti Corbyn á að nú væru fimm vikur til stefnu til þess að reyna að sigra í þingkosningunum. „Við vitum að þetta verður ekki auðvelt. Þetta er sögulega stór áskorun. En Verkamannaflokkurinn og breska þjóðin mega ekki láta þetta tækifæri úr greipum sér ganga.“ BBC heldur því fram að niðurstaðan sé ekki síður slæmur fyrirboði fyrir UKIP. Flokkurinn, sem átti sínar bestu sveitarstjórnarkosningar fyrir fjórum árum, þurrkaðist algjörlega út á fimmtudag. Steven Woolfe, sem bauð sig eitt sinn fram til formennsku í UKIP, sagði að áhrif flokksins væru ekki til staðar lengur. Þá sagði Douglas Carswell, fyrrverandi þingmaður, að tími flokksins væri á enda. Paul Nuttall, formaður UKIP, sagði hins vegar að flokkurinn væri fórnarlamb eigin velgengni. Vísaði hann þar til þess að UKIP hafi verið einn helsti baráttuflokkurinn fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira