Jón Arnór leggur landsliðsskóna á hilluna í Helsinki Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2017 14:15 Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, var í dag útnefndur besti leikmaður Domino´s-deildar karla í körfubolta þegar körfuboltaveturinn var gerður upp í Ægisgarði. Jón Arnór var meiddur framan af vetri en byrjaði eftir áramót og var mjög góður. Hann var svo enn betri í úrslitakeppninni og var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir að KR stóð uppi sem meistari fjórða árið í röð. „Ég hélt að nú menn þyrftu að spila allt tímabilið til að vinna svona titil en þetta eru kannski verðlaun fyrir KR-liðið og hvernig við stóðum okkur í ár. Það þarf einhver að taka við þessum verðlaunum,“ sagði Jón Arnór við Vísi í dag. „Það kom mér mjög á óvart að fá þessi verðlaun ef ég á að vera hreinskilinn. En við unnum titilinn og þá kannski skilur maður þetta aðeins.“ Jón Arnór gerði tveggja ára samning við KR þegar hann kom heim síðasta sumar. Hann stefnir að því að klára þann samning og spila með uppeldisfélaginu í Domino´s-deildinni næsta vetur.„Það fer nú styttast í annan endann eins og ég hef margoft sagt. Það verður mjög erfitt að stíga frá þessu og hætta að spila körfubolta og hætta að mæta inn í klefa að keppast. Þetta gefur mér það mikið að ég sé ekki fyrir mér að hætta þessu en auðvitað kemur sá tími. Það er bara spurning um hvenær það gerist,“ sagði Jón Arnór sem er þó ekki kominn í sumarfrí. Íslenska landsliðið á nefnilega fyrir höndum risastórt verkefni á EM í Helsinki í september en þetta er annað skiptið í röð sem strákarnir okkar keppa á meðal þeirra bestu í Evrópu. Evrópumótið verður að öllum líkindum svanasöngur Jóns Arnórs með íslenska landsliðinu. „Ég einbeiti mér núna helst að því að komast í landsliðið fyrir verkefnið í sumar. Ég ætla að njóta þess alveg í botn að spila með landsliðinu því þetta verður mitt síðasta sumar með landsliðinu,“ sagði Jón Arnór. „Ég myndi segja að það séu miklar líkur á að þetta verði endalokin nema þeir nái að plata mig út í einhverja vitleysu. En maður þarf líka að komast í liðið. Það eru margir farnir að banka upp á og kominn tími á eldri mennina að stíga til hliðar. Maður þarf að finna réttu stundina fyrir það.“ „Ég myndi halda að þetta verði mitt síðasta ár með landsliðinu. Það er á stærsta sviðinu, í Helsinki á lokamóti EM. Það er mjög góð stund til að leggja landsliðsskóna á hilluna. Ég mun hugsa þetta samt aðeins meira í sumar og sjá svo til,“ sagði Jón Arnór Stefánsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jón Arnór og Thelma Dís bestu leikmenn tímabilsins Jóhann Þór Ólafsson og Sverrir Þór Sverrisson bestu þjálfararnir í uppgjöri Domino´s-deildarinnar. 5. maí 2017 13:00 Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Höttur - Valur | Lið sem vilja svara fyrir sig Í beinni: KR - Njarðvík | Halda gestirnir fluginu áfram? Í beinni: ÍR - Keflavík | Fyrsti leikur eftir brottrekstur Í beinni: Haukar - Álftanes | Heimamenn í leit að fyrsta sigri Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, var í dag útnefndur besti leikmaður Domino´s-deildar karla í körfubolta þegar körfuboltaveturinn var gerður upp í Ægisgarði. Jón Arnór var meiddur framan af vetri en byrjaði eftir áramót og var mjög góður. Hann var svo enn betri í úrslitakeppninni og var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir að KR stóð uppi sem meistari fjórða árið í röð. „Ég hélt að nú menn þyrftu að spila allt tímabilið til að vinna svona titil en þetta eru kannski verðlaun fyrir KR-liðið og hvernig við stóðum okkur í ár. Það þarf einhver að taka við þessum verðlaunum,“ sagði Jón Arnór við Vísi í dag. „Það kom mér mjög á óvart að fá þessi verðlaun ef ég á að vera hreinskilinn. En við unnum titilinn og þá kannski skilur maður þetta aðeins.“ Jón Arnór gerði tveggja ára samning við KR þegar hann kom heim síðasta sumar. Hann stefnir að því að klára þann samning og spila með uppeldisfélaginu í Domino´s-deildinni næsta vetur.„Það fer nú styttast í annan endann eins og ég hef margoft sagt. Það verður mjög erfitt að stíga frá þessu og hætta að spila körfubolta og hætta að mæta inn í klefa að keppast. Þetta gefur mér það mikið að ég sé ekki fyrir mér að hætta þessu en auðvitað kemur sá tími. Það er bara spurning um hvenær það gerist,“ sagði Jón Arnór sem er þó ekki kominn í sumarfrí. Íslenska landsliðið á nefnilega fyrir höndum risastórt verkefni á EM í Helsinki í september en þetta er annað skiptið í röð sem strákarnir okkar keppa á meðal þeirra bestu í Evrópu. Evrópumótið verður að öllum líkindum svanasöngur Jóns Arnórs með íslenska landsliðinu. „Ég einbeiti mér núna helst að því að komast í landsliðið fyrir verkefnið í sumar. Ég ætla að njóta þess alveg í botn að spila með landsliðinu því þetta verður mitt síðasta sumar með landsliðinu,“ sagði Jón Arnór. „Ég myndi segja að það séu miklar líkur á að þetta verði endalokin nema þeir nái að plata mig út í einhverja vitleysu. En maður þarf líka að komast í liðið. Það eru margir farnir að banka upp á og kominn tími á eldri mennina að stíga til hliðar. Maður þarf að finna réttu stundina fyrir það.“ „Ég myndi halda að þetta verði mitt síðasta ár með landsliðinu. Það er á stærsta sviðinu, í Helsinki á lokamóti EM. Það er mjög góð stund til að leggja landsliðsskóna á hilluna. Ég mun hugsa þetta samt aðeins meira í sumar og sjá svo til,“ sagði Jón Arnór Stefánsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jón Arnór og Thelma Dís bestu leikmenn tímabilsins Jóhann Þór Ólafsson og Sverrir Þór Sverrisson bestu þjálfararnir í uppgjöri Domino´s-deildarinnar. 5. maí 2017 13:00 Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Höttur - Valur | Lið sem vilja svara fyrir sig Í beinni: KR - Njarðvík | Halda gestirnir fluginu áfram? Í beinni: ÍR - Keflavík | Fyrsti leikur eftir brottrekstur Í beinni: Haukar - Álftanes | Heimamenn í leit að fyrsta sigri Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Sjá meira
Jón Arnór og Thelma Dís bestu leikmenn tímabilsins Jóhann Þór Ólafsson og Sverrir Þór Sverrisson bestu þjálfararnir í uppgjöri Domino´s-deildarinnar. 5. maí 2017 13:00