Sala Apple-snjallúra eykst Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Apple seldi 3,5 milljónir snjallúra á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Er það aukning um 59 prósent frá síðasta ári þegar 2,2 milljónir snjallúra fyrirtækisins seldust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Strategy Analytics sem Engadget greindi frá í gær. Hreppti Apple þar með fyrsta sætið af Fitbit sem seldi flest snjallúr á sama tímabili í fyrra. Seldi Fitbit nú 2,9 milljónir snjallúra en 4,5 milljónir í fyrra. Varð þessi samdráttur ekki einungis til þess að Apple stökk upp fyrir Fitbit heldur gerði kínverski framleiðandinn Xiaomi slíkt hið sama. Neil Mawston, einn rannsakenda Strategy Analytics, sagði í samtali við Engadget að snjallúr Apple seljist nú vel vegna öflugrar auglýsingaherferðar og stílhreins útlits. Þá sé einnig auðvelt að nálgast þau. Útskýrði hann samdráttinn hjá Fitbit með því að fjölgun hefði verið á framleiðendum íþróttasnjallúra. Hefur samdráttur sölu hjá Fitbit orðið til þess að 110 var sagt upp hjá fyrirtækini í janúar, alls sex prósent starfsmanna. Yahoo Finance birti í upphafi mánaðar myndir sem sagðar eru vera af væntanlegu nýju snjallúri Fitbit. Herma heimildir Yahoo að GPS-móttakari, púlsmælir og einstaklega bjartur skjár séu á meðal fídusa úrsins. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Apple seldi 3,5 milljónir snjallúra á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Er það aukning um 59 prósent frá síðasta ári þegar 2,2 milljónir snjallúra fyrirtækisins seldust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Strategy Analytics sem Engadget greindi frá í gær. Hreppti Apple þar með fyrsta sætið af Fitbit sem seldi flest snjallúr á sama tímabili í fyrra. Seldi Fitbit nú 2,9 milljónir snjallúra en 4,5 milljónir í fyrra. Varð þessi samdráttur ekki einungis til þess að Apple stökk upp fyrir Fitbit heldur gerði kínverski framleiðandinn Xiaomi slíkt hið sama. Neil Mawston, einn rannsakenda Strategy Analytics, sagði í samtali við Engadget að snjallúr Apple seljist nú vel vegna öflugrar auglýsingaherferðar og stílhreins útlits. Þá sé einnig auðvelt að nálgast þau. Útskýrði hann samdráttinn hjá Fitbit með því að fjölgun hefði verið á framleiðendum íþróttasnjallúra. Hefur samdráttur sölu hjá Fitbit orðið til þess að 110 var sagt upp hjá fyrirtækini í janúar, alls sex prósent starfsmanna. Yahoo Finance birti í upphafi mánaðar myndir sem sagðar eru vera af væntanlegu nýju snjallúri Fitbit. Herma heimildir Yahoo að GPS-móttakari, púlsmælir og einstaklega bjartur skjár séu á meðal fídusa úrsins.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira